Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Listaverkið Bollasteinn óvirkt vegna bilunar í stjórnbúnaði  - 23.12.2021

Skrúfa þurfti fyrir vatnið í Bollasteini þar sem að stjórnkerfið skemmdist og því er ekki hægt að njóta fótabaðsins á næstunni en panta þarft nýtt frá útlöndum og óvíst hversu langan tíma það tekur að fá það til landsins.

Lesa meira

COVID-19: Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita - 22.12.2021

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns, grímuskylda og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum. Nýjar reglur taka gildi frá og með 23. desember 2021.

Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja 2021 frá Seltjarnarnesbæ - 21.12.2021

Gleðileg jól og farsælt komandi árSeltjarnarnesbær óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

Lesa meira

Hátíðaropnun Sundlaugar Seltjarnarness - 16.12.2021

Hátíðaropnun

Sundlaug Seltjarnarness verður opin sem hér segir í kringum jól og áramót:
Lesa meira

Áramótabrennu á Valhúsahæð aflýst - 16.12.2021

ÁramótabrennaÍ ljósi óvissu um sóttvarnarregur og samkomutakmarkanir vegna Covid-19 hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákveðið halda ekki áramótabrennu í ár.

Lesa meira

Steinunn garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar kvödd - 15.12.2021

Steinunn garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar kvöddEftir tæplega 30 ára starf sem garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar kvaddi Steinunn Árnadóttir okkur Seltirninga á þeim vettvangi er hún lauk störfum þann 30. nóvember sl.

Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna tómstundastyrkja 2021 rennur út 31. desember 2021. - 14.12.2021

Tómstundastyrkir
Umsóknir eru rafrænar og fara fram í gegnum Mínar síður.
Lesa meira

Fyrsta skóflustungan tekin í dag að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi - 8.12.2021

Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut á SeltjarnarnesiÁsgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson formaður fjölskyldunefndar og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags tóku fyrstu skóflustunguna en um er að ræða búsetukjarna með sex íbúðum.

Lesa meira

COVID-19: Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur  - 7.12.2021

Sóttvarnaráðstafanirnar fela m.a. í sér 50 manna almenna fjöldatakmörkun, grímuskyldu og 1 metra fjarlægðarmörk. Reglugerðin gildir til 22. desember nk. Sjá nánar:

Lesa meira

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi - 30.11.2021

Tillögurnar eru auglýstar frá og með 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022 og verða til sýnis á bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Lesa meira

Djúpslökun í desember (yoga nidra) í samstarfi við Evu Maríu Jónsdóttur - 25.11.2021

Seltjarnarnesbær, heilsueflandi samfélag í samstarfi við Evu Maríu býður upp á slökunarjóga í Lyfjafræðisafninu á miðvikudögum.

Lesa meira

COVID-19: Hertar aðgerðir, 50 manna fjöldatakmarkanir – stórátak í örvunarbólusetningum - 12.11.2021

Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi. Aðgerðirnar gilda til og með 8. desember nk. Lesa meira

Covid19 - Hertar samkomutakmarkanir hafa tekið gildi í dag 10. nóvember. - 10.11.2021

Fjöldatakmörkun miðast við 500 manns og grímuskylda þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nálægðarreglu. Sjá nánar:

Lesa meira

Uppbygging aðstöðu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins - 4.11.2021

Skíðalyfta
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða kr. fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðkunar til ársins 2026.
Lesa meira

Landsátakið Syndum stendur yfir frá 1. - 28. nóvember  - 4.11.2021

Syndum

Seltirningar eru hvattir til að taka þátt í þessu heilsu- og hvatningarátaki sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland. Sjá nánar:
Lesa meira

Starfsemi nýja ungbarnaleikskólans í Gamla Mýrarhúsaskóla gengur vel - 2.11.2021

UngbarnaleikskóliLeikskólinn opnaði þann 1. október sl. fyrir börn á öðru aldursári til tveggja ára. Aðlögun fyrstu barnanna hefur gengið afar vel og þau njóta sín bæði innan- sem utandyra enda öll aðstaða sniðin að þeirra þörfum.

Lesa meira

Dælubrunnur settur niður við Norðurströndina - 29.10.2021

DælubrunnurFramkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig nýja dæluhúsinu hefur nú verið komið fyrir ofan í jörðinni og mun að frágangi loknum tengjast fráveitulögnunum til Reykjavíkur.

Lesa meira

Örugg búseta fyrir alla - 28.10.2021

Örugg búseta
Í gær fór af stað samstarfsverkefni um kortlagningu á fjölda einstaklinga sem búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar:
Lesa meira

COVID-19: Sóttkví og einangrun – reglur um styttri tíma - 28.10.2021

Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Lesa meira

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 - opið fyrir umsóknir og tilnefningar! - 28.10.2021

Bæjarlistamaður 2022Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022.
Lesa meira

Borverki við nýja borholu hitaveitunnar lokið fyrr en áætlað var - 25.10.2021

Borholuframkvæmdir
Borholuframkvæmdin gekk vonum framar og var nær hnökralaus en borað var niður í tæpa 2200 metra. Nú tekur við frágangur við borholuhúsið og lóðina.
Lesa meira

COVID-19: Verulegar afléttingar innanlandstakmarkana frá og með 20. október og að fullu 18. nóvember - 19.10.2021

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Lesa meira

Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður óstarfhæf næstu vikurnar vegna viðgerðar sem hefst á morgun 20. október. - 19.10.2021

Skipta þarf um svokallað "trompet"  eða safnlögn vegna bilunar sem ekki gekk að laga.  Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Veitum: https://www.veitur.is/frett/nytt-trompet-tengt-hreinsistod-fraveitu-vid-ananaust Lesa meira

Framkvæmdum við nýja skólpdælistöð á Norðurströnd miðar vel áfram  - 19.10.2021

VeituframkvæmdirDæluhúsið verður neðanjarðar en grafa þarf 6 metra niður í heildina, fleyga þurfti klöpp til að ná alla leið og styttist nú í að húsið komi á staðinn.

Lesa meira

Endurbætur gatnamóta Suðurströnd-Nesvegur eru hafnar - 18.10.2021

Endurbætur

Um er að ræða umfangsmiklar framkvæmdir þar sem bæði umferðarljósabúnaður verður endurnýjaður og gatnamótin sjálf með tilliti til öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda. 

Lesa meira

Seltjarnarnesbær hlýtur viðurkenninguna Jafnvægisvog FKA - 15.10.2021

Jafnvægisvog

Seltjarnarnesbær var eitt sjö sveitarfélaga til að fá viðurkenninguna og er það afar ánægjulegt enda markvisst unnið að því að tryggja jafna stöðu kynjanna. 
Lesa meira

Framkvæmdir við skólpdælistöð við Norðurströnd - 15.10.2021

VeituframkvæmdirEins og áður hefur verið kynnt standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á fráveitu Seltjarnarnesbæjar en um er að ræða endurnýjun þrýstilagna og dælistöðva sem munu tengjast hreinsistöðinni við Ánanaust.

Lesa meira

Chromebook tölvur til nemenda í 9. og 10. bekk Grunnskóla Seltjarnarness - 13.10.2021

Chromebook

Um 100 tölvur hafa þegar verið afhentar til þessarra árganga og nýtast þær nemendum til persónulegrar notkunar í skólastarfinu og heima fyrir. Innleiðingin á notkun þeirra gengur mjög vel.
Lesa meira

Snyrtum gróður við lóðarmörk - 11.10.2021

Snyrtum gróður við lóðarmörkNú er góður tími til að snyrta gróður við lóðarmörk þannig að ekki starfi hætta af greinum sem skyggja á umferðarmerki, götumerkingar eða götulýsingu eða  sláist í gangandi og hjólandi vegfarendum.

Lesa meira

Njóttu menningarhátíðar alla helgina - dagskráin er hér! - 8.10.2021

borhola
Menningarhátíð Seltjarnarness 2021 er hafin og dagskráin er stútfull af fjölbreyttum viðburðum og sýningum fyrir alla aldurshópa. Ekki missa af - hér má sjá yfirlit yfir dagskránna.
Lesa meira

Gleðilega menningarhátíð 2021 sem hófst í dag fimmtudaginn 7. október og stendur til 10. október. - 7.10.2021

borhola

Setningin menningarhátíðarinnar fer fram kl. 17.00 á bókasafninu og verður boðið upp á hátíðarávarp, tónlistaratriði, sýningaropnanir og léttar veitingar. Allir velkomnir!

Lesa meira

Covid smit í skólasamfélaginu og verklagsreglum fylgt  - 5.10.2021

Hafi barn verið útsett fyrir smiti fá foreldrar sms og tölvupóst frá smitrakningarteyminu auk þess sem skólinn sendir út tölvupóst þurfi heill bekkur að fara í sóttkví, til foreldra þeirra nemenda er málið varðar. Lesa meira

COVID-19: Takmarkanir innanlands framlengdar til 20. október - 5.10.2021

Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 500 manns og börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Nálægðartakmörk miðast við 1m innandyra hjá ótengdum aðilum og grímuskylda ef ekki er hægt að uppfylla 1m regluna. Lesa meira

Ný hitaveitu borhola við Bygggarða komin í 1.100 metra - 4.10.2021

borhola

Borholuframkvæmd Hitaveitu Seltjarnarnes vestan Bygggarða hefur gengið vel frá því framkvæmdir hófust í ágúst.

Lesa meira

Dagskrá Menningarhátíðar Seltjarnarness 2021  - 1.10.2021

Menningarhátíð
Menningarhátíðin verður haldin 7.-10. október með afar fjölbreyttri dagskrá eins og sjá má í rafrænum bæklingi í fréttinni. Njótið vel!
Lesa meira

Skólahlaup Valhúsaskóla var haldið í dag - 30.9.2021

SkólahlaupNemendur Valhúsaskóla hlupu í hinu árvissa skólahlaupi Valhúsaskóla í dag, byrjað var á hressandi upphitun áður en stormað var af stað út að golfvelli og til baka. Veðrið var hið fínasta í hlaupinu.
Lesa meira

Gatna- og lagnaframkvæmdir við Bygggarða - 29.9.2021

Lagnamynd
Vegna lagnatenginga í gegnum Norðurströnd fyrir gatnaframkvæmdir við nýtt hverfi, Gróttubyggð, má búast við töfum á bílaumferð um Norðurströndina á móts við Bygggarða næstu daga.
Lesa meira

Undirritun samnings Seltjarnarnesbæjar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða  - 22.9.2021

UndirritunNýverið var undirritaður samningur á milli Seltjarnarnesbæjar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um endurborun SN-04 vinnsluborholu Hitaveitu Seltjarnarness. 

Lesa meira

Alþingiskosningar 2021 - 21.9.2021

AlþingiskosningarAlþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9.00 til kl. 22.00 í Valhúsaskóla við Skólabraut og kosið er í þremur kjördeildum eins og í undanförnum kosningum. 

Lesa meira

Appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 13.30-17.00 í dag - Orange warning! - 21.9.2021

Veðurviðvörun

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Sjá nánar:
Lesa meira

Öll börn úr yngsta aldurshópi hefja aðlögun í Leikskóla Seltjarnarness í næstu viku - 17.9.2021

Fresta þurfti fyrirhugaðri aðlögun í lok ágúst/byrjun september vegna manneklu en nú hefur verið ráðið í allar stöður og því geta öll börnin hafið leikskólagöngu sína. Lesa meira

COVID-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 15. september - 14.9.2021

Almennar fjöldatakmarkanir miðast við 500 manns og börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Nálægðartakmörk miðast enn við 1m innandyra hjá ótengdum aðilum og grímuskylda ef ekki er hægt að uppfylla 1m regluna. Lesa meira

Endurborun vinnsluborholu SN-04 Hitaveitu Seltjarnarness er hafin - 11.9.2021

borholaFramkvæmdin kemur í kjölfar þess óhapps sem varð þann 14. mars sl. þegar að dælurör slitnaði og raskaði þar með rekstraröryggi hitaveitunnar þar sem ekki reyndist unnt að lagfæra borholuna. 

Lesa meira

Alþingiskosningar 25. september 2021 - upplýsingar um kjörskrá, kosningu og kjörfund á Seltjarnarnes - 3.9.2021

AlþingiskosningarKjörskrá Seltjarnarnesbæjar mun liggja frammi, almenningi til sýnis frá 15. september á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 á opnunartíma. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 25. september er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.

Lesa meira

Húsgögn nemenda í Valhúsaskóla endurnýjuð - 2.9.2021

HúsgögnNemendur hafa fengið ný borð og stóla sem koma virkilega vel út og sáu nemendur um að aðstoða starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar við að flytja gömlu húsgögnin út og þau nýju inn.

Lesa meira

Göngu- og hjólastíg á milli Snoppu og Bakkatjarnar lokað vegna framkvæmda - 2.9.2021

Göngu- og hjólastígurStígurinn verður bæði breikkaður og lagfærður þar sem þörf krefur og eru vegfarendur beðnir að gæta að sér á meðan á framkvæmdunum stendur.

Lesa meira

Covid-19: Ný reglugerð vegna tilslakana sem taka gildi 28. ágúst - 28.8.2021

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna Covid-19.  Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Kringlunni og Smáralind - 26.8.2021

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Kringlunni og Smáralind mánudaginn 23. ágúst og er opin alla daga vikunnar kl. 10:00-22:00.  Lesa meira

Covid 19: Breyttar reglur um sóttkví í skólum - 23.8.2021

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum og taka þær gildi þriðjudaginn 24. ágúst.

Lesa meira

Hraðavaraskilti komin upp á Lindarbrautinni - hámarkshraði 40 km/klst. - 18.8.2021

Hraðavaraskilti Í kjölfar þess að bæjarstjórn samþykkti að hámarkshraði á Lindarbrautinni yrði lækkaður úr 50 km/klst í 40 km/klst hafa nú verið sett upp tvö hraðavaraskilti í sitthvora akstursstefnuna.

Lesa meira

Leikskólinn Sólbrekka lokaður til 17. ágúst vegna Covid-19 smits - 11.8.2021

Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnayfirvalda hafa öll börn á deildinni Bakka og allt starfsfólk Sólbrekku verið send í sóttkví. Allar aðrar deildir (Ás, Eiði, Bjarg og Grund) eru því lokaðar en börn á þeim deildum eru ekki í sóttkví.

Lesa meira

COVID-19: Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur - 11.8.2021

Áfram gildir 200 manna fjöldatakmörkun, 1 metra nálægðarregla m.a. í verslunum og öðru opinberu húsnæði sem og óbreyttar reglur um grímunotkun. Ný reglugerð gildir til og með 27. ágúst. Sjá nánar:

Lesa meira

Viðgerð á leka við Kirkjubraut/Bakkagarð - 6.8.2021

Viðgerð á leka við Kirkjubraut/Bakkagarð

Stefnt er að því að taka heita vatnið af á þriðjudaginn hjá þeim íbúum á þessu svæði sem eru tengdir við lögnina.

Lesa meira

Endurnýjun leiktækja við Leikskóla Seltjarnarness - 5.8.2021

Endurnýjun leiktækja

Steinunn garðyrkjustjóri hefur í sumar verið að endurnýja leiktæki við Leikskóla Seltjarnarness. Sú vinna klárast í haust. 

Lesa meira

Fráveituframkvæmdir við Norðurströndina - 3.8.2021

Framkvæmdirnar hófust í sumar og hafa gengið vel.fráveituframkvæmdir á Norðurströndinni

Lesa meira

Viðgerð lokið hjá Hitaveitu Seltjarnarness. - 27.7.2021

Hitaveita SeltjarnarnessUnnið hefur verið sleitulaust í alla nótt en vinna við endurnýjun og viðgerð tekur lengri tíma en vonir stóðu til. Á þessari stundu er ekki alveg ljóst hvenær í dag heita vatnið kemst á aftur.
Lesa meira

Sundlaug Seltjarnarness lokuð frá kl. 19 mánudaginn 26. júlí og þriðjudaginn 27. júlí vegna allsherjar lokunar hitaveitunnar.  - 25.7.2021

Vegna lokunar Hitaveitu Seltjarnarness á heita vatninu á öllu Seltjarnarnesi verður sundlaugin lokuð.

COVID-19: Samkomutakmarkanir frá og með sunnudeginum 25. júlí - 24.7.2021

Fjöldatakmörkun miðast við 200 manns og 1 metra nálægðarregla eru meðal takamarkana sem taka nú gildi. Sjá nánar: 

Lesa meira

Hugmyndasöfnun vegna Menningarhátíðar Seltjarnarness 2021 - 13.7.2021

Leitað er til íbúa eftir hugmyndum að viðburðum, sýningum og upplifun á Menningarhátíð Seljarnarness sem haldin verður í október 2021. Allar hugmyndir eru vel þegnar! Hugmyndasöfnun - ertu með hugmynd?

Lesa meira

Borun fyrir Hitaveitu Seltjarnarness - 29.6.2021

Borhola 4

Þessi aðgerð mun hafa rask í för með sér fyrir þau fyrirtæki sem starfa við Bygggarða og er nú verið að upplýsa þau um það.
Lesa meira

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga - 28.6.2021

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2021 Umhverfisnefnd Seltjarnarness óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir sumarið 2021
Lesa meira

COVID-19: Aflétting allra samkomutakmarkana innanlands 26. júní - 25.6.2021

Í þessu felst fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins og skv. tillögu sóttvarnarlæknis. Breytingar á landamærum taka gildi þann 1. júlí nk. Sjá nánar:

Lesa meira

Jónsmessuganga á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 24. júní kl. 19.30. - 22.6.2021

Gangan hefst kl. 19.30 við gamla Mýró og verður genginn þægilegur hringum um hið svokallaða "Campus" svæði undir leiðsögn Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra, stoppað á nokkrum stöðum inni og úti og boðið upp á veitingar.

Lesa meira

Akstursleið ísbílsins - Ís í boði bæjarins á 17. júní - 15.6.2021

ÍsbíllÍsbíllinn keyrir um Nesið á milli kl. 11-17 á þjóðhátíðardaginn og stendur börnum til boða að sækja sér einn ís á mann í boði bæjarins. Hægt er að skoða akstursleiðina á meðfylgjandi korti sem og að skoða ferðir hans í rauntíma.

Lesa meira

17. júní 2021: Flöggum og fögnum - Fjölskyldan saman! - 11.6.2021

17. júní 2021

Í ljósi gildandi fjöldatakmarkana vegna Covid-19 þá verða ekki hefðbundin 17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi en boðið er upp á 17. júní ratleik, ísbíllinn verður á ferðinni, hátíðaropnun í sundlauginni o.fl. Við hvetjum íbúa því eindregið til að halda daginn hátíðlegan og njóta samveru með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

COVID-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri frá 15. júní nk. - 11.6.2021

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út að tilslakanir er varða samkomutakmarkanir munu taka gildi þann 15. júní í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Sjá nánar. Lesa meira

Auglýsingar um skipulagsmál í Seltjarnarnesbæ - 26.5.2021

Tillögurnar eru auglýstar frá 26. maí til og með 14. júlí 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Lesa meira

Kattaeigendur minntir á að taka tilliti til varptíma fugla - 26.5.2021

Kattaeigendur eru minntir á að þeim ber að taka tillit til varptíma fugla sem stendur yfir frá 1. maí - 31. júlí.

Lesa meira

Endurbætur á fráveitukerfi bæjarins - 26.5.2021

VeituframkvæmdirÍ sumar verður haldið áfram með framkvæmdir vegna fráveitunnar en stóru rörin sem liggja við Norðurströndina eru komin á staðinn í þeim tilgangi.

Lesa meira

Covid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum í dag 25. maí - 25.5.2021

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Skráning gesta og viðskiptavina vegna smitrakningar helst óbreytt. Reglugerðin gildir til 16. júní. Sjá nánar: Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna Ráðagerðis - 20.5.2021

Ráðagerði

Skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa fjallað um athugasemdir sem gerðar voru þegar tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna Ráðagerðis var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lesa meira

Framkvæmdum lokið við Eiðistorg - 14.5.2021

Eiðistorg framkvæmdirTilkoma nýrra gönguljósa á nýjum og öruggari stað við Nesveginn marka endalok framkvæmdanna við Eiðistorg þar sem fjölmargt hefur verið gert til að gera umferð gangandi vegfarenda um torgið öruggara.

Lesa meira

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2020 lagður fyrir bæjarstjórn - 14.5.2021

Ársreikningurinn lýsir sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samkvæmt tilkynningu frá Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra en fyrri umræða fór fram á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 12. maí 2021 

Lesa meira

Götusópun á Seltjarnarnesi verður 11. - 17. maí  - 10.5.2021

GötusópunÁ morgun 11. maí hefst götusópun á vegum Hreinsitækni. Seltjarnarnesi hefur verið skipt upp í fjögur hólf og verður eitt hólf tekið fyrir á hverjum degi (sjá kort). Íbúar eru beðnir um að fjarlægja bíla sína af götunum á meðan.

Lesa meira

Covid19 - Fjöldatakmarkanir 50 manns og fleiri tilslakanir frá og með 10. maí - 10.5.2021

Í dag, mánudag, tóku gildi ýmsar tilslakanir á sóttvarnarreglum, bæði almennt en líka hvað varðar skólastarf og landamærin. Sjá nánar í frétt:

Lesa meira

Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness verður 17.-21. maí nk. - 5.5.2021

SundlaugLokunin er vegna árlegs viðhalds, hreinsunar, námskeiðs og sundprófs starfsmanna. Sundlaugin opnar aftur kl. 8 laugardaginn 22. maí. 

Lesa meira

Sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2021 - 4.5.2021

Nú á allra næstu dögum verður opnað fyrir skráningar á sumarnámskeið barna á vegum Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2021. Hér má sjá yfirlit yfir námskeið í boði í sumar sem og tímasetningar varðandi vinnuskólann. http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menntun/sumarnamskeid/  Lesa meira

Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 3. - 10. maí 2021 - 27.4.2021

Umhverfisdagar 2021Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.   

Lesa meira

Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis - breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19. - 15.4.2021

breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 7. júní 2021.

Lesa meira

COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl - 14.4.2021

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, íþróttastarf, sund og heilsurækt opna með takmörkunum sem og sviðslistir og skíðasvæði. Nálægðarmörk á öllum skólastigum fara úr 2 metrum í 1 meter. Sjá nánar: Lesa meira

Björn Kristinsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 - 14.4.2021

Björn Kristinsson, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021

Björn Kristinsson (Bjössi Sax) tónlistarmaður var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 13. apríl. Þetta er í 25. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
Lesa meira

Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar - 9.4.2021

eldgos

Gasmengun getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma og því kynna sér leiðbeiningar þess efnis. Sjá nánar:

Lesa meira

Betri lýsing komin við gangbrautina hjá Hitaveituhúsinu við Lindarbraut - 8.4.2021

hitaveituhusÞökkum góða ábendingu frá íbúa þess efnis að lýsing á þessum stað mætti vera betri. Því hefur nú verið kippt í liðinn með því að sett var upp ljós og kantsteinninn við gangbrautina málaður gulur. 

Lesa meira

Covid19 - Skólastarf eftir páska - 31.3.2021

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1.apríl til og með 15. apríl. Allt skólastarf á Seltjarnarnesi hefst því strax eftir páska en skólastjórnendur senda út nákvæmari upplýsingar til foreldra. Lesa meira

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2021 - 26.3.2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ, sjá störf í boði á heimasíðu bæjarins.sumarstörf


Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021.

Lesa meira

Covid19: Hertar lokanir og takmarkanir hafa margvísleg áhrif hjá Seltjarnarnesbæ - 25.3.2021

Vegna hópsmita sem upp komu í vikunni gaf Heilbrigðisráðuneytið út nýja reglugerð með hertum aðgerðum sem gildir til og með 15. apríl. Þjónusta Seltjarnarnesbæjar tekur mið af því - sjá nánar:
Lesa meira

Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig - 25.3.2021

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis tilkynntu að hækkun á neyðarstig tæki við samhliða hertum sóttvarnarreglum frá 25. mars 2021.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning!  Starfsdagur á Leikskóla Seltjarnarness til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars vegna hertra sóttvarnarráðstafana  - 24.3.2021

Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er ákveðið að starfsdagur verði á öllum leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag.NB! English below

Lesa meira

COVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti - fjöldatakmörk 10 manns - 24.3.2021

Meginreglan er tíu manna fjöldatakmörkun og aðeins börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin. Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Hertar reglur gilda í 3 vikur. Sjá nánar í frétt:

Lesa meira

Leikskóli Seltjarnarness – innritun fyrir skólaárið 2021-2022 - 24.3.2021

Umsóknafrestur er til 31. mars nk. Umsóknir sem berast eftir það fara í biðstöðu. Vegna mikillar fjölgunar barna hér  á leikskólaaldri eru börn fædd 2019 í forgangi og sem stendur óljóst hversu mörg börn fædd 2020 býðst leikskólapláss. Lesa meira

Upplýsingasíður vegna eldgoss í Geldingadal á Reykjanesi sem gefa góðar upplýsingar og ráð. - 23.3.2021

Það er mikilvægt að kynna sér vel réttar upplýsingar um veður, aðstæður, loftgæði og góð ráð varðandi líðan. Sjá nánar nokkrar mikilvægar upplýsingasíður: Lesa meira

Deiliskipulag Stranda – grenndarkynning vegna umsóknar um breytingu vegna Fornustrandar 8. - 17.3.2021

Fornaströnd 8

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Athugasemdum skal skila skriflega til þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 21. apríl 2021.

Lesa meira

COVID-19: Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum innanlands 18. mars - 16.3.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun. Almenn fjöldatakmörkun áfram 50 manns, auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði.  Lesa meira

Seltjarnarnesbær innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - 11.3.2021

Barnasáttmáli

Undirritaður var í vikunni samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar við UNICEF á Íslandi og Félagsmálaráðuneytið um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Lesa meira

Rekstur Bílastæðasjóðs Seltjarnarnesbæjar kominn í gang - 8.3.2021

Verkefni sjóðsins er að sjá til þess að allir íbúar Seltjarnarnesbæjar komist leiðar sinnar á sem öruggastan og besta máta, sama hver ferðamátinn er hverju sinni og án truflunar frá ökutækjum sem lagt er ólöglega.

Lesa meira

Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fundar vegna jarðhræringa - 26.2.2021

Í ljósi þess að höfuðborgarsvæðið er á hættustigi vegna jarðhræringa og jörð skelfur enn er mikilvægt að allir hugi að vörnum og viðbúnaði við jarðskjálfta sem og kynni sér rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Sjá nánar: 

Lesa meira

Sýning á Eiðistorgi í tilefni af Degi leikskólans 6. febrúar sl. - 26.2.2021

Dagur leikskólans

Markmiðið er alltaf að gera starf leikskólans sýnilegt í tengslum við Dag leikskólans og var það m.a. gert hér líka þegar börn á Sólbrekku máluðu glerlistaverk á handrið og glugga Eiðistorgs.

Lesa meira

Endurnýjun flóðlýsingar á Vivaldivelli - 25.2.2021

Gleðilega hátíð


Nýverið var lokið við endurnýjun á ljósamöstrunum á gervigrasvellinum við Suðurströnd sem komin voru vel til ára sinna. 

Lesa meira

Verslun og þjónusta í Ráðagerði - Tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 - 25.2.2021

Ráðagerði
Tillagan felur í sér breytta landnotkun á svæði vestan Bygggarða, þar sem Ráðagerði stendur. Þar er fyrirhuguð veitingasala og gert ráð fyrir auknum bílastæðum.
Lesa meira

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi: Hættustig almannavarna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi - 24.2.2021

Hættustig almannavarna er sett á til að samhæfa aðgerðir og verklag ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Fólk er hvatt til að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á vef  Almannavarna sjá nánar:

Lesa meira

COVID-19: Létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar - 24.2.2021

Gefin hefur verið út ný reglugerð er varðar tilslakanir í skólastarfi og er rýmkað töluvert á takmörkunum á öllum skólastigum. Sjá nánar: Lesa meira

Covid-19: Tilslakanir - Almenn fjöldatakmörkun miðast við 50 manns frá 24. febrúar. - 24.2.2021

Ný reglugerð hefur nú tekið gildi með ýmsum tilslökunum á samkomutakmörkunum. Sjá nánar:  Lesa meira

Auðlesið efni: Upplýsingar um bólusetningu gegn Covid-19 - 18.2.2021

Embætti landlæknis í samvinnu við Þroskahjálp hafa tekið saman upplýsingar um bólusetningu á auðlesnu efni, Sjá nánar: 

Lesa meira

Bólusetning gegn COVID-19 - Algengar spurningar og svör - 18.2.2021

Embætti landlæknis hefur tekið saman algengar spurningar og svör vegna bólusetningar gegn COVID-19 og eru þær upplýsingar nú til á íslensku, ensku og pólsku. Sjá nánar: Lesa meira

Fáðu þér G-vítamín! Frítt í sund í dag í Sundlaug Seltjarnarness - 17.2.2021

Sundlaug Seltjarnarness tekur þátt í starfi Geðhjálpar og gefur frítt í sund í dag miðvikudaginn 17. febrúar til að gefa íbúum G-vítamín.
Lesa meira

Öðruvísi Öskudagur - vöndum allar sóttvarnir! - 16.2.2021

Mikilvægt að huga að öllum sóttvörnum þegar tekið er á móti syngjandi furðuverum á Seltjarnarnesi á morgun, Öskudag. Muna grímur, spritt og að gefa einungis innpakkað góðgæti!

Lesa meira

Fáðu þér G-vítamín! - 9.2.2021

Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.

Lesa meira

Covid19: Varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum taka gildi mánudaginn 8. febrúar - 8.2.2021

Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en hingað til. Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. 

Lesa meira

Vetrarhátíð 4.-7. febrúar 2021 - 2.2.2021

Vetrarhátíð er að vanda haldin hátíðleg á höfuðborgarsvæðinu fyrstu helgina í febrúar og einnig hjá okkur á Seltjarnarnesi þegar að mannvirki verða lýst upp, fólk hvatt til ljósa- listaverkagöngu sett upp sýning á bókasafninu.

Lesa meira

Lífshlaupið - Landskeppni í hreyfingu að hefst þann 3. febrúar - 2.2.2021

LífshlaupiðLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna og eru Seltirningar eindregið hvattir til að taka þátt.

Lesa meira

Anna Lára Davíðsdóttir og Pálmi Rafn Pálmason íþróttakona og maður Seltjarnarness 2020 - 1.2.2021

Íþróttamaður ársinsKjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 28. janúar í 28. skiptið en það var fyrst haldið 1993 að auki voru veitt ýmiss önnur verðlaun til öflugra íþróttamanna og kvenna á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Búsetukjarni fyrir fatlaða við Kirkjubraut - 26.1.2021

Seltjarnarnesbær auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Lesa meira

Tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd. - 22.1.2021

Tillaga þessi um breytingu á aðalskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi og gefst færi á að koma með ábendingar um efni tillögunnar. Tillagan varðar skipulagsákvæði fyrir reit S-3.

Lesa meira

Innritun barna fædd 2015 að hefjast í Grunnskóla Seltjarnarness - 22.1.2021

Innritun 6 ára barna (fædd árið 2015) og eiga að hefja skólagöngu haustið 2021 í Grunnskóla Seltjarnarness fer fram dagana 25.-29. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Fjölgun innbrota í bíla á Seltjarnarnesi - lögreglan eykur eftirlit  - 18.1.2021

Hvetjum íbúa til að vera á sérstöku varðbergi, muna að læsa bílunum og skila alls ekkert verðmætt eftir í þeim. Nauðsynlegt er að tilkynna öll innbrot og vafasamar mannaferðir beint til lögreglu.  Lesa meira

Seltjarnarnesbær með þriðju lægstu almennu leikskólagjöldin með fæði samkvæmt úttekt ASÍ á breytingu leikskólagjalda - 15.1.2021

leikskólagjöld

Í ljósi fréttaumfjöllunar um úttekt ASÍ á breytingu leikskólagjalda 2020-2021 þar sem vísað er í að prósentuhækkun sé hæst á Seltjarnarnesi er vakin athygli á þeirri staðreynd að gjöldin á Seltjarnarnesi eru þau þriðju lægstu - sjá töflu. 

Lesa meira

Álagning fasteignagjalda 2021 - 15.1.2021

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2021 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.isGjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Lesa meira

UPPTAKTURINN 2021 - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna - 12.1.2021

Tónsköpunarverðlaun

Enn á ný er blásið til leik í Upptaktinum þar sem að öll börn á aldrinum 10-15 ára gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 21. febrúar nk. Sjá nánar: 

Lesa meira

COVID-19: Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar - 11.1.2021

Fjöldatakmarkanir verða 20 manns auk þess sem ýmiss konar starfsemi má hefjast á ný með ströngum skilyrðum, sjá nánar í meðfylgjandi frétt. Áfram er lögð mikil áhersla á persónubundnar sóttvarnir og grímunotkun.

Lesa meira

Óskað er eftir tilnefningum um íþróttamann- og konu Seltjarnarness 2020 fyrir 10. janúar nk. - 8.1.2021

ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Kjörið fer fram þann 28. janúar nk. Lesa meira

Jólatré verða hirt 7. janúar og 11. janúar  - 5.1.2021

Hirðing jólatrjáaSeltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. 

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: