Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Seltjarnarnesbær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 
Lesa meira
Opið verður í Sundlaug Seltjarnarness yfir jólahátíðina sem hér segir:
Lesa meira
Starfsmenn Terra hafa nú samkvæmt áætlun verið á ferðinni um bæinn í þessari viku að tæma sorptunnur bæjarbúa, bæði almennt sorp og pappír. Næsta losun verður í fyrstu viku janúar, bent er á Sorpu í millitíðinni.
Lesa meira
Hvetjum íbúa til að læsa bílunum, skilja ekkert verðmætt eftir í þeim, tilkynna öll innbrot og/eða senda ábendingar um vafasamar mannaferði beint til lögreglunnar á netfangið abendingar@lrh.is eða í síma 444-1000.
Lesa meira
Verkefnislýsing var kynnt almenningi og umsagnaraðilum í byrjun nóvember 2020. Tillaga þessi um breytingu á aðalskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi og gefst færi á að koma með ábendingar um efni tillögunnar.
Lesa meira
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna.
Lesa meira

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna.
Lesa meira
Í janúar 2021 verður boðið upp á sérstaka fjarþjónustu tengt heilsueflingu íbúum 65 ára og eldri að kostnaðarlausu. Skráning er þegar hafin í fjarþjálfunina í janúar, sjá nánar:
Lesa meira
Vegna þeirra sóttvarnareglna sem í gildi eru um takmörkun á samkomuhaldi fram til 12. janúar nk. vegna Covid-19 verður ekki hægt að halda áramótabrennu á Valhúsahæð á gamlárskvöld.
Lesa meira
Foreldrar og forráðamenn fimm til átján ára barna með lögheimili á Seltjarnarnesi fá 50.000 króna tómstundastyrk á ári vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi 2020.
Lesa meira
Varfærnar tilslakanir verða gerðar á reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og gilda breytingarnar til 12. janúar. Sjá nánar:
Lesa meira
Viðvörunarkerfi byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma.
Lesa meira
Ein deild leikskólans tengist smitrakningu á vegum Göngudeildar sóttvarna vegna gruns um berklasmit. Samkvæmt okkar upplýsingum frá smitsjúkdómalækni er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af smiti að svo stöddu.
Lesa meira
Mesta kuldakast í sjö ár er yfirvofandi. Íbúar eru hvattir til að gera eftirfarandi ráðstafanir á heimilum sínum til að hitaveitan standist álagið og forða skemmdum. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi.
Lesa meira
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur nú uppfært leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn í samræmi við viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.
Lesa meira
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid19 var ákveðið að fresta innleiðingu á heilsueflingu 65+ , samstarfsverkefni sem Seltjarnarnesbær og Janus heilsuefling gerðu samkomulag um fyrir eldri bæjarbúa.
Lesa meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð þar sem dregið hefur verið út takmörkunum á skólastarfi í tónlistarskólum. Sjá nánar:
Lesa meira
Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Sjá nánar:
Lesa meira
Áfram miðast almenn fjöldatakmörkun við 10 manns og 2ja metra nándarreglu. Íþrótta- og tómstundastarf barna verður heimilað á ný svo nokkuð sé nefnt. Sjá nánar:
Lesa meira
Leik- og grunnskólar, frístund og tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu taka til starfa á morgun skv. hertum reglum. Skólastjórnendur á Seltjarnarnesi hafa sent foreldrum nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á hverju skólastigi.
Lesa meira
Í ljósi hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19 verður mánudagurinn notaður til að skipuleggja skólastarfið. Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.
Lesa meira
Fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (meginregla), 2ja metra reglan gildir ásamt grímuskyldu þar sem ekki er hægt að uppfylla 2ja metra regluna. Sjá nánar í tilkynningu fá Heilbrigðisráðuneytinu:
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur áhuga á að í Ráðagerði verði heimiluð veitingaþjónusta í flokki II, skv. 17. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.
Lesa meira
Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði leikskóli á horni Suðurstrandar og Nesvegar sem afmarkast af þeim götum svo og Selbraut til suðurs.
Lesa meira
Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár.
Lesa meira
Til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda hafa nú verið settar zebra gangbrautir á allar strandirnar þar sem göngustígurinn frá kirkjunni að Hofgörðum þverar göturnar. Ökumenn eru ennfremur minntir á að hámarkshraði í þessum götum er 30 km eins og í öðrum íbúagötum bæjarins.
Lesa meira
Athygli íbúa er vakin á umsóknarfrestinum sem er til 1. desember nk. Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu frá Minjastofnun og á http://www.minjastofnun.is/
Lesa meira
Náðst hefur samkomulag við fulltrúa eiganda kofans sem er í mikilli niðurníðslu að hann verði fjarlægður og verður það gert um helgina. Varað er við hættulegum aðstæðum eins og myndir sýna.
Lesa meira
Áfram verða strangar takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu - sjá nánar í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.
Lesa meira
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021.
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi á morgun, 7. október.
Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Sjá nánar:
Lesa meira
Samkvæmt ákvörðun aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins loka allar sundlaugar höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 7. október og þar til annað verður ákveðið af sóttvarnayfirvöldum.
Lesa meira
Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Meginreglan miðast við 20 manna fjöldatakmörkun,
Lesa meira

Viðbyggingin við Valhúsaskóla hefur nú fengið mikla upplyftingu en húsið var lagað og málað nú í september. Að auki var svæðið allt í kring hreinsað og gert huggulegt fyrir nemendur, starfsfólk sem og vegfarendur almennt.
Lesa meira
Samstarfshópur um vímuvarnir á Seltjarnarnesi kom saman í gær þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu hélt kynningu á niðurstöðum nýjustu könnunar á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9. og 10 bekk.
Lesa meira
Í ljósi tafa á malbikunarframkvæmdum á Lindarbraut vegna óhagstæðs tíðarfars var ákveðið að nýta tækifærið og setja nýja þrýstilögn fyrir skólp áður en malbikun hefst. Undirbúningur og framkvæmd við þrýstilögnina hefst í dag.
Lesa meira
Skólahald skv. stundaskrá á morgun hjá 7., 8. og 10. bekk en eftir samráð við smitrakningarteymið er niðurstaðan sú að nemendur í 9. bekk ásamt 6 kennurum verða í úrvinnslusóttkví meðan að málið er rannsakað betur.
Lesa meira
Upp hefur komið smit hjá nemanda í Valhúsaskóla. Í varúðarskyni var skóli felldur niður í dag og allir nemendur sendir heim á meðan smitrakningarteymið finnur út tengsl og hversu víðtæk áhrifin verða á skólastarfið.
Lesa meira
Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar biðlar til íbúa að fara varlega í kringum þessar plöntur en Bjarnakló og Húnakló mynda eiturefni þannig að safi úr þeim getur valdið bruna á hörundi í sólarljósi eða UV-geislum.
Lesa meira
Íbúum er bent á að nýta sér Endurvinnslustöð Sorpu við Fiskislóð sem er opin alla daga frá kl. 12.00-18.30.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur nú farið vandlega yfir stöðu mála og tekið ákvörðun um að halda áfram niðurgreiðslu á skólamat grunnskólabarna. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð vegna Covid-19 sem felur m.a. í sér að fjöldatakmörkun miðast nú við 200 manns og nálægðarreglu hefur verið breytt úr 2 metrum í 1 metra.
Lesa meira
Lindarbrautin verður fræst þriðjudag og miðvikudag 1. og 2. september nk. og verður gatan malbikuð í framhaldi eftir því sem veður leyfir. Verkinu fylgja tafir og lokanir á bílaumferð. Óheimilt verður að leggja bílum á Lindarbraut og íbúar í aðliggjandi götum gætu lent í vandræðum með aðgengi að sínum götum.
Lesa meira
Að gefnu tilefni má hér sjá nánari samanburð á verði skólamáltíða í leik- og grunnskóla árin 2019-2020 og 2020-2021 en breytingar hafa verið gerðar á rekstri skólamötuneytis.
Lesa meira
Á vormánuðum ákvað bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að bjóða rekstur mötuneytis skólabarna út og var í sumar samið við Skólamat ehf sem nú hefur tekið starfsemina yfir sem og skráningu í mataráskrift, innheimtu og alla umsýslu.
Lesa meira
Yfirlit yfir rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur nú verið birt á heimasíðu bæjarins. Um er að ræða óendurskoðað uppgjör.
Lesa meira
Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns og meginreglan um 2 metra nálægðarmörk gildir en þó með þeirri undantekningu að nálægðarmörk eru rýmkuð í framhalds- og háskólum sem og í íþróttum. Sjá nánar:
Lesa meira
Þessa dagana er unnið að því að mála merkingar á götur bæjarins sbr gangbrautir, þríhyrninga við biðskyldur og miðlínur sem aðgreinir akstursstefnuna. Fyrirtækið GSG ehf. annast verkið sem mun ljúka í haust.
Lesa meira
Vegna fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu síðustu daga hafa verið gefnar út nýjar heimsóknareglur til að vernda viðkvæman hóp íbúa á sambýlum og íbúðarkjörnum. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja tilskipun er varðar takmörkun á samkomum. Frá hádegi föstudaginn 31. júlí mega að hámarki100 manns koma saman, 2ja metra reglan tekur aftur gildi sem og fleiri takmarkanir og aðgerðir.
Lesa meira
Búið er að fylla Bollastein af heitu vatni enn á ný og opna fyrir gesti að njóta eftir fyrsta áfanga endurbóta í fjörunni.
Lesa meira

Umhverfisnefnd Seltjarnarness óskar eftir tilnefningum
til umhverfisviðurkenninga fyrir sumarið 2020
Lesa meira
Mótuð hefur verið tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis og samsvarandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033.
Lesa meira
Ráðist hefur verið í verkefnið í framhaldi af mikilvægum ábendingum Ólafar um að umhverfið í kringum Kisuklappir væri stórkostlega breytt og að listaverkið ekki lengur eins og það ætti að sér að vera.
Lesa meira

Viðbyggingin var reist árið 1990 og teiknuð af Dr. Magga Jónssyni arkitekt. Verkefnið nú er afar umfangsmikið en bæði gula og gráa klæðningin verður endurnýjuð sem og gler.
Lesa meira
Það er mikið um framkvæmdir og viðhald á vegum Seltjarnarnesbæjar um þessar mundir enda er sumarið tíminn. Nýverið var lokið við að mála Suðurströnd 12 og kemur það afar vel út.
Lesa meira
Sóttvarnalæknir gaf út minnisblað vegna sóttvarnahólfa og leiðbeiningar sem eiga við allar hólfaskiptingar innan- og utandyra sem almenningur er hvattur til að virða. Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni og miðast nú við 500 manns.
Lesa meira
Reykjavíkurborg hyggst endurgera sjóvarnargarða við Eiðsgranda og stefnir á þær framkvæmdir nú í haust. Framkvæmdarsvæðið nær frá dælustöð að hringtorgi við Ánanaust.
Lesa meira
Eftir sumarfrí mun Skólamatur ehf., sjá um framleiðslu og framreiðslu matar og ávaxta fyrir Leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og fyrir bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Framundan eru breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem ekið hefur undir merkjum Strætó síðastliðin 5 ár. Um mánaðamótin mun þjónustan verða aðskilin frá starfsemi Strætó og skipt verður um nafn, útlit og skipulag.
Lesa meira
Íbúar eru hvattir til að snyrta gróður við lóðarmörk en mikil slysahætta er vegna gróðurs sem slútir yfir lóðarmörk og getur slegist í vegfarendur eða byrgt þeim sýn.
Lesa meira
Börn á 5. aldursári á deildinni Eiði í Leikskóla Seltjarnarness hafa unnið verkin á sýningunni Eldurinn í jörðinni sem sett er upp á bókasafni Norræna hússins.
Lesa meira
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9.00 til kl. 22.00 í Valhúsaskóla við Skólabraut.
Lesa meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum sem gildir frá mánudeginum 15. júní til 5. júlí nk. Fjöldatakmörkun fer í 500 manns og engar takmarkanir á fjölda gesta í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.
Lesa meira
Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 þá verða ekki hefðbundin 17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi en við hvetjum íbúa hins vegar eindregið til að halda daginn hátíðlegan og njóta samveru með fjölskyldu, vinum eða nágrönnum.
Lesa meira
Auðkenndir sumarstarfsmenn á vegum Seltjarnarnesbæjar munu ganga í hús í dag og næstu virku daga til að lesa af hitaveitumælum hjá þeim sem ekki hafa skilað inn álestri það sem af er ári.
Lesa meira
Þessa dagana eru sumarstarfsmenn á bæjarskrifstofu að hringja í fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi og bjóða að greiðsla fasteignagjalda sé færð á kreditkort. Verkefnið er hugsað sem þjónustuauki við bæjarbúa og er valfrjáls. Sjá nánar:
Lesa meira
Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar mun liggja frammi, almenningi til sýnis frá 16. júní á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 á opnunartíma. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 27. júní er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.
Lesa meira
Jóna Rán Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Selsins en hún býr yfir víðtækri reynslu af starfi með börnum og ungmennum og var valin úr hópi tíu umsækjenda.
Lesa meira
Verkið var boðið út í vetur og samstarfssamningur undirritaður þann 28. maí sl. Skólamatur ehf. mun sjá um matinn fyrir nemendur og starfsfólk sem og samantekt að máltíð lokinni.
Lesa meira
Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 27. júní 2020 sé hafin og fari fram sem hér segir (sjá nánar):
Lesa meira
Það voru sundþyrstir gestir sem mættu eldsnemma fyrir utan Sundlaug Seltjarnarness mánudaginn 18. maí þegar hún loks opnaði aftur eftir tveggja mánaða lokun vegna Covid19.
Lesa meira
Ennfremur urðu tilslakanir á fjöldatakmörkunum sem miðast nú við 200 manns í sama rými og einstaklingar eru enn hvattir til að virða 2ja metra regluna eins og kostur er.
Lesa meira
Í dag undirrituðu þau Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Þröstur Þór Guðmundsson varaformaður Gróttu nýjan samtarfssamning sem lýtur að því markmiði að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Efling – stéttarfélag og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning rétt fyrir miðnætti og skólastarf í Grunnskóla Seltjarnarness hefst því í dag eftir að skólastofur hafa verið ræstar.
Lesa meira
Nú er ljóst að skólahald mun raskast að einhverju leyti í Grunnskóla Seltjarnarness vegna verkfalls félagsmanna í Eflingu. Skólastjórnendur hafa sent út tilkynningar til foreldra um tilhögun skólastarfs næstu daga.
Lesa meira
Verkfallið hefur áhrif á heimaþjónustu á vegum félagsþjónustunnar sbr. þrif en öll grunnþjónusta sbr. lyfjagjafir mun halda sér. Skólastarf í grunnskólanum verður eðlilegt á morgun miðvikudag.
Lesa meira
Í ljósi tilslakana á samkomubanni sem taka munu gildi þann 4. maí verður unnt að opna Bókasafn Seltjarnarness aftur en þó að teknu tilliti til strangra tilmæla sóttvarnalæknis er varðar fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Sjá nánar:
Lesa meira
Embætti landslæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaga í tengslum við tilslakanir á samkomubanni sem tekur gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar:
Lesa meira
Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út tilmæli og leiðbeiningar um tilslakanir er varða fjöldatakmarkanir í samkomubanni og sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 sem taka gildi þann 4. maí 2020.
Lesa meira
Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum er varða íþróttastarf fullorðinna sem taka gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar:
Lesa meira
Embætti landslæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða íþróttastarf barna í tengslum við tilslakanir á samkomubanni sem tekur gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar:
Lesa meira
Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða skóla- og frístundastarf frá 4. maí sem fræðslustjórar höfuðborgarsvæðisins útfært ennfrekar til viðmiðunar í útfærslu á skóla og frístundastarfi sveitarfélaganna.
Lesa meira
Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga. Sjá nánar:
Lesa meira
Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókina Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. (sjá neðar!)
Lesa meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja auglýsingu í Stjórnartíðindum sem lýsir þeim takmörkunum sem munu gilda frá 4. maí og fela í sér tilslakanir frá því samkomubanni sem gilt hefur frá 24. mars sl. Sjá nánar:
Lesa meira
Embætti landlæknis og Landspítali hafa gefið út upplýsingar / plaköt á íslensku, ensku og pólsku um skynsamlega notkun á einnota hönskum og grímum.
Lesa meira
Nauðsynlegt er að sporna gegn allri hópamyndun hvernig sem hún kann að myndast og eru foreldrar beðnir að halda fast í taumana og ítreka stöðugt reglurnar fyrir börnum sínum og ungmennum.
Lesa meira
Almannavarnanefndin hvetur alla sem enn eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna en það hefur þegar sannað gildi sitt. English: People are encouraged to download the tracing app Rakning C-19.
Lesa meira
Frá því að fyrst þurfti að bregðast við aðstæðum vegna Covid-19 faraldursins hefur gríðarlega margt verið gert innan Seltjarnarnesbæjar til að tryggja órofna þjónustu, uppfylla tilmæli sóttvarnalæknis og miðla upplýsingum. Hér má sjá stutt yfirlit yfir það helsta.
Lesa meira
Áhugaverð samantekt Morgunblaðsins á kostnaði við rafmagnsnotkun og húshitun leiðir í ljós að heildarorkukostnaður heimila á Seltjarnarnesi er langlægstur í samanburði hvort sem er m.v. þéttbýli eða dreifbýli.
Lesa meira
Í tilslökununum felst m.a. að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu.
Lesa meira
Samkvæmt veðurstofunni eru líkur á jarðskjálfta um eða yfir 6 á stærð sem getur haft áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum.
Lesa meira
Virðum tilmælin og ferðumst innanhúss fremur en að fara í sumarbústaði eða í önnur ferðalög til að koma í veg fyrir slys og aukið álag á heilbrigðiskerfið og viðbragðsaðila.
Lesa meira
Sveitarfélögin í Kraganum lögðu fram sameiginlega tillögu sem samþykkt var í bæjarráði Seltjarnarness í dag ásamt tillögu að aðgerðaráætlun varðandi fyrstu viðbragða Seltjarnarnesbæjar vegna efnahagsáhrifa Covid-19.
Lesa meira
Um leið og fólk er eindregið hvatt til að virða sóttvarnaráðstafanir er vakin er athygli á sektarheimildum lögreglu vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim.
Lesa meira
Bæjarstjóra var falið að vinna að útfærslu samþykktarinnar og verður á næsta fundi bæjarráðs lagður fram viðauki vegna þeirra aðgerða sem gripið verður til. Aðgerðirnar verða formlega kynntar þegar að þær hafa verið staðfestar
Lesa meira
Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að heimilt sé að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins skv. breytingum Alþingis á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi vegna Covid19
Lesa meira
Vakin er athygli á meðfylgjandi bréfi frá sóttvarnalækni og landlækni til skólastjórnenda, kennara og foreldra er varðar skólagöngu barna á tímum COVID-19 faraldursins. Schooling of children during the COVID-19 pandemic. Edukacja szkolna w czasie epidemii COVID-19
Lesa meira
Skólahúsnæðið verður þrifið og sótthreinsað á morgun miðvikudag svo hægt verði að taka á móti börnum á fimmtudaginn. Skipulag er snýr að útfærslu vegna samkomubanns verður aftur sent til foreldra í dag.
Lesa meira
Leitað er til starfsfólks í velferðarþjónustu sem og annarra áhugasamra aðila til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að takmarka samkomur enn frekar og því verður Sundlaug Seltjarnarness, Bókasafn Seltjarnarness og Íþróttamiðstöð Seltjarnarness lokuð samkvæmt tilmælum.
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar (20 manns) en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Sjá nánar:
Lesa meira
Almannavarnanefnd og embætti landlæknis hafa gefið út ítarlegri leiðbeiningar er snúa að börnum og samkomubanni. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis:
Lesa meira
Því miður stendur verkfall félagsmanna Eflingar enn yfir og því verður ekkert skóla- og frístundastarf á morgun föstudaginn 20. mars.
English: There is still a strike going on so there will be no school tomorrow
Lesa meira
Verkfall Eflingar og sveitarfélaganna er óleyst og því verður engin kennsla á morgun fimmtudaginn 19. mars.
Still strike (Efliing) so there will be no school Thursday March 19th.
Lesa meira
Þar sem að enn hafa ekki náðst samningar á milli Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur öll kennsla og frístundastarf niður á morgun 18. mars. No School tomorrow March 18th. due to the strike (Efling).
Kennsla er í Tónlistarskólanum skv. útgefinni tilkynningu frá skólastjóra Tónlistarskólans.
Lesa meira
Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:
Lesa meira
Frá því að yfirvöld settu á samkomubann sem þegar hefur tekið gildi hefur verið unnið hörðum höndum að útfærslu skipulagi skólahalds til að uppfylla tilmæli sóttvarnalæknis. Leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness hefur sent út meðfylgjandi tilkynningu um fyrirkomulagið hér á Seltjarnarnesi:
Lesa meira
Þar sem að samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna hafa ekki náðst fellur allt skólahald niður í grunnskólanum á morgun þriðjudag. Foreldar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningum frá skólanum. Sjá nánar:
Lesa meira
Ákveðið hefur verið að sundlaugin verði opnuð aftur á morgun en þó með breyttu sniði samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis varðandi samkomubann og fjöldatakmarkanir er miðast við 100 manns sem og 2ja metra bil á milli fólks.
Lesa meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Sjá nánar:
Lesa meira
Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing:
Lesa meira
Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar er stöðugt að störfum og fundar nú á hverjum degi auk þess sem samráðshópur SSH heldur daglega fjarfundi. Fundarefni dagsins í dag/helgarinnar er fyrst og fremst nánari tilögun skólahalds ofl. vegna samkomubanns. Sjá nánar:
Lesa meira
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur á öllum skólastigum. Sjá nánar:
Lesa meira
Þar sem að ekki hafa náðst samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna er ljóst að til röskunar kemur á skólastarfi á morgun, föstudaginn 13. mars en þó ekki á öllum skólastigum. Kennsla fellur niður í Valhúsaskóla, Skjól og Frístund verða lokuð en kennt verður í Mýrarhúsaskóla. Sjá nánar:
Lesa meira
Hversu mikil röskunin verður fer eftir því hvort að samningsaðilar ná saman í dag eða kvöld eða ekki. Sjá nánar hér í tilkynningunni. Frekari upplýsingar um framhaldið verða senda út á morgun og foreldrar hvattir að fylgjast með fréttum.
Lesa meira
Að gefnu tilefni og í ljósi umræðu um starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins skal tekið fram að aðeins um tímabundnar breytingar er að ræða.
Lesa meira
Ríflega 20 starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru í stéttarfélaginu Eflingu og starfa þeir á mismunandi starfsstöðvum bæjarins. Áhrif verkfallsaðgerða verða mismikil og gera má ráð fyrir röskun á þjónustu þeirra starfstöðva sem viðkomandi starfsmenn tilheyra, þá helst varðandi heimaþjónustu.
Lesa meira
Samkvæmt tilkynningu frá Ríkissáttasemjara hefur kjarasamningur verið undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB.
Lesa meira
Samkvæmt nýjum tilmælum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og embættis Landlæknis er varðar viðkvæma einstaklinga verður brugðið til eftirfarandi aðgerða hjá Seltjarnarnesbæ. Sjá nánar:
Lesa meira
Í ljósi þess að fyrstu innanlandssmitin vegna Covid-19 veirunnar hafa verið staðfest hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni fært stig almannavarna af hættustigi á neyðarstig.
Lesa meira
Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin og munu hafa áhrif á þjónustu og starfsemi stofnana Seltjarnarnesbæjar. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fjölmiðlum og heimasíðu bæjarins. Sjá nánar:
Lesa meira
Opinn íbúafundur var haldinn 26. febrúar sl. í Félagsheimilinu þar sem Haraldur Líndal hagfræðingur kynnti helstu niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar fyrir íbúum.
Lesa meira
Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur mun fara kynna og fara yfir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi þann 20. febrúar sl., tillögu ráðgjafafyrirtækisins HLH ehf., um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Breytingarnar taka formlega gildi þann 1. mars nk.
Lesa meira
Veðurstofan hefur nú fellt úr gildi veðurviðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og mun Skjólið - frístundaheimili því opna kl. 14.00 og Sundlaug Seltjarnarness kl. 15.00. Aðrar tilkynntar lokanir stofnana Seltjarnarnesbæjar gilda í dag.
Lesa meira
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftaka¬veðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7:00 til 11:00 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Lesa meira
Íþróttafélagið Grótta hélt þriðjudaginn 11. febrúar fjölmennan kynningarfund á verkefninu Farsæl öldrun. Tilefnið var að Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa eru að taka höndum saman og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu.
Lesa meira
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Börn í Leikskóla Seltjarnarness brugðu sér af bæ í tilefni dagsins og heimsóttu hinar ýmsu stofnanir á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Í ljósi þess óvissustigs sem nú er í gildi vegna kórónaveiru (2019-nCoV) funduðu fulltrúar Almannavarnanefndar SHS í vikunni með neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar sem fær reglulega upplýsingar um stöðu mála.
Lesa meira
Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman í morgun kl. 8.00 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.
Lesa meira
Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 30. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór nú fram í 27. skiptið en það var fyrst haldið 1993.
Lesa meira
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarmaður og tónlistarfræðingur var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2020 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 28. janúar. Þetta er í 24. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
Lesa meira
Nú er til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins drög að Sóknarætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 þar sem íbúar og fyrirtæki landshlutans komið með ábendingar.
Lesa meira
Innritun 6 ára barna (fædd árið 2014) og eiga að hefja skólagöngu haustið 2020 fer fram dagana 20.-24. janúar næstkomandi fyrir Grunnskóla Seltjarnarness.
Lesa meira
Þann 23. desember sl. fékk Seltjarnarnesbær staðfestingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenningu þess efnis nú í byrjun janúar.
Lesa meira
Reglur um fjárhagsaðstoð voru samþykktar í fjölskyldunefnd Seltjarnarness þann 19. september 2019 og samþykktar af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 9. október 2019.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista