Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 25. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meira
Friðrik Karlsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 19. janúar sl.
Lesa meira
Seltjarnarnes sigraði Vestmannaeyjar í Útsvari á föstudagskvöldið og er því áfram í keppninni á milli sveitarfélaga landsins. Sendum hamingjuóskir til þeirra Karls Péturs, Sögu og Stefáns sem skipa lið Seltjarnarness og Seltirningar munu fylgjast spenntir með í næstu umferð.
Lesa meira
Nú fyrr í janúar lauk Þorsteinn Sæmundsson 21 árs gamall Seltirningur framhaldsprófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Seltjarnarness og er hann sjötti nemandinn í sögu skólans sem nær þeim áfanga. Seltjarnarnesbær sendir hamingjuóskir til Þorsteins og allra í Tónlistarskólanum í tilefni þessa merka áfanga.
Lesa meira
Undirritaður var verksamningur milli Munck og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins þann 16. janúar síðasliðinn. Auk íþróttasalar fyrir fimleika verður byggð búningsaðstaða, þreksalur, áhaldageymsla, betrumbætt anddyri og fleira sem tengist íþróttaiðkun.
Lesa meira
Í ljósi þeirrar mengunar sem greinst hefur í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum vilja forsvarsmenn Seltjarnarnesbæjar upplýsa íbúa sína ennfrekar um framvindu málsins og aðgerðir af hálfu bæjarins.
Lesa meira
Mælt er með því að viðkvæmir sjóði vatn á Seltjarnarnesi
-
16.1.2018
Heilbrigðiseftirlit Kjósarhrepps mælir með því að neysluvatn verði soðið fyrir viðkvæma í þeim hverfum þar sem jarðvegsgerlar hafa fundist í auknu mæli í neysluvatni þ.m.t. á Seltjarnarnesi. Ekki er þó talin hætta á ferð og óhætt er að drekka vatnið ósoðið. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu sem birt hefur verið á vef RÚV og mbl.is. í kvöld.
Bókhald Seltjarnarnesbæjar var opnað í dag mánudag með aðgengilegri veflausn á heimasíðu bæjarins. Það þýðir að íbúar geta nú skoðað hvernig sköttunum er helst skipt upp og ráðstafað, hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra.
Lesa meira
Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir unga fólkið okkar á Seltjarnarnesinu og foreldrar hvattir til að vekja athygli þeirra á verkefninu og skoða ítarlegar upplýsingar sem eru í boði.
Lesa meira
Frá 1. janúar n.k. breytast reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Tekjumörk breytast þannig að þau verða samræmd tekjumörkum almennra húsnæðisbóta. Það er hækkun á neðri tekjumörkum um tæplega 9%
Lesa meira
Nýverið var valdi íþróttafélagið Grótta íþróttamenn ársins 2017 við hátíðlega athöfn. Lovísa Thompson handknattleikskonan öfluga var valin íþróttamaður Gróttu og Sóley Guðmundsdóttir 14 ára fimleikakona var valin íþróttamaður æskunnar.
Lesa meira
Skilyrði á götum og gangstéttum bæjarins eru afar varasöm þessa dagana og því hvetjum við íbúa til að fara sérstaklega varlega. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar eru að salta og sanda út um allan bæ en skilyrðin breytast stöðugt. Mælum eindregið með því að fólk nýti sér mannbrodda sem fást um allt um þessar mundir.
Lesa meira
Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 8. janúar og þriðjudaginn 9. janúar.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista