Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Á annað hundrað manns tóku þátt í hinni árvissu Jónsmessugöngu á Seltjarnarnesi sem fram fór þriðjudaginn 24. júní.
Lesa meira
Í dag, á Jónsmessu 24. júní, afhenti Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra fyrsta eintakið af veglegu 40 ára afmælisriti Seltjarnarnesbæjar. Í blaðinu er litið yfir farinn veg en auk þess er svipmynd brugðið á málefni líðandi stundar í samfélaginu.
Lesa meira
Á dögunum fékk Leikskóli Seltjarnarness afhentan SMT (School Management Training) fánann sem viðurkenningu fyrir áralangt starf með börnum í SMT skólafærni.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi fór afskaplega vel fram þó óneitanlega hafi veðrið sett strik í reikninginn. Frá því að fyrsta dagskráratriðið á sviðinu hófst upp úr kl. 13 byrjaði að rigna og rigndi linnulaust fram á kvöld.
Lesa meira
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 18. júní klukkan tólf.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setti fundinn sem starfsaldursforseti og stýrði fundi þar til
Guðmundur Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Lesa meira

Í gær, miðvikudag 18. júní, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi fór afskaplega vel fram þó óneitanlega hafi veðrið sett strik í reikninginn. Frá því að fyrsta dagskráratriðið á sviðinu hófst upp úr kl. 13 byrjaði að rigna og rigndi linnulaust fram á kvöld.
Lesa meira
Í dag, miðvikudag 18. júní kl. 13:15, munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar taka fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Þar sem Seltjarnarnesbær fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli á þessu ári verða 17. júní hátíðarhöldin í bænum enn veglegri en undanfarin ár. Hátíðin fer fram annað árið í röð í Bakkagarði við Suðurströnd og verður dagskráin haldin bæði að degi og kvöldi til.
Lesa meira
Guðjón Steinar Þorláksson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2014.
Lesa meira

Laugardaginn 31. maí afhenti Erna Kristinsdóttir og fjölskylda hennar Seltjarnarnesbæ og íbúum hans nestisborð að gjöf til að setja upp í bænum.
Lesa meira

Í morgun kynnti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla Hitaveitu Seltjarnarness. Borholurnar við Snoppu og Bygggarða voru skoðaðar og þaðan lá leið að hitaveitustöðinni að Lindarbraut þar sem boðið var upp á veitingar.
Lesa meira

Nemendur Mýrarhúsaskóla hafa sett niður trjáplöntur og dreift lífrænum áburði á örfoka landsvæði á Bolaöldu frá árinu 2005. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eða GFF. Verkefnið kallast LAND-NÁM og er hluti af útiskóla sem samtökin starfrækja í samvinnu við grunn og framhaldsskóla.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista