Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Bókasafn Seltjarnarness opnar aftur með takmörkunum þann 4. maí nk.  - 29.4.2020

Í ljósi tilslakana á samkomubanni sem taka munu gildi þann 4. maí verður unnt að opna Bókasafn Seltjarnarness aftur en þó að teknu tilliti til strangra tilmæla sóttvarnalæknis er varðar fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Sjá nánar:  

Lesa meira

Stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaga - leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí - 29.4.2020

Embætti landslæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaga í tengslum við tilslakanir á samkomubanni sem tekur gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar: Lesa meira

Fjöldatakmörkun - Leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi þann 4. maí. - 28.4.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út tilmæli og leiðbeiningar um tilslakanir er varða fjöldatakmarkanir í samkomubanni og sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 sem taka gildi þann 4. maí 2020. Lesa meira

Íþróttastarf fullorðinna - Leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí. - 28.4.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum er varða íþróttastarf fullorðinna sem taka gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar: Lesa meira

Íþróttastarf barna - Leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí. - 28.4.2020

Embætti landslæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða íþróttastarf barna í tengslum við tilslakanir á samkomubanni sem tekur gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar: Lesa meira

Skóla- og frístundastarf - viðmið er snúa að tilslökunum frá samkomubanni og sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 frá 4. maí. - 28.4.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar er varða skóla- og frístundastarf frá 4. maí sem fræðslustjórar höfuðborgarsvæðisins útfært ennfrekar til viðmiðunar í útfærslu á skóla og frístundastarfi sveitarfélaganna. Lesa meira

Velferðarþjónusta - Leiðbeiningar um tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna Covid-19 sem taka þann 4. maí. - 28.4.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga. Sjá nánar: 

Lesa meira

Hetjan mín ert þú - ný barnabók ókeypis á netinu um Covid19 faraldurinn  - 27.4.2020

Hetjan mín ert þú - forsíðaRauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókina Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. (sjá neðar!)

Lesa meira

Auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum sem gilda frá 4. maí 2020 vegna Covid-19. - 21.4.2020

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja auglýsingu í Stjórnartíðindum sem lýsir þeim takmörkunum sem munu gilda frá 4. maí og fela í sér tilslakanir frá því samkomubanni sem gilt hefur frá 24. mars sl.  Sjá nánar:  Lesa meira

Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum. - 21.4.2020

Embætti landlæknis og Landspítali hafa gefið út upplýsingar / plaköt á íslensku, ensku og pólsku um skynsamlega notkun á einnota hönskum og grímum.

Lesa meira

Hópamyndun unglinga á leiksvæðum áhyggjuefni í tengslum við samkomubannið - 16.4.2020

Nauðsynlegt er að sporna gegn allri hópamyndun hvernig sem hún kann að myndast og eru foreldrar beðnir að halda fast í taumana og ítreka stöðugt reglurnar fyrir börnum sínum og ungmennum.

Lesa meira

Fólk hvatt til að ná sér í smitrakningar appið: Rakning C-19 - 16.4.2020

Almannavarnanefndin hvetur alla sem enn eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna en það hefur þegar sannað gildi sitt. English: People are encouraged to download the tracing app Rakning C-19. Lesa meira

Samantekt neyðarstjórnar á aðgerðum og þjónustu Seltjarnarnesbæjar vegna Covid-19 - 16.4.2020

Frá því að fyrst þurfti að bregðast við aðstæðum vegna Covid-19 faraldursins hefur gríðarlega margt verið gert innan Seltjarnarnesbæjar til að tryggja órofna þjónustu, uppfylla tilmæli sóttvarnalæknis og miðla upplýsingum. Hér má sjá stutt yfirlit yfir það helsta.

Lesa meira

Heildarorkukostnaður heimila vegna raforku og húshitunar er hvergi lægri en á Seltjarnarnesi - 15.4.2020

Áhugaverð samantekt Morgunblaðsins á kostnaði við rafmagnsnotkun og húshitun leiðir í ljós að heildarorkukostnaður heimila á Seltjarnarnesi er langlægstur í samanburði hvort sem er m.v. þéttbýli eða dreifbýli.

Lesa meira

Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi þann 4. maí nk. - 14.4.2020

Í tilslökununum felst m.a. að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. Lesa meira

Varað við mögulegum öflugum jarðskjálfta á Reykjanesi - Announcement about a possible earthquake see below - 11.4.2020

Samkvæmt veðurstofunni eru líkur á jarðskjálfta um eða yfir 6 á stærð sem getur haft áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum. Lesa meira

Almannavarnir, Rauði krossinn og Landsbjörg biðla til fólks að ferðast innanhúss um páskana - 6.4.2020

Virðum tilmælin og ferðumst innanhúss fremur en að fara í sumarbústaði eða í önnur ferðalög til að koma í veg fyrir slys og aukið álag á heilbrigðiskerfið og viðbragðsaðila. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: