Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sendinefnd frá Búlgaríu skoðar starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness - 21.9.2022

20 manns frá 8 sveitarfélögum í Búlgaríu kynnti sér starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness í tengslum við áætlun uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku.


Lesa meira

MUNUM LEIÐINA - Vitundarvakning Alzheimersamtakanna - 21.9.2022

Fjólublár bekkur hefur verið settur niður á leit út í Gróttu í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna og hafa verið settir niður bekkir við sjávarsíðuna á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira

Dagskrá félagsstarfs eldri bæjarbúa fyrir september - desember 2022 er komin út - 7.9.2022

Kynning á Félagsstarfinu fór fram á Skólabrautinni þann 30. ágúst sl. og mættu yfir 100 manns í vöfflukaffi. Lesa meira

Sundlaugin verður lokuð frá kl. 8.00 þriðjudaginn 6. september vegna lokunar á heitu vatni á öllu Seltjarnarnesi - 5.9.2022

Vegna bilunar í stofnæð verður lokað fyrir allt heitt vatn á Seltjarnarnesi frá kl. 8.00 og fram eftir degi á morgun. Sundlaugin opnar eins fljótt og kostur er eftir að vatnið kemst á aftur.
Lesa meira

Bæjarhátíð Seltjarnarness 2022 og Fjölskyldudagur í Gróttu - 24.8.2022

Íbúar eru hvattir til að skreyta hús í sínum hverfislit og dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt m.a.Sjósund, Fjölskylduhátíð og hönnunarsýning í Gróttu, Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. BROT í Gallerí Gróttu, Speglaskúlptúr, BMX BRÓS, Græn uppskerumessa og Fjölskyldufjör í golfi, Sirkussýning í Bakkagarði. Sjá nánar:

Lesa meira

Tafir á umferð vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2022 - 19.8.2022

Einstefnuakstur verður frá kl. 8.00 og framundir hádegi á hlaupaleiðinni um Nesið (strætóleiðin) auk þess sem gera má ráð fyrir því að götur geti lokast alveg þegar að mesti fjöldinn fer framhjá.
Lesa meira

Lokun sundlaugar Seltjarnarness eftir hádegi í dag - 9.8.2022

Vegna lokunar á heita vatninu á Seltjarnarnesi frá kl. 13 í dag 9. ágúst verður sundlauginn lokuð frá 12.30. Hún opnar eins fljótt og unnt er að viðgerð lokinni.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar 2022 - leitað er eftir tilnefningum - 27.7.2022

Umhverfisnefnd Seltjarnarness óskar eftir tilnefningu til umhverfisviðurkenninga fyrir sumarið 2022. Frestur til að senda inn ábendingar er til 1. ágúst nk.

Lesa meira

Næturstrætó snýr aftur um helgina - 6.7.2022

7 næturleiðir aka úr miðbænum og út í hverfin á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. Leið 107 mun aka á Seltjarnarnes frá Hlemmi kl. 01:20, 02:00, 02:40 og 03:20. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, um Suðurgötu, Hjarðarhaga, Ægissíðu, Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd og Eiðisgranda.

Lesa meira

17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi - 13.6.2022

Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í alla skemmtun og leiktæki.

Lesa meira

Þór Sigurgeirsson nýr bæjarstjóri á Seltjarnarnesi - 9.6.2022

Ráðningin var staðfest á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar sem fram fór í gær, miðvikudaginn 8. júní. Þór tók í dag við lyklunum úr hendi Ásgerðar Halldórsdóttur sem lét af störfum sem bæjarstóri þann 31. maí sl.

Lesa meira

Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýkjörinnar bæjarstjórnar 2022-2026 - 9.6.2022

Miðvikudaginn 8. júní kom ný bæjarstjórn saman til fundar í fyrsta sinn eftir kosningar. Á fundinum var m.a. kosið í embætti forseta bæjarstjórnar, skipað í allar nefndir og ráð sem og nýr bæjarstjóri kjörinn.

Lesa meira

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri lætur af störfum - 1.6.2022

Eftir 13 ára starf sem bæjarstjóri og samtals 20 ár í bæjarstjórn var síðasti starfsdagurinn í gær 31. maí 2022.

Lesa meira

Handverkssýning eldri bæjarbúa verður haldin dagana 26.- 28. maí - 24.5.2022

Sýningin sem er árviss viðburður verður að vanda haldinn í sal félagsaðstöðunar á Skólabraut 3-5 og eru allir velkomnir. Vöfflukaffi og sölubásar á staðnum.
Lesa meira

Árleg vorlokun Sundlaugar Seltjarnarness er dagana 16. - 20. maí - 17.5.2022

SundlaugSundlaug Seltjarnarness verður lokuð vegna árlegs viðhalds, hreinsunar, skyndihjálparnámskeiðs og sundprófs starfsmanna dagana 16.-20. maí nk. Sundlaugin opnar aftur laugardaginn 21. maí. Lesa meira

Nýr skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness ráðinn - 16.5.2022

Kristjana Hrafnsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2022. 

Lesa meira

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi þann 14. maí 2022 - 15.5.2022

Á kjörskrá voru 3.473. Atkvæði greiddu 2.532. Kjörsókn 73%

Lesa meira

Sumarnámskeið fyrir börn á Seltjarnarnesi sumarið 2022 - 12.5.2022

Fjölbreytt sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins eru í boði og fer öll skráning fram í gegnum Sportabler.

Lesa meira

Vegagerðin fínstillir skynjara umferðaljósanna - 12.5.2022

Vegfarendur eru beðnir að sýna þolinmæði á gatnamótunum en gert er ráð fyrir að stillingunni ljúki á morgun föstudag. Lesa meira

Fréttir af Félagsheimilinu - endurbætur í góðum gangi - 10.5.2022

Félagsheimilið var vígt árið 1971 hefur ætíð skipað sérstakan sess í hjörtum okkar Seltirninga enda þjónað okkur og öðrum á afar fjölbreyttan hátt í þessi 50 ár. Viðhaldsþörfin var orðin brýn en löngu tímabærar endurbætur standa yfir.

Lesa meira

Sveitarstjórnakosningar 14. maí 2022 - 6.5.2022

Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9:00 til kl. 22:00 í Valhúsaskóla við Skólabraut. Flokkun og undirbúningur talningar fer fram á sama stað og hefst kl. 19:00 þann 14. maí 2022.Talning hefst svo fljótt sem verða má að kjörfundi loknum kl. 22:00.
Lesa meira

Nýr flygill keyptur í sal Tónlistarskólans - 5.5.2022

Ákveðið hefur verið að kaupa nýjan konsertflygil fyrir Tónlistarskólann 30 árum eftir að sá síðasti var keyptur en hann er orðinn mjög slitinn. Víkingur Heiðar mun ráðleggja og aðstoða við valið á nýju hljóðfæri.
Lesa meira

NeshlaupTrimmklúbbs Seltjarnarness (TKS) verður laugardaginn 7. maí - 3.5.2022

Hlaupið hefur verið árviss viðburður um árabil en hlaupið er nú haldið í 33. sinn og nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Þrjár vegalengdir eru í boði: 3,25 km, 7,5 km og 15 km.

Lesa meira

Varptíminn er hafinn! Sumarlokun í Gróttu og hundabann á Vestursvæðunum - 3.5.2022

Ferðabann um friðlandið við Gróttu hefur tekið gildi og stendur frá 1. maí - 31. júlí. Hundabann gildir á sama tíma á Vestursvæðunum og kattaeigendur hvattir til að setja bjöllur á sína ketti og/eða halda þeim innandyra.
Lesa meira

Sveitastjórnarkosningar 2022 - Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar - 3.5.2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Holtagörðum á 2. hæð
Lesa meira

Umhverfisdagar 29. apríl - 5. maí 2022 - 1.5.2022

Á umhverfisdögunum gefst Seltirningum kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.

Lesa meira

Framkvæmdir við Nesveg hefjast mánudaginn 25. apríl - 24.4.2022

Gatan verður fræst í þremur áföngum dagana 25., 26. og 27. apríl og malbikuð 4. og 5. maí. Hverjum hluta götunnar verður lokað á meðan en settar verða upp hjáleiðir og skýrar merkingar.

Lesa meira

Stóri plokkdagurinn verður sunnudaginn 24. apríl - 22.4.2022

Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í deginum með því að plokka og fegra nærumhverfið. Poka með því rusli sem safnast má skilja eftir við ruslatunnur á gönguleiðum hér á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Græntími gönguljósanna á gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegs hefur verið uppfærður og virkar vel. - 20.4.2022

Græntímar fyrir gangandi vegfarendur eru nú 25 sek. í öllum tilvikum og rýmingartími fyrir hreyfihamlaða örlítið lengri.
Lesa meira

Sveitarstjórnarkosningar 2022:  Þrír framboðslistar á Seltjarnarnesi - 9.4.2022

Þrír framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi sem fram fara þann 14. mai 2022. Listarnir eru eftirfarandi: D-listi Sjálfstæðisflokks, A-listi Framtíðin, S-listi Samfylking og óháðir.
Lesa meira

Öruggari stoppistöð Strætó við Suðurströnd virkar vel - 9.4.2022

Flutningur á strætóstoppistöð við íþróttamiðstöðina á Suðurströndinni lauk í vikunni þegar að nýtt biðskýli var sett upp og leiðarkerfi Strætó var uppfært m.v. nýja staðsetningu. Strætó appið verður uppfært 10. apríl.

Lesa meira

Samið hefur verið við Malbikunarstöðina Höfða hf. um malbikun á Nesveginum - 9.4.2022

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Ásbert K. Ingólfsson framkvæmdastjóri undirrituðu samninga þess efnis í vikunni.

Lesa meira

Traust fjárhagsstaða og bjartir tímar á Nesinu - 7.4.2022

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 sem undirritaður var af bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fundi bæjarráðs í dag fimmtudaginn 7. apríl, sýnir verulegan bata á rekstri og sterka fjárhagsstöðu bæjarins.

Lesa meira

Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga í Seltjarnarnesbæ er til kl. 12 föstudaginn 8. apríl nk. - 4.4.2022

Yfir­kjör­stjórn tekur við fram­boðs­list­um til bæjarstjórnarkosninga á bæjarstjórnarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, að Austurströnd 2, kl. 11.00-12.00 þann 8. apríl.

Lesa meira

Fundað um málefni eldri borgara á Seltjarnarnesi - 1.4.2022

Í vikunni mætti stjórn félags eldri borgara á Seltjarnarnesi á fræðslufund með bæjarstjóra og þess starfsfólks fjölskyldusvið sem sinna málefnum eldri borgara í bæjarfélaginu.

Lesa meira

Götusópun á Seltjarnarnesi hefst mánudaginn 4. apríl - 1.4.2022

Götusópun

Mánudaginn 4. apríl hefst götusópun á vegum Hreinsitækni. Seltjarnarnesi hefur verið skipt upp í fjögur hólf og verður eitt hólf tekið fyrir á hverjum degi (sjá kort). Íbúar eru beðnir um að fjarlægja bíla sína af götunum á meðan.

Lesa meira

Byrjað að móta fyrir nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Kirkjubrautinni - 29.3.2022

Það er góður gangur í framkvæmdum við nýjan búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Kirkjubrautinni en eins og myndirnar sýna þá er þegar byrjað að móta fyrir húsinu sjálfu. Lesa meira

Tímabundin lokun Suðurstrandar frá Nesbala að Bakkagranda fimmtudaginn 31. mars vegna kvikmyndatöku - 28.3.2022

Um er að ræða tímabundna hindrun umferðar vegna kvikmyndatöku á Suðurströnd við Bakkatjörn en umferð verður trufluð/stöðvuð í nokkur skipti á tökutímanum.

Lesa meira

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 - 25.3.2022

Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness,

Lesa meira

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2022 - 23.3.2022

Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2022 bæði fjölbreytt störf fyrir 18 ára og eldri en einnig fyrir ungmenni í vinnuskólann.

Lesa meira

Uppfært sorphirðudagatal 2022 - 23.3.2022

Terra reyndist nauðsynlegt að uppfæra sorphirðudagtal aftur til að ná að koma öllu á rétt ról eftir áhrif veðursins undanfarið. Hér má sjá hvernig dagatal ársins 2022 lítur nú út.
Lesa meira

Íbúaþing um skólamál á Seltjarnarnesi þann 2. apríl nk. - 23.3.2022

Seltjarnarnesbær býður til íbúaþings um endurskoðun menntastefnu bæjarins í Valhúsaskóla laugardaginn 2. apríl kl. 10:00 - 12:00. Skráning fer fram með tölvupósti á postur@seltjarnarnes.is

Lesa meira

ÚTBOÐ - Malbiksyfirlögn Nesvegar - 7.3.2022

Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í malbiksyfirlögn á Nesveg á Seltjarnarnesi. Afhending útboðsgagna fer fram rafrænt www.utbodsgatt.is/seltjarnarnes/Nesvegur_2022  Verkinu öllu skal að fullu lokið 12. maí 2022.

Lesa meira

Sorphirðudagatal ársins 2022 hefur verið uppfært  - 4.3.2022

Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á sorphirðu vegna ófærðarinnar að undanförnu hefur Terra uppfært dagatalið og áætlar að ná að vinna upp tafirnar fyrir lok mars. Sjá nánar: 

Lesa meira

SALT OG SANDUR FYRIR ÍBÚA AÐ SÆKJA SÉR - 2.3.2022

Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar um Seltjarnarnesið. Íbúum er frjálst að taka salt úr þeim til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1 er einnig hægt að ná sér í sand.
Lesa meira

Appelsínugul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag 25. febrúar - 25.2.2022

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi en veðrið verður hvað verst um það leiti. Sjá nánar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
Lesa meira

COVID-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum tekur gildi föstudaginn 25. febrúar - 23.2.2022

Gerðar hafa verið breytingar varðandi pcr próf en jákvæð hraðgreiningarpróf á heilsugæslu munu nægja til staðfestingar á covid-19. Einangrun verður ekki lengur skylda en fólk með einkenni verður áfram hvatt til að dvelja í einangrun en einkennalausir / litlir fari eftir leiðbeiningum um smitgát. Lesa meira

Appelsínugul viðvörun í gildi frá kl. 06:00-10:00 í dag 22. febrúar - 22.2.2022

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum í skólann.https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Lesa meira

RAUÐ veðurviðvörun í dag/kvöld og appelsínugul sitthvoru megin við - 21.2.2022

Foreldrar gæti að börnin komist heil heim úr skóla og frístundastarfi. Íbúar gæti að öllum lausamunum og að hreinsa frá niðurföllum s.s. á plönum og í botnlöngum en gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og hláku. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar eru á ferðinni að opna niðurföll og hálkuverja. Lesa meira

Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið - 21.2.2022

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið.
Lesa meira

Tafir hafa orðið á sorphirðu vegna veðurs og snjóþunga - 16.2.2022

Terra hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að tafir hafa orðið á losun í vikunni vegna veðurs en losun byrjar á morgun. Íbúar eru beðnir að moka snjó frá tunnunum og tryggja gott aðgengi. Lesa meira

COVID-19: Afnám sóttkvíar, fjöldatakmörk í 200 manns, 1.000 manna viðburðir heimilaðir o.fl. - 14.2.2022

Ný reglugerð og tilslakanir hafa verið kynntar en þær helstu eru: Sóttkví hættir, fjöldatakmarkanir fara frá 50 og í 200 og skólareglugerð er afnumin. Grímuskylda helst þar sem ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu.
Lesa meira

Sameining heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuðborgarsvæðinu - 11.2.2022

Seltjarnarnesbær tilheyrir nú HEF Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Öll umsjón með hundahaldi flyst til Heilbrigðiseftirlitsins sömuleiðis.

Lesa meira

Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting vegna Lindarbrautar 2a - 8.2.2022

Ofangreint erindi var tekið til umræðu á 121. fundi skipulags- og umferðarnefndar sem haldinn var 20. janúar sl., staðfest á 940. fundi bæjarstjórnar, og eftirfarandi bókað:

Lesa meira

Leikskólar opna kl. 13 í dag og  frístundastarf kl. 13.20  - 7.2.2022

Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðvar hefst á sínum hefðbundnu tímum á höfuðborgarsvæðinu þ.m.t. hér á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Rauð viðvörun og hættustig almannavarna vegna aftakaveðurs á morgun mánudaginn 7. febrúar - 6.2.2022

Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni og reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður utan lágmarksmönnunar vegna neyðarþjónustu, löggæslu o.þ.h. Sundlaug og íþróttamiðstöð verða lokaðar til hádegis.

Lesa meira

Athugið! Rauð og appelsínugul veðurviðvörun mánudaginn 7. febrúar á höfuðborgarsvæðinu. - 6.2.2022

Gert er ráð fyrir miklu aftakaveðri í nótt og á morgun. Veðurstofan hefur gefið út hæsta stig veðurviðvarana. Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum, gera ráðstafanir og festa lausa muni. https://www.vedur.is/vidvaranir

Lesa meira

Vetrarhátíð 2022 - 3.2.2022

Í tilefni Vetrarhátíðar á höfuðborgarsvæðinu 3.-6. febrúar lýsum við upp Gróttuvita, Seltjarnarneskirkju o.fl. í norðurljósagrænum lit og hvetjum íbúa til að njóta útiveru, ljósa og útilistaverka.
Lesa meira

Samræmd sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu - 1.2.2022

Gefnar hafa verið út tillögur starfshóps að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu sem kallað hefur verið eftir og yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa.

Lesa meira

COVID-19: Umtalsverðar tilslakanir innanlandstakmarkana frá og með 29. janúar - 28.1.2022

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar.  Lesa meira

Matthildur Óskarsdóttir og Sigvaldi Eggertsson íþróttamaður Seltjarnarness 2021 í kvenna- og karlaflokki. - 28.1.2022

Kjör íþróttamanns Seltjarnarness hefur nú farið fram og var það í 29. skipti en það var fyrst haldið árið 1993 að auki voru veitt ýmiss önnur verðlaun til öflugs íþróttafólks á Seltjarnarnesi.

Lesa meira

Smitgát og smitrakning - gagnleg yfirlitsmynd - 27.1.2022

Almannavarnir hafa gefið út meðfylgjandi yfirlitsmynd vegna breytinga á smitrakningu, sóttkví og smitgát. Nánari upplýsingar er ennfremur að finna á covid.is Lesa meira

Covid-19: Áhrif breyttra reglna um sóttkví á skólastarf - 25.1.2022

Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem taka gildi frá og með miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 25. janúar. Frá og með miðnætti gilda eftirfarandi reglur um sóttkví og smitgát í tengslum við skólastarf: Lesa meira

COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví - 25.1.2022

Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát.Sjá nánar: Lesa meira

Appelsínugul veðurviðvörun í dag þriðjudaginn 25. janúar.  - 25.1.2022

VeðurviðvörunATHUGIÐ! Búið er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna og gefa út appelsínugula veðurviðvörun frá kl. 12 og frameftir degi. Sjá hér https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

 

Lesa meira

COVID-19: Krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð - 19.1.2022

Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Einstaklingum í einangrun er jafnframt veitt takmörkuð heimild til útiveru. 

Lesa meira

Innritun barna fædd 2016 að hefjast í Grunnskóla Seltjarnarness - 19.1.2022

Innritun 6 ára barna (fædd árið 2016) sem eiga að hefja skólagöngu haustið 2022 í Grunnskóla Seltjarnarness fer fram á vefgátt bæjarins Mínar síður, dagana 24.-28. janúar næstkomandi. Lesa meira

UPPTAKTURINN 2022 - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna - 19.1.2022

Upptakturinn 2022

Enn á ný er blásið til leik í Upptaktinum þar sem að öll börn á aldrinum 10-15 ára gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 21. febrúar nk. Sjá nánar: 
Lesa meira

Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virk - 17.1.2022

Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virkVegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við þessi fjölförnu gatnamót í því skyni að auka umferðaröryggi ekki síst fyrir gangandi hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.

Lesa meira

Álagning fasteignagjalda 2022 - 17.1.2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is. Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Lesa meira

COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar frá 15. janúar - 14.1.2022

Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, 2. metra nálægðarmörk og grímuskylda Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerðin gildir til 2. febrúar nk. Sjá nánar: Lesa meira

Tilkynning til notenda akstursþjónustu um öryggisbrest í kerfum Strætó - 13.1.2022

Líkt og komið hefur fram í fréttum varð Strætó fyrir fjandsamlegri netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í kerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar sem þar eru að finna.

Lesa meira

Neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 lýst yfir - 12.1.2022

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna COVID-19 heimsfaraldursins og er það nú í 4ða sinn sem þar er gert frá upphafi faraldursins hér á landi.

Lesa meira

COVID-19: Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar til 2. febrúar - 11.1.2022

Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur verið á fyrri stigum faraldursins. Lesa meira

Deiliskipulag Stranda - breyting vegna Fornustrandar 8 - 11.1.2022

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna.

Lesa meira

Hátt brotahlutfall í hraðamælingum lögreglunnar á Suðurströnd - 10.1.2022

Hraðamæling58% ökumanna keyrði of hratt á Suðurströndinni þegar að lögreglan var þar við hraðamælingar í síðustu viku. Hámarkshraðinn til móts við íþróttamiðstöðina er 30 km/klst enda börn og gangandi vegfarendur á ferðinni allan daginn.

Lesa meira

COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví - 8.1.2022

Með breytingunum er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví ef þeir eru þríbólusettir gegn Covid.Sama máli gegnir um einstaklinga sem hafa jafnað sig af staðfestu smit og eru tvíbólusettir. Sjá nánar: Lesa meira

Jólatré verða hirt 10., 11. og 12. janúar - 5.1.2022

Hirðing jólatrjáaSeltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Athugið að hafa þau í skjóli og vel skorðuð enda mikið hvassviðri í kortunum frá deginum í dag.

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: