Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Það var hressilegur hópur barna sem heimsótti bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur, sl. miðvikudag og þáðu hjá henni mjókurkex.
Lesa meira

Handverks- og hönnunarsýning eldri borgara á Seltjarnarnesi verður opnuð á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 15 að Skólabraut 3-5, en þar getur að líta afrakstur vetrarstarfs þessa hugmyndaríka hóps
Lesa meira

Blaðamenn Morgunblaðsins eru einlægir aðdáendur álftarparsins á Bakkavör og eru jafnan fyrstir með fréttir af þessu sómapari, en þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í gær að ljósmyndari blaðsins sá til unga í fylgd með föður sínum skammt frá Svandísi, en hún liggur enn þá á
Lesa meira

Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, sleit Tónlistarskóla Seltjarnarness í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 21. maí fyrir fullu húsi. Þetta var í átjánda og síðasta sinn sem Gylfi slítur skólanum, þar sem hann mun láta af störfum eftir þetta skólaár, en hann hóf störf við skólann sem gítarkennari haustið 1983.
Lesa meira
Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna.
Lesa meira

Aðeins tvö alvarlega umferðarslys hafa orðið á Seltjarnarnesi á síðastliðnum átta árum. Þetta kom fram á opnum fundi í gær, miðvikudaginn 21. maí, þegar ný og heildstæð umferðaröryggisáætlun sem tekur til alls bæjarfélagsins var kynnt á opnum fundi í Íþróttahúsi Seltjarnarness.
Lesa meira

Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær, miðvikudaginn 21. maí, heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki
Lesa meira

Ný Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna hjá Seltjarnarnesbæ hefur nú litið dagsins ljós. Þar segir m.a. að í hverju sveitarfélagi sé mikilvægt að hafa fjölbreytt val í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum og að almenn þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu starfi hafi óumdeilt forvarnagildi.
Lesa meira

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í hádeginu í dag samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Nýtt deiliskipulag Lambastaðamýrar (Kolbeinsstaðamýrar) var kynnt á íbuafundi sem haldinn var í knattspyrnuhúsi íþróttavallarins við Suðurströnd þriðjudaginn 13. maí sl.
Lesa meira

Úrslit Skólahreysti fara fram í Laugardalshöll föstudagskvöldið 16. maí og verða að venju sýnd á RÚV í beinni útsendingu. Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og styðja sína skóla
Lesa meira
Eins og vera ber á þessum árstíma taka framkvæmdir í bæjarfélaginu mikinn kipp. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Hermannssyni sviðsstjóra umhverfissviðs bæjarins eru fjölmörg verkefni í gangi.
Lesa meira

Í gær hófust boranir eftir heitu vatni á nýju svæði á Seltjarnarnesi, en staðsetningin er á Bygggarðslandi, skammt frá hákarlaskúrnum norðan megin á Nesinu.
Lesa meira
Tónstöfum, samstarfsverkefni Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistarskóla Seltjarnarness lauk á þessum vetri með tónleikum lengra kominna píanónemenda Aðalheiðar Eggertsdóttur í byrjun maí.
Lesa meira

Það var kátt á hjalla í Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn 11. maí þegar hljómsveit Geirmunds Valtýssonar hélt þar fjölskylduball síðdegis
Lesa meira

Bókasafn Seltjarnarness, Grunnskóli Seltjarnarness og Tónlistarskóli Seltjarnarness hlutu jafréttisviðurkenningar Seltjarnarnesbæjar
Lesa meira
Bókasafn Seltjarnarness hefur farið í gegnum enskan bókakost sinn og safnað saman bókum í tvo kassa sem það mun afhenda grunnskóla Seltjarnarness sem sendir þær áfram til Malaví.
Lesa meira
Í dag, fimmtudaginn 8. maí kl. 16, mun Seltjarnarnesbær veita við hátíðlega athöfn jafnréttisviðurkenningu bæjarins en slík viðurkenning er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Lesa meira

Grunnskóla Seltjarnarness voru á dögunum afhentar 25 nýjar spjaldtölvur til viðbótar þeim sem afhentar voru síðastliðið haust til notkunar í tilraunaverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi.
Lesa meira
Steinunn Árnadóttir lét nýlega af störfum sem garðyrkjustjóri Seltjarnarness eftir um 22 ára feril.
Lesa meira
Myndin fangar hið glaðværa andrúmsloft sem ríkti á Gróttudeginum á frumlegan og skemmtilegan hátt.
Lesa meira
Um 800 manns sóttu Fjölskyldudaginn í Gróttu, sem haldinn var hátíðlegur í 13. sinn, fimmtudaginn 1. maí. Gestir nutu veðurblíðunnar og alls þess besta sem Gróttan og dagskráin höfðu upp á að bjóða.
Lesa meira
Verið er að leggja lokahönd á ráðningu sumarstarfsfólks á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er Seltjarnarnesbær eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem býður öllum námsmönnum, sem lokið hafa 8. bekk og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi, sumarvinnu.
Lesa meira
Kári Húnfjörð Einarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2014.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista