Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Seltjarnarnarnesbær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Eins og undanfarin ár sendir bærinn ekki út formleg jólakort heldur styrkir gott málefni og í ár mun bærinn styrkja Mæðrastyrksnefnd um andvirði kortana. Hátíðarkveðja frá starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd rétt hjá Hákarlahjallinum en verulega hefur kvarnast upp úr honum og garðurinn látið á sjá.
Lesa meira
Vinsamlega athugið að appelsínugul viðvörun sem gefin var út af veðurstofu og Almannavarnarnefnd í gær gildir enn í dag þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00 í dag og gildir gul viðvörun frá kl. 13.00-15.00. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fundar í morgun vegna væntanlegs óveðurs þar sem eftirfarandi var staðfest og ákveðið: Smelltu til að sjá ítarlegar upplýsingar.
Lesa meira
Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi.
Lesa meira
Í ljósi fjölda ábendinga íbúa bæjarins hefur skipulags- og umferðarnefnd, í samráði við umhverfissvið Seltjarnarnesbæjar og umferðar- og samgönguverkfræðing hjá VSÓ Ráðgjöf, unnið að útfærslu til að bæta öryggi gönguleiða um og við Eiðistorg. Sjá meðfylgjandi upplýsingar.
Lesa meira

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Seltjarnarnesbæ af kröfu íslenska ríkisins um greiðslu 102 milljóna króna með vísan til samnings aðila um byggingu lækningaminjasafns.
Lesa meira
Að gefnu tilefni varðandi kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness þriðjudaginn 3. desember 2019
-
2.12.2019
Samkvæmt tilkynningu skólastjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness verður öll kennsla í 7.-10. bekk Valhúsaskóla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. desember en tölvupósturinn þess efnis hefur verið sendur út til foreldra.
Í ljósi fréttaumfjöllunar undanfarna daga er varðar barnaverndarmál á Seltjarnarnesi vill Seltjarnarnesbær koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri.
Lesa meira
Fjórar nýjir slökkvibifreiðar voru afhentar slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær. Borgarstjóri og bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins tóku formlega við bílunum, um mikil tímamót er að ræða fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og þjónustu þess
Lesa meira
Eftir 15 ár á Skólabraut 3-5 hefur dagdvöl fyrir aldraða nú verið flutt í Seltjörn, nýja og glæsilega hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi en þann 1. október sl. tók Vigdísarholt sem sér um rekstur hjúkrunarheimilisins yfir rekstur dagdvalarinnar sömuleiðis í samstarfi við Seltjarnarnesbæ sem á allt húsnæðið.
Lesa meira
Lokað verður fyrir að hluta eða alveg á eftirtöldum götum vegna framkvæmdar við hitaveitu í Hæðarbraut, þriðjudaginn 12. nóvember frá kl. 9:00 og fram eftir degi:
Valhúsabraut, Hæðarbraut, Miðbraut, Melabraut, Vallarbraut og hluta Lindarbrautar.
Lesa meira
Hjartanlega velkomin(n) á opnunarhátíð og setningu menningarhátíðar 2019 á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 31. október kl. 17.00. Hátíðarávarp, sýningaropnanir og tónlistaratriði.
Lesa meira
Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 31. október til 3. nóvember með afar fjölbreyttri dagskrá víða um Seltjarnarnesið. Hér má skoða dagskránna í heild sinni og hvað verður um að vera hvenær og hvar. Njótið vel!
Lesa meira

Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020.
Lesa meira

Ákveðið hefur verið að endurnýja stofnlagnir hitaveitu, þ.e. framrás og bakrás, í Hæðarbrautinni milli Miðbrautar og Melabrautar
Lesa meira
Íbúafundur í Félagsheimili Seltjarnarness, fimmtudaginn 17. október kl. 20:00 - 21:00.
Lesa meira
Nýtt leiðanet Strætó er nú í mótun í tengslum við breytingar í samgöngu- og skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Almenningur er hvattur til að taka þátt í mótuninni og hvetur Seltjarnarnesbær Seltirninga eindregið til að skila inn ábendingum varðandi leiðarkerfið til og frá Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Í sumar eins og áður fór fram álestur á hitaveitumælum í íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi. Hitaveitumælar eru staðsettir á hitaveitugrind í hverju húsi. Sameiginlegir mælar eru í fjölbýlishúsum. Því miður var brotalöm á því sl. tvö ár að tryggt væri að lesið væri af öllum mælum a.m.k einu sinni ári.
Lesa meira
Í sumar eins og áður fór fram álestur á hitaveitumælum í íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi. Hitaveitumælar eru staðsettir á hitaveitugrind í hverju húsi. Sameiginlegir mælar eru í fjölbýlishúsum. Því miður var brotalöm á því sl. tvö ár að tryggt væri að lesið væri af öllum mælum a.m.k einu sinni ári.
Lesa meira
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, undirrituðu í gær tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára.
Lesa meira
Það var margt um manninn í opnunarathöfninni þar sem að hápunkturinn var fimleikasýning fimleikabarna á öllum aldri. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Dagur B. Eggertson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar Gróttu héldu ávörp og gestum var boðið upp á veitingar.
Lesa meira
Allir eru velkomnir í opnunarathöfn á nýju fimleikahúsi og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness sem er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar.
Lesa meira
í mars sl. tók bæjarráð Seltjarnarnesbæjar jákvætt í erindi félagsmálaráðuneytisins um móttöku á allt að 5 flóttamönnum frá Úganda síðar á þessu ári. Í gær var undirritaður samningur þess efnis við Seltjarnarnesbæ og Garðabæ en flóttamennirnir koma til landsins 12. september.
Lesa meira
Íbúar eru hvattir til að skreyta hús í sínum hverfislit og dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt m.a.: Óskalagatónleikar, Fjölskylduhátíð í Gróttu, sýning á LEGOsafni , Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. Græn uppskerumessa í kirkjunni og Fjölskyldufjör og þrautir á golfvellinum. Sjá nánar:
Lesa meira
Yfirlit yfir rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur nú verið birt á heimasíðu bæjarins. Rekstur bæjarins var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins
Lesa meira
Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin í byrjun nóvember og leitum við til íbúa eftir tillögum að áhugaverðum menningartengdum viðburðum, sýningum eða upplifunum. Sendu inn þínar hugmyndir fyrir 20. ágúst nk.
Lesa meira
135 krakkar á aldrinum 13-16 ára ásamt 8 flokkstjórum starfa þetta sumarið við fjölbreytt störf á Seltjarnarnesi og standa sig afar vel.
Lesa meira
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur til 30 ára kom færandi hendi á bæjarskrifstofur Seltjarnarness á dögunum þegar hún gaf Leikskóla Seltjarnarness námsefnið Leikum og lærum með hljóðin.
Lesa meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun Gróttu í Seltjarnanesbæ fyrir umferð gesta en lokunin mun taka gildi frá og með 15. júlí og stendur skyndilokunin í tvær vikur.
Lesa meira
Bæjarbúar eru hvattir til að vernda fuglalífið við Gróttu og á Vestursvæðunum.
Lesa meira
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar eru nú í óða önn við að ganga frá lóð við íþróttamiðstöðina.
Lesa meira
Allir velkomnir í árlega Jónsmessugöngu mánudaginn 24. júní sem byrjar kl 19.30 við hákarlahjallinn við Norðurströnd. Genginn verður þægilegur hringur um náttúruperluna okkar í suðurnesjunum og stoppað á áhugaverðum stöðum undir leiðsögn.
Lesa meira
Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní 2019. Sjá heildardagskrá dagsins en hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í öll leiktæki.
Lesa meira
Á 89. fundi skipulags- og umferðarnefndar, þann 23. maí sl., var tekin fyrir umsókn Austurstrandar 4, húsfélags, um leyfi til þess að hækka lyftuhús upp úr þaki vegna endurnýjunar lyftu í húsinu og verður lyfta látin fara upp á 8. hæð en í dag nær lyfta eingöngu upp á 7. hæð.
Lesa meira
Föstudaginn 17. maí var tilkynnt um sigurvegara og veittar viðurkenningar í hönnunarsamkeppninni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi auk þess sem opnuð var sýning á Eiðistorgi með öllum innsendum keppnistillögum.
Lesa meira
Félagsþjónustusvið Seltjarnarness var á dögunum valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2019 í flokknum Stofnun ársins borg og bær 2019
Lesa meira
Föstudaginn 17. maí kl. 17.00 verður við hátíðlega athöfn á Eiðistorgi tilkynnt um sigurvegara í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á öllum innsendum keppnistillögum.
Lesa meira
SÓL og VOR er yfirskrift vortónleika Selkórsins sem haldnir verða á sunnudaginn. Miðaverð er 2500 kr. og boðið upp á kaffi og konfekt í hléi. Allir velkomnir.
Lesa meira
.jpg)
Hið árlega Neshlaup TKS (Trimmklúbbs Seltjarnarness) var haldið laugardaginn 4. maí og var metþátttaka enda frábært hlaupaveður og mikil stemning
Lesa meira
Þessir ljúfu vorboðar létu sjá sig fyrir skömmu á bæjarskrifstofunni og spiluðu nokkur lög fyrir starfsmenn og gesti
Lesa meira
Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Eiðistorgi og á Bókasafni Seltjarnarness á fimmtudaginn kl. 15.30-17.00 þegar að Barnamenningarhátíðin 2019 verður haldin hátíðleg. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna!
Lesa meira
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi, gerði á
dögunum úttekt á mötuneyti grunn- og leikskóla á Seltjarnarnesi. Í úttektarskýrslu hennar eru sérstaklega dregnar fram
upplýsingar um hráefni og næringargildi máltíða og hversu mikið nemendur
nærast.
Lesa meira
Nemendur Valhúsaskóla stóðu sig vel á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór þann 27. mars sl. og hreppti Agnes Sólbjört Helgadóttir, Valhúsaskóla 2. sætið í keppninni.
Lesa meira
Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar tók á fundi sínum í gær jákvætt í erindi félagsmálaráðuneytisins um móttöku á allt að 5 flóttamönnum frá Úganda síðar á þessu ári en fólkið er staðsett í flóttamannabúðum í Kenía.
Lesa meira
Heiðurskonurnar Halla S. Nikulásdóttir og Dóra María Ingólfsdóttir voru fyrstar til að flytja inn á Seltjörn og fengu blómvönd af þessu gleðilega tilefni.
Lesa meira
Í tilefni af samstarfi Seltjarnarnesbæjar og
Landlæknisembættisins um Heilsueflandi samfélag ákvað bærinn að færa öllum íbúum
á Seltjarnarnesi 75 ára og eldri hreyfispjaldpakka sem geymir 50 mismunandi
æfingar.
Lesa meira
Tuttuguogsjö tilllögur bárust og valdi dómnefnd fjórar þeirra til áframhaldandi þátttöku. Skilafrestur í öðru þrepi keppninnar er 15. apríl nk.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hlýtur hvatningarverðlaunin Orðsporið 2019, fyrir að vera það sveitarfélag sem skarar fram úr í að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning. Orðsporið er veitt á Degi leikskólans, 6. febrúar ár hvert, þeim sem þykja hafa skarað framúr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna.
Lesa meira
Vetrarhátíð verður haldin hátíðleg á Seltjarnarnesi eins og á höfuðborgarsvæðinu öllu dagana 7. - 10. febrúar með fjölda viðburða
Lesa meira
Laugardaginn 2. febrúar var nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi formlega vígt að viðstöddu fjölmenni og heiti þess og merki opinberað í fyrsta sinn en hjúkrunarheimilið fékk nafnið SELTJÖRN.
Lesa meira
Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 31. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór nú fram í 26. skiptið en það var fyrst haldið 1993
Lesa meira
Laugardaginn 2. febrúar kl. 13.00-15.00 verður haldin vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins á Seltjarnarnesi. Boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá í framhaldi af því að klippt verður á borða og húsið blessað.
Lesa meira
Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes var samþykkt á fundi Bæjarstjórn Seltjarnarness miðvikudaginn 23. janúar síðast liðinn
Lesa meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa Ljóskastarahúsið við Urð á Suðurnesinu á Seltjarnarnesi. Mannvirkið er einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi.
Lesa meira

Sólveig Pálsdóttir rithöfundur var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 18. Janúar. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður.
Lesa meira
Innritun 6 ára barna (fædd árið 2013) og eiga að hefja skólagöngu haustið 2019 fer fram dagana 21.-25. janúar næstkomandi fyrir Grunnskóla Seltjarnarness.
Lesa meira
Ungir semja, fullorðnir flytja! Aftur hefur verið blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum 10-15 ára barna og ungmenna, sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla. Ungmenni á Seltjarnarnesi eru hvött til þátttöku.
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur samið við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi en skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli í dag.
Lesa meira
Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 7. janúar og þriðjudaginn 8. janúar. Utan þess tíma er íbúum góðfúslega bent á SORPU.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista