Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Í tilkynningu frá Gísla Hermannssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs Seltjarnarness kemur fram að nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Snoppu og hafnargarðinum við Smábátahöfnina.
Lesa meira
Áramótabrenna Seltirninga verður haldin á Valhúsahæð og hefst kl. 20:30 með söng og harmonikkuleik.
Lesa meira

Í gær, 21. desember, undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Teitur Ingi Valmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi
Lesa meira
PwC hefur framkvæmt Jafnlaunaúttekt á launagögnum hjá Seltjarnarnesbæ fyrir launatímabilið febrúar 2016 og var niðurstaðan eftirfarandi: Grunnvinnulaun kvenna voru 2,7% hærri en grunnlaun karla og heildarlaun kvenna voru 0,9% hærri en heildarlaun karla.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg ætla að standa saman að stækkun íþróttaaðstöðu Gróttu á Seltjarnarnesi til að bæta aðstöðu til fimleikaiðkunar.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness vill benda íbúum á nýja löggjöf um heimagistingu sem tekur gildi 1. janúar 2017. Í henni kemur fram að einstaklingum verður heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess þurfa að sækja um rekstrarleyfi.
Lesa meira
Af gefnu tilefni vill bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, fyrir hönd bæjarstjórnar, koma því góðfúslega á framfæri að ekki hefur verið tekin afstaða til hugmynda Kanon arkitekta, sem unnu hugmyndasamkeppni um hönnun á nýjum miðbæjarkjarna á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillaga SSH um aðild að undirbúningi við innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði samþykkt
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 23. nóvember. Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu við bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista í bæjarstjórn Seltjarnarness.
Lesa meira
Að gefnu tilefni vill Seltjarnarnesbær koma því á framfæri að bæjarfélagið á 15 félagslegar leiguíbúðir sem leigðar eru fólki með bágan fjárhag og erfiðar félagslegar aðstæður.
Lesa meira

Í næstu viku hefur verið skipulögð fjölbreytt menningardagskrá í Bókasafni Seltjarnarness. Af ýmsu eru að taka og ættu allir að finna þar eitthvað hafa við sitt hæfi
Lesa meira

Í dag sendi bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, áskorun til kollega sinna, þá Haraldar Líndal Haraldssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ um að leggja landsliðsfólki í hópfimleikum lið og taka þátt í átaki þeirra Vertu mEMm
Lesa meira

Í kvöld verður slökkt á götulýsingu á Seltjarnarnesi svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt.
Lesa meira

Íbúar á Seltjarnarnesi hafa aukið plastsöfnun til muna það sem af er ári. Bæði hefur safnast meira í grenndargám við Eiðistorg, miðað við síðasta ár, og hluti íbúa nýtir sér sérstaka plastpoka fyrir plastumbúðir sem mega fara í heimilistunnuna.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Valhúsahæðar og grannsvæða, skv. 41. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Einnig er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar vegna Suðurmýrar 10, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2016 voru veittar fimmtudaginn 11. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira
Í dag, fimmtudaginn 1. september, var undirritaður nýr rekstrarsamingur Seltjarnarnesbæjar við Íþróttafélagið Gróttu sem mun gilda til reynslu út árið 2018
Lesa meira
Bæjarráð Seltjarnarness samþykkti fyrir nokkru að skipta út kurli á öllum sparkvöllum bæjarins. Ráðist var í framkvæmdina þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að sýna fram á það með óyggjandi hætti að gúmmíefnið hafi verið skaðlegt
Lesa meira

Gleðin var við völd á Seltjarnarnesi um síðustu helgi þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram. Þetta var í þriðja sinn sem hún var haldin en hátíðin í ár var sú umfangsmesta og fjölbreytt dagskrá á boðstólnum
Lesa meira
Trönurnar við Snoppu hafa löngum þótt eitt af merkari kennileitum bæjarins og verður fengur af því að fá þær aftur á sinn stað en í gær var hafist handa við að endurreisa þær.
Lesa meira
Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 25. – 28. ágúst nk. Hvetjum Seltirninga til að taka daginn frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit
Lesa meira
Landhelgisgæslu barst á níunda tímanum tilkynning um að fallhlífarstökkvari hefði hugsanlega farið í sjóinn og hófst þá víðtæk leit með bátum og þyrlu.
Lesa meira
ÚTBOÐ. Um er að ræða nýtt 40 íbúa hjúkrunarheimili á einni hæð að Safnatröð 2 á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Ný jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ hefur verið samþykkt af bæjarstjórn og skilað til innanríkisráðuneytisins eins og lög gera ráð fyrir
Lesa meira
Seltjarnarnes hefur nú endurnýjað þrjá gervigrasvelli í sumar. Aðalvöll knattspyrnudeildar við Suðurströnd og tvo KSÍ sparvelli.
Lesa meira

ÍTS samþykkt fyrir nokkru að bærinn myndi endurnýja allar gólfdýnur í fimleikasalnum. Þetta hefur mikla þýðingu
fyrir alla aðstöðu deildarinnar og er mikið öryggi fyrir börnin.
Lesa meira
Um fimmtíu börn frá 12 mismunandi löndum taka nú þátt í alþjóðlegum sumarbúðum í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi dagana 24 júní til 21. júlí.
Lesa meira
Nýlega voru settir upp nýir grenndargámar á planið hjá Orkunni við Eiðistorg þar sem hægt er að flokka til endurvinnslu.
Lesa meira
Krían er langalgengasti varpfuglinn á Seltjarnarnesi og geta hreiðrin skipt þúsundum í góðum árum.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur ráðið starfsfólk í sumar til að safna og halda utan um sögulegar ljósmyndir sem kunna að leynast í fórum bæjarbúa
Lesa meira
Mikil spenna ríkir á Íslandsmótinu í skák sem fram fer í Tónlistarskóla Seltjarnarnes og stendur til 11. júní
Lesa meira

Fyrsta vika tilraunaverkefnis um plastsöfnun á Seltjarnarnesi er nú liðin og fer verkefnið vel af stað. Fimm sorphirðubílar komu á tímabilinu og innihéldu þeir samanlagt 115 poka með 155 kg af plastumbúðum.
Lesa meira
Í dag, fimmtudaginn 2. júní kl. 17, verður yfirgripsmikil sýning á náttúrumálverkum listmálarans Árna Rúnars Sverrissonar opnuð í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi. Á morgun, föstudaginn 3. júní, verða tvær sýningaopnanir vestar á Nesinu, nánar tiltekið samsýning átta kvenna í Nesstofu kl. 18 og gjörningur og hönnunarsýning Hildar Yeoman í Lækningaminjasafninu kl. 20. Aðgangur er ókeypis á allar sýningarnar.
Lesa meira
Föstudaginn 27. maí 2016 var haldið sérstakt málþing um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í Listasafni Reykjavíkur.
Lesa meira

Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 1. júní, stendur til á næstu mánuðum að endurmæla og –reikna alla punkta í grunnstöðvaneti landmælinga á Íslandi.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær, í samstarfi við Skáksamband Íslands, gerir skáklistinni hátt undir höfði næsta á næsta skólaári. Ákveðið hefur verið að bjóða grunnskólabörnum á Seltjarnarnesi upp á skákkennslu sem fer fram innan skólans en utan skólatíma.
Lesa meira

Neshlaup TKS 2016 var haldið laugardaginn 7. maí sl.
Um 300 einstaklingar mættu til leiks núna eða 108 í 3,25km, 74 í 7,5km og 85 í 15km.
Lesa meira
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu varð heimsmeistari 19. maí. sl. í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku.
Lesa meira
Mánudaginn 23. maí hefjast framkvæmdir á Vivaldi vellinum, en skipt verður um gervigras á bæði æfinga- og keppnisvellinum.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær óskar Gróttustúlkum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn
Lesa meira
Í dag, fimmtudaginn 12. maí, fékk starfsfólk á bæjarskrifstofu Seltjarnarness afhenta fyrstu plastpokana fyrir endurvinnanlegar plastumbúðir. Pokarnir, sem eru úr 100% endurunnu plasti, munu vera bornir á hvert heimili á Seltjarnarnesi, ásamt kynningarefni um tilraunaverkefni sem SORPA og Seltjarnarnes standa saman að
Lesa meira

Í Viku bókarinnar sem haldin var hátíðleg þann 27. apríl síðastliðinn veittu Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness verðlaun fyrir þátttöku í Bókaverðlaunum barnanna. Þau sem fengu verðlaun að þessu sinni voru þau Kári Haraldsson og Viktoría Rán Hallvarðsdóttir sem bæði eru nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness.
Lesa meira

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins sást til fyrstu kríanna um helgina á Seltjarnarnesi en þar segir:
Á bilinu 100-200 kríur höfðu gert sig heimakomnar á og við Bakkatjörn sem er vel þekkt fyrir iðandi fuglalíf og var friðuð árið 2000.
Lesa meira

Á dögunum kynnti Jón Sigfússon framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar niðurstöður sínar á rannsókn um lýðheilsu nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarnesi sem gerð var í mars 2016.
Lesa meira
Haldinn var íbúafundur laugardaginn 16. apríl 2016 í Félagsheimilinu. Stóð fundurinn frá klukkan 10-13
Lesa meira

Ólafur Gunnar Sæmundsson næringafræðingur er Seltirningum að góðu kunnur fyrir einstakar fugla- og náttúrljósmyndar af Nesinu. Nú hefur ein af ljósmyndum hans ratað á 200 höfuðstrokka eða buff sem öll leikskólabörn á Nesinu fengu nýlega að gjöf frá foreldrafélaginu
Lesa meira

Íslandsmeistarar Gróttu tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í gær eftir að hafa lagt Fram í þriðja sinn í undanúrslitum
Lesa meira
Fanney Hauksdóttir hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í bekkpressu, sem fer fram í Danmörku. Fanney vann til silfurverðlauna, og setti auk þess Norðurlandamet, í -63 kg opnum aldursflokki.
Lesa meira
Við reglubundið hraðaeftirlit lögreglunnar kom í ljós að flest ökutæki sem mæld voru óku um eða innan við leyfilegan hámarkshraða
Lesa meira

Eflaust eiga vegfarendur á Seltjarnarnesi eftir að reka upp stór augu upp úr hádegi þegar ógnarlangur dreki mun liðast í fylgd eigenda sinna frá Leikskóla Seltjarnarness út á Eiðistorg.
Lesa meira

Um eitt hundrað manns mættu til íbúaþings sem bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar boðaði til í Félagsheimili Seltjarnarness síðastliðinn laugardag í tengslum við deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæðinu.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur látið hanna tvöföldun á hjólastígum hringinn í kringum Nesið.
Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi verður haldin hátíðleg 20.-27. apríl og er stefnt að því að hún verði árviss viðburður. Hátíðin er haldin á sama tíma á Nesinu og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
tærðfræðikeppni grunnskólanemenda var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík þann 8. mars síðast liðinn í fimmtánda sinn.
Lesa meira
Ársreikningur 2015 sýnir að fjárhagsstaða bæjarins er traust og endurspeglar áfram þann stöðugleika sem einkennt hefur rekstur bæjarins á liðnum árum.
Lesa meira
Mikil og fjölbreytt menningardagskrá er framundan hjá Bókasafni Seltjarnarness næstu dagana. Verið hjartanlega velkomin
Lesa meira
Fyrr í dag var undirritaður á Höfuðborgarstofu samstarfssamningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem snýr að markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins undir einu vörumerki.
Lesa meira
Búið er að skipta út öllum gönguljósahnöppum á Seltjarnarnesi og hafa nýir kassar verið settir upp. Þeir eru núna allir með hljóðmerki til að auðvelda sjónskertum að fara yfir göturnar og staðsetja sig í umhverfinu.
Lesa meira

Bæði atriði Tónlistarskóla Seltjarnarness, sem tóku þátt í Nótunni, komust í úrslitakeppni og eru á leiðinni í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 10. apríl þar sem sigurvegari Nótunnar verður krýndur
Lesa meira
Vegna fréttar, sem birtist í Fréttatímanum þann 4. mars síðastliðinn og um fyrirhugaðan flutning heimilisfestis einhverfs manns frá Seltjarnarnesi, vill bærinn taka eftirfarandi fram:
Lesa meira
Nú er í undirbúningi að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga og verður völlurinn allur endurnýjaður við sama tækifæri.
Lesa meira

Ólína E. Thoroddsen hefur verið ráðinn skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness frá 1. júní 2016.
Lesa meira

Öldungaráð Seltjarnarness setti sinn fyrsta fund í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness í gær, fimmtudaginn 3. mars að viðstöddum bæjarstjóra Ásgerði Halldórsdóttur og félagsmálastjóra Snorra Aðalsteinssyni.
Lesa meira

Í síðustu viku buðu nokkur börn á Leikskóla Seltjarnarness bæjarstjóranum Ásgerði Halldórsdóttur og fræðslustjóra Baldri Pálssyni að slást í för með þeim til að veiða köngulær.
Lesa meira

Í gær, þriðjudaginn 16. febrúar, tók bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, á móti sendinefnd frá Brussel sem var hingað komin á vegum utanríkisráðuneytisins
Lesa meira
Í næstu viku bjóða Bókasafn Seltjarnarness og Gallerí Grótta til menningarveislu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi. Suðurmýri 36-38, Eiðistmýri 17-19 (Stóri-Ás og Litli-Ás).
Lesa meira
Í samræmi við.41 - 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að nýju á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.. Vestursvæði að Lindarbraut
Lesa meira
Safnanótt á Seltjarnarnesi verður haldin hátíðleg í kvöld, föstudag frá kl. 19-24, en dagskrána má finna á seltjarnarnes.is/bokasafn.
Í næstu viku bjóða Bókasafn Seltjarnarness og Gallerí Grótta til menningarveislu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Það voru nemendur Grunnskóla Seltjarnarness sem fengu þann heiður að ræsa Lífshlaupið 2016. Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í níunda sinn í gær og að þess sinni var hátíðin í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.
Lesa meira

Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 2. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 23. skiptið en það var fyrst haldið 1993.
Lesa meira

Þriðjudaginn 26. janúar var skrifað undir þjónustusamning milli Blindrafélagsins og Seltjarnarnesbæjar um að Blindrafélagið, taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir Seltirninga
Lesa meira
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ er nú flutt tilbaka á Suðurströnd 12 eftir að hafa verið starfrækt í rúmlega eitt ár á Landakoti á meðan gagngerar endurbætur fóru fram á húsnæði stöðvarinnar.
Lesa meira
búafundur var haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2016 kl 17:30 í hátíðarsal Gróttu, Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd um drög að nýju deilsikipulagiskipulagi fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.
Lesa meira

Nýlega kom út metnaðarfullt tímarit Leikskóla Seltjarnarness í rafrænni útgáfu.
Lesa meira

Urtagarðurinn í Nesi er nú að hefja sitt sjöunda starfsár. Í garðinum eru til sýnis jurtir sem talið er að hafi verið ræktaðar í Nesi til nytja eða lækninga á árunum 1760 – 1834 eða nýttar af alþýðu manna til lækninga á sama tíma.
Lesa meira
Elsa Nielsen grafískur hönnuður og myndlistarmaður var í dag útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness. Hún er tuttugasti Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina.
Lesa meira
Á Seltjarnarnesi eru 96% íbúa ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu, samkvæmt árlegri þjónustukönnun sem Gallup gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn fær hæstu einkunnina meðal sveitarfélaganna, sem gefin er, þ.e. 4,2 af 5 mögulegum.
Lesa meira
Annað hvert ár eru varpfuglar og annað fuglalíf á Seltjarnarnesi skoðað að frumkvæði umhverfisnefndar. Það er hluti af vöktunardagskrá, sem staðið hefur frá aldamótum, en upplýsingar ná þó lengra aftur.
Lesa meira

Fasteignaviðskipti hafa stóraukist á liðnu ári en í fyrra voru þau um sextán prósentum fleiri en verið hefur að jafnaði síðustu þrettán ár.
Lesa meira
Á 34. fundi Skipulags og umferðanefndar hinn 25. nóvember 2015 var samþykkt að grenndarkynna skuli erindi um deiliskipulagsbreytingu sýnda á meðfylgjandi uppdrætti í Vestur-hverfi á Seltjarnarnesi þar sem skilmálum fyrir lóð með tvíbýlishúsi verði breytt svo að þar megi byggja 4 íbúðir í fjölbýlishúsi á óbreyttum byggingarreit en með tilheyrandi bílastæðum á lóðinni Miðbraut 28
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista