Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Sveitarfélögin í Kraganum lögðu fram sameiginlega tillögu sem samþykkt var í bæjarráði Seltjarnarness í dag ásamt tillögu að aðgerðaráætlun varðandi fyrstu viðbragða Seltjarnarnesbæjar vegna efnahagsáhrifa Covid-19.
Lesa meira
Um leið og fólk er eindregið hvatt til að virða sóttvarnaráðstafanir er vakin er athygli á sektarheimildum lögreglu vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim.
Lesa meira
Bæjarstjóra var falið að vinna að útfærslu samþykktarinnar og verður á næsta fundi bæjarráðs lagður fram viðauki vegna þeirra aðgerða sem gripið verður til. Aðgerðirnar verða formlega kynntar þegar að þær hafa verið staðfestar
Lesa meira
Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að heimilt sé að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins skv. breytingum Alþingis á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi vegna Covid19
Lesa meira
Vakin er athygli á meðfylgjandi bréfi frá sóttvarnalækni og landlækni til skólastjórnenda, kennara og foreldra er varðar skólagöngu barna á tímum COVID-19 faraldursins. Schooling of children during the COVID-19 pandemic. Edukacja szkolna w czasie epidemii COVID-19
Lesa meira
Skólahúsnæðið verður þrifið og sótthreinsað á morgun miðvikudag svo hægt verði að taka á móti börnum á fimmtudaginn. Skipulag er snýr að útfærslu vegna samkomubanns verður aftur sent til foreldra í dag.
Lesa meira
Leitað er til starfsfólks í velferðarþjónustu sem og annarra áhugasamra aðila til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að takmarka samkomur enn frekar og því verður Sundlaug Seltjarnarness, Bókasafn Seltjarnarness og Íþróttamiðstöð Seltjarnarness lokuð samkvæmt tilmælum.
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar (20 manns) en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Sjá nánar:
Lesa meira
Almannavarnanefnd og embætti landlæknis hafa gefið út ítarlegri leiðbeiningar er snúa að börnum og samkomubanni. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis:
Lesa meira
Því miður stendur verkfall félagsmanna Eflingar enn yfir og því verður ekkert skóla- og frístundastarf á morgun föstudaginn 20. mars.
English: There is still a strike going on so there will be no school tomorrow
Lesa meira
Verkfall Eflingar og sveitarfélaganna er óleyst og því verður engin kennsla á morgun fimmtudaginn 19. mars.
Still strike (Efliing) so there will be no school Thursday March 19th.
Lesa meira
Þar sem að enn hafa ekki náðst samningar á milli Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur öll kennsla og frístundastarf niður á morgun 18. mars. No School tomorrow March 18th. due to the strike (Efling).
Kennsla er í Tónlistarskólanum skv. útgefinni tilkynningu frá skólastjóra Tónlistarskólans.
Lesa meira
Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:
Lesa meira
Frá því að yfirvöld settu á samkomubann sem þegar hefur tekið gildi hefur verið unnið hörðum höndum að útfærslu skipulagi skólahalds til að uppfylla tilmæli sóttvarnalæknis. Leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness hefur sent út meðfylgjandi tilkynningu um fyrirkomulagið hér á Seltjarnarnesi:
Lesa meira
Þar sem að samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna hafa ekki náðst fellur allt skólahald niður í grunnskólanum á morgun þriðjudag. Foreldar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningum frá skólanum. Sjá nánar:
Lesa meira
Ákveðið hefur verið að sundlaugin verði opnuð aftur á morgun en þó með breyttu sniði samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis varðandi samkomubann og fjöldatakmarkanir er miðast við 100 manns sem og 2ja metra bil á milli fólks.
Lesa meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Sjá nánar:
Lesa meira
Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing:
Lesa meira
Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar er stöðugt að störfum og fundar nú á hverjum degi auk þess sem samráðshópur SSH heldur daglega fjarfundi. Fundarefni dagsins í dag/helgarinnar er fyrst og fremst nánari tilögun skólahalds ofl. vegna samkomubanns. Sjá nánar:
Lesa meira
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur á öllum skólastigum. Sjá nánar:
Lesa meira
Þar sem að ekki hafa náðst samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna er ljóst að til röskunar kemur á skólastarfi á morgun, föstudaginn 13. mars en þó ekki á öllum skólastigum. Kennsla fellur niður í Valhúsaskóla, Skjól og Frístund verða lokuð en kennt verður í Mýrarhúsaskóla. Sjá nánar:
Lesa meira
Hversu mikil röskunin verður fer eftir því hvort að samningsaðilar ná saman í dag eða kvöld eða ekki. Sjá nánar hér í tilkynningunni. Frekari upplýsingar um framhaldið verða senda út á morgun og foreldrar hvattir að fylgjast með fréttum.
Lesa meira
Að gefnu tilefni og í ljósi umræðu um starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins skal tekið fram að aðeins um tímabundnar breytingar er að ræða.
Lesa meira
Ríflega 20 starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru í stéttarfélaginu Eflingu og starfa þeir á mismunandi starfsstöðvum bæjarins. Áhrif verkfallsaðgerða verða mismikil og gera má ráð fyrir röskun á þjónustu þeirra starfstöðva sem viðkomandi starfsmenn tilheyra, þá helst varðandi heimaþjónustu.
Lesa meira
Samkvæmt tilkynningu frá Ríkissáttasemjara hefur kjarasamningur verið undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB.
Lesa meira
Samkvæmt nýjum tilmælum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og embættis Landlæknis er varðar viðkvæma einstaklinga verður brugðið til eftirfarandi aðgerða hjá Seltjarnarnesbæ. Sjá nánar:
Lesa meira
Í ljósi þess að fyrstu innanlandssmitin vegna Covid-19 veirunnar hafa verið staðfest hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni fært stig almannavarna af hættustigi á neyðarstig.
Lesa meira
Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin og munu hafa áhrif á þjónustu og starfsemi stofnana Seltjarnarnesbæjar. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fjölmiðlum og heimasíðu bæjarins. Sjá nánar:
Lesa meira
Opinn íbúafundur var haldinn 26. febrúar sl. í Félagsheimilinu þar sem Haraldur Líndal hagfræðingur kynnti helstu niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar fyrir íbúum.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista