Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks - 30.6.2020

Breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks

Framundan eru breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem ekið hefur undir merkjum Strætó síðastliðin 5 ár. Um mánaðamótin mun þjónustan verða aðskilin frá starfsemi Strætó og skipt verður um nafn, útlit og skipulag.

Lesa meira

Mikilvægt að snyrta gróður við lóðarmörk - 29.6.2020

Snyrtum gróður við lóðarmörk

Íbúar eru hvattir til að snyrta gróður við lóðarmörk en mikil slysahætta er vegna gróðurs sem slútir yfir lóðarmörk og getur slegist í vegfarendur eða byrgt þeim sýn.

Lesa meira

Börn í Leikskóla Seltjarnarness taka þátt í HönnunarMars - 23.6.2020

Leikskólabörn

Börn á 5. aldursári á deildinni Eiði í Leikskóla Seltjarnarness hafa unnið verkin á sýningunni Eldurinn í jörðinni sem sett er upp á bókasafni Norræna hússins.

Lesa meira

Forsetakosningar 2020 - 22.6.2020

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9.00 til kl. 22.00 í Valhúsaskóla við Skólabraut.

Lesa meira

COVID-19: Fjöldamörk úr 200 í 500 og fleiri tilslakanir frá og með mánudeginum 15. júní - 15.6.2020

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum sem gildir frá mánudeginum 15. júní til 5. júlí nk. Fjöldatakmörkun fer í 500 manns og engar takmarkanir á fjölda gesta í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Lesa meira

17. júní 2020: Flöggum og fögnum - Gleðjumst og grillum - 15.6.2020

17. júní 2020

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 þá verða ekki hefðbundin 17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi en við hvetjum íbúa hins vegar eindregið til að halda daginn hátíðlegan og njóta samveru með fjölskyldu, vinum eða nágrönnum.

Lesa meira

Álestur hitaveitumæla í gangi þessa dagana - 11.6.2020

Auðkenndir sumarstarfsmenn á vegum Seltjarnarnesbæjar munu ganga í hús í dag og næstu virku daga til að lesa af hitaveitumælum hjá þeim sem ekki hafa skilað inn álestri það sem af er ári.  Lesa meira

Íbúum boðið að setja greiðslur fasteignagjalda á kreditkort  - 11.6.2020

Þessa dagana eru sumarstarfsmenn á bæjarskrifstofu að hringja í fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi og bjóða að greiðsla fasteignagjalda sé færð á kreditkort. Verkefnið er hugsað sem þjónustuauki við bæjarbúa og er valfrjáls. Sjá nánar:

Lesa meira

Forsetakosningar 27. júní 2020 - upplýsingar um kjörskrá, kosningu og kjörfund á Seltjarnarnes - 10.6.2020

Forsetakosningar 2020

Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar mun liggja frammi, almenningi til sýnis frá 16. júní á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 á opnunartíma. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 27. júní er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.

Lesa meira

Nýr forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Selsins - 8.6.2020

Jóna Rán Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Selsins en hún býr yfir víðtækri reynslu af starfi með börnum og ungmennum og var valin úr hópi tíu umsækjenda. Lesa meira

Seltjarnarnesbær samdi við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar 2020-2023. - 8.6.2020

Samningur skólamatur

Verkið var boðið út í vetur og samstarfssamningur undirritaður þann 28. maí sl. Skólamatur ehf. mun sjá um matinn fyrir nemendur og starfsfólk sem og samantekt að máltíð lokinni.

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: