Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Vinna við fræsingu og malbikun á Lindarbrautinni að hefjast - 31.8.2020

Lindarbrautin verður fræst þriðjudag og miðvikudag 1. og 2. september nk. og verður gatan malbikuð í framhaldi eftir því sem veður leyfir. Verkinu fylgja tafir og lokanir á bílaumferð. Óheimilt verður að leggja bílum á Lindarbraut og íbúar í aðliggjandi götum gætu lent í vandræðum með aðgengi að sínum götum. Lesa meira

2ja metra reglan - nánari skilgreining sóttvarnalæknis á nálægðartakmörkunum vegna Covid19 - 27.8.2020

Embætti Landlæknis hefur gefið út nánari útskýringar sóttvarnalæknis á tveggja metra reglunni í tengslum við nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti.   https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42803/Skilgreining%20%C3%A1%20n%C3%A1ndarreglu%2019082020.pdf Lesa meira

Verðskrá skólamáltíða 2020-2021 og samanburður frá fyrra ári - 26.8.2020

Að gefnu tilefni má hér sjá nánari samanburð á verði skólamáltíða í leik- og grunnskóla árin 2019-2020 og 2020-2021 en breytingar hafa verið gerðar á rekstri skólamötuneytis. 

Lesa meira

Breytingar er varða skólamáltíðir grunnskólabarna - 24.8.2020

Á vormánuðum ákvað bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að bjóða rekstur mötuneytis skólabarna út og var í sumar samið við Skólamat ehf sem nú hefur tekið starfsemina yfir sem og skráningu í mataráskrift, innheimtu og alla umsýslu. 

Lesa meira

Sex mánaðar rekstraryfirlit Seltjarnarnesbæjar. - 20.8.2020

Yfirlit yfir rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur nú verið birt á heimasíðu bæjarins. Um er að ræða óendurskoðað uppgjör.

Lesa meira

Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 14. ágúst 2020 - 17.8.2020

Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns og meginreglan um 2 metra nálægðarmörk gildir en þó með þeirri undantekningu að nálægðarmörk eru rýmkuð í framhalds- og háskólum sem og í íþróttum. Sjá nánar:

Lesa meira

Málun yfirborðsmerkinga gatna í gangi - 17.8.2020

Yfirborðsmerkingar

Þessa dagana er unnið að því að mála merkingar á götur bæjarins sbr gangbrautir, þríhyrninga við biðskyldur og miðlínur sem aðgreinir akstursstefnuna. Fyrirtækið GSG ehf. annast verkið sem mun ljúka í haust. 

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: