Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Í ljósi hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19 verður mánudagurinn notaður til að skipuleggja skólastarfið. Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.
Lesa meira
Fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (meginregla), 2ja metra reglan gildir ásamt grímuskyldu þar sem ekki er hægt að uppfylla 2ja metra regluna. Sjá nánar í tilkynningu fá Heilbrigðisráðuneytinu:
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur áhuga á að í Ráðagerði verði heimiluð veitingaþjónusta í flokki II, skv. 17. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.
Lesa meira
Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði leikskóli á horni Suðurstrandar og Nesvegar sem afmarkast af þeim götum svo og Selbraut til suðurs.
Lesa meira
Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár.
Lesa meira
Til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda hafa nú verið settar zebra gangbrautir á allar strandirnar þar sem göngustígurinn frá kirkjunni að Hofgörðum þverar göturnar. Ökumenn eru ennfremur minntir á að hámarkshraði í þessum götum er 30 km eins og í öðrum íbúagötum bæjarins.
Lesa meira
Athygli íbúa er vakin á umsóknarfrestinum sem er til 1. desember nk. Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu frá Minjastofnun og á http://www.minjastofnun.is/
Lesa meira
Náðst hefur samkomulag við fulltrúa eiganda kofans sem er í mikilli niðurníðslu að hann verði fjarlægður og verður það gert um helgina. Varað er við hættulegum aðstæðum eins og myndir sýna.
Lesa meira
Áfram verða strangar takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu - sjá nánar í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.
Lesa meira
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021.
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi á morgun, 7. október.
Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Sjá nánar:
Lesa meira
Samkvæmt ákvörðun aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins loka allar sundlaugar höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 7. október og þar til annað verður ákveðið af sóttvarnayfirvöldum.
Lesa meira
Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:
Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Meginreglan miðast við 20 manna fjöldatakmörkun,
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista