Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Seltjarnarnarnesbær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Eins og undanfarin ár sendir bærinn ekki út formleg jólakort heldur styrkir gott málefni og í ár mun bærinn styrkja Mæðrastyrksnefnd um andvirði kortana. Hátíðarkveðja frá starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd rétt hjá Hákarlahjallinum en verulega hefur kvarnast upp úr honum og garðurinn látið á sjá.
Lesa meira
Vinsamlega athugið að appelsínugul viðvörun sem gefin var út af veðurstofu og Almannavarnarnefnd í gær gildir enn í dag þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00 í dag og gildir gul viðvörun frá kl. 13.00-15.00. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fundar í morgun vegna væntanlegs óveðurs þar sem eftirfarandi var staðfest og ákveðið: Smelltu til að sjá ítarlegar upplýsingar.
Lesa meira
Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi.
Lesa meira
Í ljósi fjölda ábendinga íbúa bæjarins hefur skipulags- og umferðarnefnd, í samráði við umhverfissvið Seltjarnarnesbæjar og umferðar- og samgönguverkfræðing hjá VSÓ Ráðgjöf, unnið að útfærslu til að bæta öryggi gönguleiða um og við Eiðistorg. Sjá meðfylgjandi upplýsingar.
Lesa meira

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Seltjarnarnesbæ af kröfu íslenska ríkisins um greiðslu 102 milljóna króna með vísan til samnings aðila um byggingu lækningaminjasafns.
Lesa meira
Að gefnu tilefni varðandi kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness þriðjudaginn 3. desember 2019
-
2.12.2019
Samkvæmt tilkynningu skólastjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness verður öll kennsla í 7.-10. bekk Valhúsaskóla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. desember en tölvupósturinn þess efnis hefur verið sendur út til foreldra.
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista