Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld, 31.desember og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20.30. Að auki verður fjöldasöngur og flugeldasýning.
Lesa meira
Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi sem stendur til 6. janúar 2019 og eru íbúar hvattir til að taka þátt.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Það er gaman að segja frá því að fyrir skömmu varð Seltjarnarnesbær formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Framkvæmdir við íþróttamiðstöð ganga vel og eru á áætlun.
Lesa meira
Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í ár fjórar umhverfisviðurkenningar þ.e. fyrir garð, tré og götu ársins sem og fyrir endurbætur á eldra húsnæði. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar fimmtudaginn 18. október sl.
Lesa meira
„Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar telur réttast að ríkið semji áfram við Hjálpræðisherinn um rekstur vistheimilisins Bjargs eða annan aðila með sérþekkingu á geðheilbrigðisþjónustu.“ Þetta kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra sem lagt var fram á fundi bæjarráðs þann 15. október síðastliðinn.
Lesa meira
Föstudaginn 19. október sl. undirrituðu Seltjarnarnesbær, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. undir samning um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Settur hefur verið upp rauntímateljari við göngu- og hjólastígana á Norðurströndinni til móts við bensínstöðina og er um að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Til upplýsinga þá hefur nú verið gefin út ný og uppfærð umferðaröryggisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ fyrir árin 2018-2022.
Lesa meira
Samkvæmt reglugerð nr. 1000/2005 ber Seltjarnarnesbæ að auglýsa aðgerðaráætlun gegn hávaða og kynna hana með almennum hætti í sveitarfélaginu. Reglugerðin byggir á tilskipun 2002/49/EB um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu
Lesa meira
Þar sem að Gróttuviti er opinn og gestum býðst að fara upp í hann auk þess sem boðið er upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá og vöfflukaffi. Allir velkomnir! Fjölskyldudagur í Gróttu er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness sem stendur nú yfir.
Lesa meira
Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús sín og umhverfi - GULUR, RAUÐUR, GRÆNN & BLÁR auk þess sem boðið er upp á viðamikla fjölskyldudagskrá fyrir alla bæjarbúa um helgina og eru íbúar hvattir til að taka þátt og hafa gaman saman!
Lesa meira
Til að tryggja öryggi barna og annarra vegfarenda á framkvæmdatíma íþróttamiðstöðvarinnar er gönguleið nemenda skólans er afmörkuð um göngustíg sem liggur um lóðirnar Hrólfsskálamel 2-8 og 10-18 (merkt með gulu á myndinni)
Lesa meira
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að nýtt „sleppistæði” við Mýrarhúsaskóla er eingöngu í þeim tilgangi að hleypa nemendum út úr bílum, þegar þeim er ekið til skóla. Hér er ekki um bílastæði að ræða.
Lesa meira
Enga innkaupalista er að sjá á heimasíðu Grunnskóla Seltjarnarness í haust þar sem nemendum verða nú lögð til námsgögn foreldrum að kostnaðarlausu samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar sl. vor.
Lesa meira

Í íbúakosningunni NESIÐ OKKAR hlaut Vallarbrautarróló m.a. fjármagn til endurbóta eða 2 milljónir króna. Eftir ítarlega skoðun varð það að niðurstöðu framkvæmdahóps að kaupa svokallaðan Ærslabelg
Lesa meira
Börnum á leikskólaaldri fjölgar á Seltjarnarnesi og taka tvær nýjar deildir til starfa við Leikskóla Seltjarnarness í haust. Enn vantar nokkuð af starfsfólki þrátt fyrir fjölda auglýsinga. Hvetjum íbúa til að hvetja áhugasama að sækja um!
Lesa meira
Þessa dagana eru starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar að líma nýja tunnumiða frá Sorpu á allar sorptunnur bæjarins (Orkutunnur og Blátunnur) en miðarnir sýna nákvæmlega hvernig hægt er að flokka í tunnurnar og hvað má ekki fara í þær.
Lesa meira
Opnunartími er: Fimmtudaga kl.17-21 og laugardaga og sunnudaga kl.13-17. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir enda gott tækifæri til að sjá bæði sýninguna og Nesstofu á sama tíma!
Lesa meira
Bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir í Jónsmessuhátíðina þar sem boðið verður upp á skemmtilega göngu með fróðleik í hverju stoppi. Safnast verður saman við Hákarlaskúrinn milli kl. 19.30 og 20.00. Sjá nákvæma dagskrá í fréttinni.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær býður til skrúðgöngu og fjölskylduhátíðar í Bakkagarði á þjóðhátíðardegi Íslendinga sunnudaginn 17. júní. Fjölbreytt dagskrá og frítt í öll leiktæki. Allir velkomnir!
Lesa meira
Vekjum athygli íbúa á því að straumrof verður í Mýrinni þriðjudaginn 5. júní milli kl. 9-12 vegna framkvæmda sem Veitur standa fyrir. Meðfylgjandi mynd sýnir hvar straumleysi verður. Umferðarljós munu einnig detta út á þessum tíma.
Lesa meira
Á kjörskrá voru 3.403. Atkvæði greiddu 2.560. Kjörsókn 75%
Lesa meira
Kjörsóknin var 75% en á kjörskrá voru 3.403 og 2.560 manns greiddu atkvæði. Atkvæði féllu þannig að D listi fékk 1.151 atkvæði, F listi 264 atkvæði, N lisi 380 átkvæði og S listi 693 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 72. Eftirtaldir aðilar hlutu kosningu:
Lesa meira
Kjörfundur verður haldinn í Valhúsaskóla við Skólabraut. Hefst hann kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00
Lesa meira
Sundlaug Seltjarnarness var á dögunum valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2018 í flokknum Stofnun ársins borg og bær 2018 í könnun sem að Gallup lét gera fyrir starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á meðal aðildarfélaga sinna.
Lesa meira
Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar hefur verið endurskoðuð og tók ný útgáfa hennar gildi þann 9. maí sl. Sjá skýrsluna í heild sinni.
Lesa meira
Þriðjudaginn 15. maí kl. 17.30 verður haldinn fyrirlestur á Bókasafni Seltjarnarness á vegum Umhverfisnefndar um nýútkomna skýrslu "Gróður á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og aðliggjandi svæðum" Allir velkomnir!
Lesa meira
Seltjarnarnes er á meðal þeirra sveitarfélaga sem koma best út þegar fjárhagsstaða er borin saman samkvæmt nýrri greiningu Samtaka atvinnulífsins á fjárhagsstöðu 12 stærstu sveitarfélaganna og Morgunblaðið birtir meðfylgjandi frétt þar um: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/05/09/reksturinn_betri_vid_laegri_skattheimtu/
Lesa meira
Fjórir framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi þann 26. mai 2018. Listarnir eru: D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Fyrir Nesið, N-listi Viðreisn-Neslisti, S-listi Samfylkingin. Sjá nöfn:
Lesa meira

Góðir gestir komu í heimsókn úr Tónlistarskólanum og héldu tónleika á bæjarskrifstofunni í tilefni af síðasta vetrardegi.
Lesa meira
Dagana 3.-6. maí verða Heilsudagar á Seltjarnarnesi á vegum ÍTS og aðildarfélaga tengdum heilsu og hreyfingu á Seltjarnarnesi. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í fjölbreyttri og spennandi dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir velkomnir og frítt inn á alla viðburði*
Lesa meira
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri harmar mjög að viðkvæmar upplýsingar hafi orðið aðgengilegar á vefsvæði Opins bókhalds Seltjarnarnesbæjar en þakkar um leið fyrir ábendinguna sem varpaði ljósi á kerfisgallann. Vefsvæðinu var þegar í stað lokað og forgangsverkefni að rannsaka málið. Meðfylgjandi er tilkynning frá KPMG:
Lesa meira
Þá hefur verið talið upp úr kjörkössunum og niðurstöður kosninganna komnar á hreint. 7 verkefni hlutu brautargengi í íbúakosningunni og verða þau nú útfærð formlega á vegum starfsmanna Seltjarnarnesbæjar og svo hrint í framkvæmt um leið og hægt er í sumar
Lesa meira
Ásgerður bæjarstjóri og Bjarni Torfi formaður skipulagsnefndar hittu í dag forsvarsfólk Stefnis hf. en sjóður í rekstri Stefnis keypti Landey ehf. þann 24. apríl sl. og hyggst fara í uppbyggingu á íbúðabyggð á Bygggarðasvæðinu.
Lesa meira
Aðalfundir Íþróttafélagsins Gróttu voru haldnir 18. apríl sl. og þar fóru formenn deilda yfir liðið starfsár.
Lesa meira

Eigendur að Bygggörðum 2-12 og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri bæjarins tóku sig saman og hreinsuðu svæðið í kringum húsin á Bygggörðum í liðinni viku
Lesa meira
Handverk og hönnun opnaði fyrstu sýningu sína í nýju húsnæði þeirra á Eiðistorgi, 18. apríl sl. Þar sýnir Embla Sigurgeirsdóttir keramikhönnuður ný verk sem hún kallar ÞOLMÖRK. Sýningin mun standa til 28. maí
Lesa meira
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017, sem lagður var fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 11. apríl 2018, lýsir mjög sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Lesa meira
Gerður hefur verið verksamningur við fyrirtækið Á. Óskarsson ehf. um endurnýjun á íþróttagólfi í handboltasal íþróttamiðstöðvarinnar.
Lesa meira

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur tóku föstudaginn 23. mars fyrstu skóflustunguna að stærri og endurbættri íþróttamiðstöð á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn við kaup á hinu sögufræga húsi Ráðagerði sem byggt var á árunum 1880-1885 og hefur verið í einkaeign í mörg ár.
Lesa meira
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs frá 23. mars 2017 hefur stýrihópur starfað við stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á þjónustusvæði Seltjarnarnesbæjar og hefur hópurinn nú lagt fram drög sem óskað er eftir að fólk kynni sér og sendi inn ábendingar eftir þörfum.
Lesa meira
Gerð hefur verið breyting á opnunartíma Sundlaugar Seltjarnarness sem nú er opin lengur en breytingin tók gildi þann 1. mars sl. Nýr opnunartími er frá kl. 06:30 - 22:00 á virkum dögum og frá kl. 08:00 - 19:30 um helgar.
Lesa meira
Frá og með deginum í dag 1. mars einfaldast plastflokkun til muna á Seltjarnarnesi því þá mega íbúar setja allt hreint plast saman í plastpoka að eigin vali, hnýta fyrir og henda pokanum beint út í almennu sorptunnuna.
Lesa meira
Í dag opnaði hugmyndasöfnunin NESIÐ OKKAR sem er nýtt samráðsverkefni íbúa og bæjarins sem skiptist í þrjá hluta; hugmyndasöfnun, íbúakosningu og framkvæmd.
Sendu inn þína hugmynd - það er einfalt!
Lesa meira
Niðurrif á íþróttamiðstöðinni gengur mjög vel eins og margir hafa vafalaust tekið eftir enda afar stórvirkar og öflugar vinnuvélar notaðar í verkefnið.
Lesa meira
.jpg)
Nú stendur yfir kjördæmavika og þingmenn Suðvesturkjördæmis komu í heimsókn til okkar á Nesið þar sem málin voru rædd við bæjarfulltrúa
Lesa meira
Við útnefningu íþróttamanns og konu Seltjarnarness nú í janúar var úthlutað í fyrsta sinn úr Afreksmannasjóði Seltjarnarness
Lesa meira
Opið hús verður í Tónlistarskóla Seltjarnarness á degi tónlistarskólanna sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 11. febrúar frá kl. 14:00 – 16:00.
Lesa meira
Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 25. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meira
Friðrik Karlsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 19. janúar sl.
Lesa meira
Seltjarnarnes sigraði Vestmannaeyjar í Útsvari á föstudagskvöldið og er því áfram í keppninni á milli sveitarfélaga landsins. Sendum hamingjuóskir til þeirra Karls Péturs, Sögu og Stefáns sem skipa lið Seltjarnarness og Seltirningar munu fylgjast spenntir með í næstu umferð.
Lesa meira
Nú fyrr í janúar lauk Þorsteinn Sæmundsson 21 árs gamall Seltirningur framhaldsprófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Seltjarnarness og er hann sjötti nemandinn í sögu skólans sem nær þeim áfanga. Seltjarnarnesbær sendir hamingjuóskir til Þorsteins og allra í Tónlistarskólanum í tilefni þessa merka áfanga.
Lesa meira
Undirritaður var verksamningur milli Munck og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins þann 16. janúar síðasliðinn. Auk íþróttasalar fyrir fimleika verður byggð búningsaðstaða, þreksalur, áhaldageymsla, betrumbætt anddyri og fleira sem tengist íþróttaiðkun.
Lesa meira
Í ljósi þeirrar mengunar sem greinst hefur í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum vilja forsvarsmenn Seltjarnarnesbæjar upplýsa íbúa sína ennfrekar um framvindu málsins og aðgerðir af hálfu bæjarins.
Lesa meira
Mælt er með því að viðkvæmir sjóði vatn á Seltjarnarnesi
-
16.1.2018
Heilbrigðiseftirlit Kjósarhrepps mælir með því að neysluvatn verði soðið fyrir viðkvæma í þeim hverfum þar sem jarðvegsgerlar hafa fundist í auknu mæli í neysluvatni þ.m.t. á Seltjarnarnesi. Ekki er þó talin hætta á ferð og óhætt er að drekka vatnið ósoðið. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu sem birt hefur verið á vef RÚV og mbl.is. í kvöld.
Bókhald Seltjarnarnesbæjar var opnað í dag mánudag með aðgengilegri veflausn á heimasíðu bæjarins. Það þýðir að íbúar geta nú skoðað hvernig sköttunum er helst skipt upp og ráðstafað, hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra.
Lesa meira
Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir unga fólkið okkar á Seltjarnarnesinu og foreldrar hvattir til að vekja athygli þeirra á verkefninu og skoða ítarlegar upplýsingar sem eru í boði.
Lesa meira
Frá 1. janúar n.k. breytast reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Tekjumörk breytast þannig að þau verða samræmd tekjumörkum almennra húsnæðisbóta. Það er hækkun á neðri tekjumörkum um tæplega 9%
Lesa meira
Nýverið var valdi íþróttafélagið Grótta íþróttamenn ársins 2017 við hátíðlega athöfn. Lovísa Thompson handknattleikskonan öfluga var valin íþróttamaður Gróttu og Sóley Guðmundsdóttir 14 ára fimleikakona var valin íþróttamaður æskunnar.
Lesa meira
Skilyrði á götum og gangstéttum bæjarins eru afar varasöm þessa dagana og því hvetjum við íbúa til að fara sérstaklega varlega. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar eru að salta og sanda út um allan bæ en skilyrðin breytast stöðugt. Mælum eindregið með því að fólk nýti sér mannbrodda sem fást um allt um þessar mundir.
Lesa meira
Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 8. janúar og þriðjudaginn 9. janúar.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista