Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Dælubrunnur settur niður við Norðurströndina - 29.10.2021

DælubrunnurFramkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig nýja dæluhúsinu hefur nú verið komið fyrir ofan í jörðinni og mun að frágangi loknum tengjast fráveitulögnunum til Reykjavíkur.

Lesa meira

Örugg búseta fyrir alla - 28.10.2021

Örugg búseta
Í gær fór af stað samstarfsverkefni um kortlagningu á fjölda einstaklinga sem búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar:
Lesa meira

COVID-19: Sóttkví og einangrun – reglur um styttri tíma - 28.10.2021

Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Lesa meira

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 - opið fyrir umsóknir og tilnefningar! - 28.10.2021

Bæjarlistamaður 2022Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022.
Lesa meira

Borverki við nýja borholu hitaveitunnar lokið fyrr en áætlað var - 25.10.2021

Borholuframkvæmdir
Borholuframkvæmdin gekk vonum framar og var nær hnökralaus en borað var niður í tæpa 2200 metra. Nú tekur við frágangur við borholuhúsið og lóðina.
Lesa meira

COVID-19: Verulegar afléttingar innanlandstakmarkana frá og með 20. október og að fullu 18. nóvember - 19.10.2021

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Lesa meira

Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður óstarfhæf næstu vikurnar vegna viðgerðar sem hefst á morgun 20. október. - 19.10.2021

Skipta þarf um svokallað "trompet"  eða safnlögn vegna bilunar sem ekki gekk að laga.  Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Veitum: https://www.veitur.is/frett/nytt-trompet-tengt-hreinsistod-fraveitu-vid-ananaust Lesa meira

Framkvæmdum við nýja skólpdælistöð á Norðurströnd miðar vel áfram  - 19.10.2021

VeituframkvæmdirDæluhúsið verður neðanjarðar en grafa þarf 6 metra niður í heildina, fleyga þurfti klöpp til að ná alla leið og styttist nú í að húsið komi á staðinn.

Lesa meira

Endurbætur gatnamóta Suðurströnd-Nesvegur eru hafnar - 18.10.2021

Endurbætur

Um er að ræða umfangsmiklar framkvæmdir þar sem bæði umferðarljósabúnaður verður endurnýjaður og gatnamótin sjálf með tilliti til öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda. 

Lesa meira

Seltjarnarnesbær hlýtur viðurkenninguna Jafnvægisvog FKA - 15.10.2021

Jafnvægisvog

Seltjarnarnesbær var eitt sjö sveitarfélaga til að fá viðurkenninguna og er það afar ánægjulegt enda markvisst unnið að því að tryggja jafna stöðu kynjanna. 
Lesa meira

Framkvæmdir við skólpdælistöð við Norðurströnd - 15.10.2021

VeituframkvæmdirEins og áður hefur verið kynnt standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á fráveitu Seltjarnarnesbæjar en um er að ræða endurnýjun þrýstilagna og dælistöðva sem munu tengjast hreinsistöðinni við Ánanaust.

Lesa meira

Chromebook tölvur til nemenda í 9. og 10. bekk Grunnskóla Seltjarnarness - 13.10.2021

Chromebook

Um 100 tölvur hafa þegar verið afhentar til þessarra árganga og nýtast þær nemendum til persónulegrar notkunar í skólastarfinu og heima fyrir. Innleiðingin á notkun þeirra gengur mjög vel.
Lesa meira

Snyrtum gróður við lóðarmörk - 11.10.2021

Snyrtum gróður við lóðarmörkNú er góður tími til að snyrta gróður við lóðarmörk þannig að ekki starfi hætta af greinum sem skyggja á umferðarmerki, götumerkingar eða götulýsingu eða  sláist í gangandi og hjólandi vegfarendum.

Lesa meira

Njóttu menningarhátíðar alla helgina - dagskráin er hér! - 8.10.2021

borhola
Menningarhátíð Seltjarnarness 2021 er hafin og dagskráin er stútfull af fjölbreyttum viðburðum og sýningum fyrir alla aldurshópa. Ekki missa af - hér má sjá yfirlit yfir dagskránna.
Lesa meira

Gleðilega menningarhátíð 2021 sem hófst í dag fimmtudaginn 7. október og stendur til 10. október. - 7.10.2021

borhola

Setningin menningarhátíðarinnar fer fram kl. 17.00 á bókasafninu og verður boðið upp á hátíðarávarp, tónlistaratriði, sýningaropnanir og léttar veitingar. Allir velkomnir!

Lesa meira

Covid smit í skólasamfélaginu og verklagsreglum fylgt  - 5.10.2021

Hafi barn verið útsett fyrir smiti fá foreldrar sms og tölvupóst frá smitrakningarteyminu auk þess sem skólinn sendir út tölvupóst þurfi heill bekkur að fara í sóttkví, til foreldra þeirra nemenda er málið varðar. Lesa meira

COVID-19: Takmarkanir innanlands framlengdar til 20. október - 5.10.2021

Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 500 manns og börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Nálægðartakmörk miðast við 1m innandyra hjá ótengdum aðilum og grímuskylda ef ekki er hægt að uppfylla 1m regluna. Lesa meira

Ný hitaveitu borhola við Bygggarða komin í 1.100 metra - 4.10.2021

borhola

Borholuframkvæmd Hitaveitu Seltjarnarnes vestan Bygggarða hefur gengið vel frá því framkvæmdir hófust í ágúst.

Lesa meira

Dagskrá Menningarhátíðar Seltjarnarness 2021  - 1.10.2021

Menningarhátíð
Menningarhátíðin verður haldin 7.-10. október með afar fjölbreyttri dagskrá eins og sjá má í rafrænum bæklingi í fréttinni. Njótið vel!
Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: