Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sérriti um Seltjarnarnes dreift um allt land - 29.12.2014

ForsíðaÍ dag fór í dreifingu um allt land sérrit um Seltjarnarnes. Ritinu er ætlað að kynna sterka innviði bæjarfélagsins og kosti þess að búa þar

Lesa meira

Kjarabót fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar  - 24.12.2014

Á síðasta fundi bæjarráðs í desember var samþykkt að fastráðnum starfsmönnum bæjarins yrði gefinn kostur á að gera samgöngusamning við bæjarfélagið. Að auki var samþykkt að þeim stæði til boða aðgangur í Sundlaug Seltjarnarness og bókasafnskort í Bókasafn Seltjarnarness þeim að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Mæðrastyrksnefnd fær gjöf frá Seltjarnarnesbæ - 19.12.2014

Seltjarnarnesbær færði Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gjöf að upphæð 200.000 kr. í gær, miðvikudaginn 17. desember. Lesa meira

Byggingarframkvæmdir á Hrólfsskálamel - 18.12.2014

Undirbúningur byggingarframkvæmda er nú hafinn vegna íbúðablokkar sem rísa mun á Hrólfsskálamel, samsíða Nesvegi. Lesa meira

Nýr forseti bæjarstjórnar - 17.12.2014

Ásgerður Halldórsdóttir og Guðmundur MagnússonÞann 11. desember síðastliðinn afhenti Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar beiðni um lausn frá störfum þar sem hann hefur misst kjörgengi vegna flutninga á lögheimili. Lesa meira

Tónlistarnemum bættur upp kennslutími - 11.12.2014

Á fundi bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar í morgun var samþykkt tillaga frá stjórnendum Tónlistarskóla Seltjarnarness um að bæta tónlistarnemum í skólanum upp þá kennslu sem þeir urðu af vegna verkfalls félagsmanna FT í október og nóvembermánuði sl. Lesa meira

Ásgerður bæjarstjóri klæðiðst jólapeysunni - 9.12.2014

Ásgerður Halldórsdóttir með leikskólabörnumLeikskóli Seltjarnarness er einn sex leikskóla landsins sem hefur verið valinn sem frumkvöðlaleikskóli til þess að nota forvarnarverkefnið Vináttu frá Barnaheill í vetur. Lesa meira

Seltjarnarnes lagði Akranes í Útsvari - 8.12.2014

Stefán Eiríksson, Saga Ómarsdóttir og Karla Pétur JónssonSeltjarnarnes lagði Akranes í Útsvari síðastliðið föstudagskvöld með 68 stigum gegn 59 stigum. Lesa meira

Skattar á íbúa lækka og tómstundastyrkir hækka - 4.12.2014

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015 og 3ja ára áætlun var samþykkt í gær
Helstu tíðindi úr áætluninni er að fasteignaskattar lækka um 5% og tómstundastyrkir  verða hækkaðir um 65%
Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna - 4.12.2014

Davíð Ingi Másson og Lóvísa SchevingBókaverðlaun barnanna voru afhent 2. desember í Bókasafni Seltjarnarness en vinningshafarnir voru Davíð Ingi Másson og Lovísa Scheving. Lesa meira

Leikskóli Seltjarnarness hýtur Grænfánann í sjötta sinn - 3.12.2014

Við mótttöku Grænfána Baldur Pálsson, Anna HarðardóttirAfar fáheyrt er að leikskólar á Íslandi hljóti Grænfánann sex sinnum í röð en slík var raunin með Leikskólann á Seltjarnarnesi í dag. Átta ár eru síðan skólinn fékk Grænfánann í fyrsta sinn, en til að viðhalda fánanum þarf skólinn að endurskoða og bæta stöðugt markmið sín í umhverfisverndarmálum. Lesa meira

Bráðgerir nemendur - 3.12.2014

Svala Baldursdóttir og Helga Kristín GunnarsdóttirÁ dögunum fór fram vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þangað var boðið fulltrúum foreldra, kennara, skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu til samræðu og skoðanaskipta Lesa meira

10. bekkur Valhúsaskóla sýnir Aladdín 4. desember til styrktar Félagi nýrnasjúkra - 2.12.2014

Leiksýningin Aladdín

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum við uppsetningu leikritsins Aladdín undir leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur. Leikritið fram frumsýnt á 1. des skemmtun árgangsins við góðar undirtektir

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: