Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Valhúsaskóli sigraði Skólahreysti - 28.3.2014

Keppendur í SkólahreystiFulltrúar frá Valhúsaskóla báru sigur úr býtum í sínum riðli í Skólahreysti, en keppnin fór fram í Íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi í gær, fimmtudaginn 27. mars. Lesa meira

Seltirningar sigruðu í Stóru upplestrarkeppninni 2014 - 28.3.2014

Gunnar Bergmann Sigmarsson, Kári Rögnvaldsson og Sigurlaug BrynjúlfsdóttirKári Rögnvaldsson í Valhúsaskóla bar sigur úr býtum í Stóru upplestararkeppninni 2014 sem haldin var í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 26. mars Lesa meira

Jarðarstund á Seltjarnarnesi - 28.3.2014

Merki jarðarstundarSeltjarnarnesbær tekur þátt í umhverfisviðburðinum Jarðarstund eða Earth hour með því að kveikja ekki götuljósin í bænum fyrr en kl. 21:30, laugardaginn 29. mars 2014.  Lesa meira

Sjóvarnargarðar endurnýjaðir, bærinn sparar í efniskaupum - 21.3.2014

Á næstu misserum hefur Seltjarnarnesbær í hyggju að fara í viðhaldsvinnu á sjóvarnargörðum sem víða eru farnir að láta á sjá. Lesa meira

Seltirningar mæta Reykvíkingum - 20.3.2014

Stefán Eiríksson, Saga Ómarsdóttir og Karl Pétur JónssonLið Seltirninga í Útsvari er komið í undanúrslit og keppir föstudagskvöldið 21. mars við lið Reykvíkinga. Ljóst er að um tvö sterk lið er að ræða og því má búast við dramatískri viðureign Lesa meira

Höfuðborgarsvæðið verði leiðandi í skólamálum á Norðurlöndunum - 20.3.2014

Á blaðamannafundi SSH 17.mars

Á blaðamannafundi SSH 17.mars voru kynntar niðurstöður tveggja skýrslna sem unnar hafa verið á vegum SSH í tengslum við Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

Lesa meira

Nýr sviðsstjóri umhverfissviðs Seltjarnarness - 19.3.2014

Gísli HermannssonGísli Hermannsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Lesa meira

Skúrinn mættur öðru sinni á Nesið - 18.3.2014

Menningarhúsið Skúrinn - Raddir Sólveigar Aðalsteinsdóttur

Randir, verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur í Menningarhúsinu Skúrnum var opnað á bílastæðinu við Bakkatjörn laugardaginn 15. mars 

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um sumarstörf 24. mars - 17.3.2014

Seltjarnarnesbær er eitt bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem býður öllum námsmönnum, sem lokið hafa 8. bekk og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi, sumarvinnu. Framtakið er ekki nýtt af nálinni en í kjölfar kreppunnar þegar ljóst var að námsmenn færu á mis við almenn störf, sem þeim höfðu staðið til boða, ákvað Seltjarnarnesbær að venda sínu kvæði í kross og bjóða öllum nemum eftir áttunda bekk sumarstarf. Lesa meira

Allir framhaldsskólanemar fá frítt í sund og góða námsaðstöðu meðan á verkfalli stendur - 17.3.2014

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, hefur lagt áherslu á að bærinn komi til móts við framhaldsskólanemendur á Nesinu sem ekki komast í skólann vegna verkfalls kennara. Lesa meira

Upphaf fasteignafélag kaupir lóð á Hrólfsskálamel 1-7 - 17.3.2014

Byggja 34 litlar íbúðir á hagstæðu verði. Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að taka tilboði Upphafs fasteignafélags í byggingaréttinn að Hrólfsskálamel 1 til 7 á Seltjarnarnesi. Þar hyggst félagið byggja 34 litlar tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsi

Lesa meira

Lífsnautnafélagið Leifur styrkir Gróttu - 13.3.2014

Lífsnautnafélagið Leifur afhendir Írþóttafélaginu Gróttu gjöfFöstudaginn 7. mars afhenti Lífsnautnafélagið Leifur Íþróttafélaginu Gróttu alls 900.000 krónur sem renna munu til barna- og unglingastarfs íþróttafélagsins.  Lesa meira

Leiðrétting á frétt Morgunblaðsins - 11.3.2014

Vegna fréttar Morgunblaðsins í gær, mánudaginn 10. mars, um framlög Seltjarnarnessbæjar til málefna fatlaðra láðist að taka inn í reikninginn framlag bæjarins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málaflokksin Lesa meira

Tónstafir - Gamlir Fóstbræður - 11.3.2014

Gamlir fóstbræður, TónstafirSígildar, íslenskar dægurflugur munu hljóma á Bókasafni Seltjarnarness þegar Gamlir Fóstbræður ásamt tenórnum Þorgeiri Andréssyni halda þar tónleika næstkomandi fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00, en tónleikarnir eru liður í Tónstöfum, samstarfi Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. 

Lesa meira

Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum undirbúin - 7.3.2014

Íbúaþing um íþróttir og æskulýðsmál 2014Fjölmenni var á íþrótta- og tómstundaþingi sem fram fór í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi laugardaginn 1. mars og var gerður góður rómur að framtaki ÍTS um að standa að slíku samráði við bæjarbúa Lesa meira

Gróubúð á Grandagarði - 3.3.2014

Á 70 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Ársæls var opnuð ný og stærri björgunarmiðstöð á Grandagarði 1, sem fengið hefur heitið Gróubúð Lesa meira

Góð mæting á íbúafund - 3.3.2014

Íbúafundur 27. febrúar 2014

Mikil stemning og fjörugar umræður sköpuðust á  íbúafundi sem haldinn var fimmtudaginn 27. febrúar til að kynna verklýsingu fyrir deiliskipulag á Melshúsatúni, Hrólfsskálavör og Steinavör

Lesa meira

Verðmætt sveitarfélag - 3.3.2014

Samkvæmt fréttum Viðskiptablaðsins frá 27. febrúar hafa skatttekjur sveitarfélaga verið að aukast undanfarin misseri.  Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: