Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skattar lækka á Seltjarnarnesi

25.11.2005

Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars og fasteignagjalda á Seltjarnarnesi lækki umtalsvert. Útsvar á Seltjarnarnesi hefur um langt skeið verið með því lægsta sem gerist á meðal sveitarfélaga í landinu en verður frá áramótum lægst á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt tillögu meirihlutans sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn lækkar útsvarið úr 12,46 í 12,35% og verður því allt að 5% lægra en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær
 12,35%  13,03% 13,03% 12,46%  13,03%  12,94%

Álögur á fasteignir lækka einnig annað árið í röð. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði var lækkaður í janúar síðastliðnum úr 0,365 í 0,32, vatnsgjald lækkaði úr 0,15 í 0,13 og lóðaleiga íbúðarhúsnæðis var lækkuð úr 0,75 í 0,35% af lóðarmati.

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2006 lækkar fasteignaskattur enn, fer úr 0,32% í 0,30% og vatnsgjald lækkar úr 0,13% í 0,115%. Frá 1999 hefur fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi þannig lækkað úr 0,375% af fasteigna og lóðarmati í 0,30% og lóðarleiga úr 3% af lóðarmati í 0,35%.

Fasteignatengdar álögur á Seltjarnarnesi hafa lengi verið lágar miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og leggur Seltjarnarnesbær t.d. ekki á holræsagjald, eitt sveitarfélaga á landinu.

Meðfylgjandi töflur sýna tvö dæmi um kostnað íbúðaeigenda á höfuðborgarsvæðinu vegna holræsagjalds, annars vegar í 150 m2 íbúð Á Seltjarnarnesi í fjölbýli með fasteignamat 28,8 mkr. og annars vegar í 250 m2 sérbýli með fasteignamat 51 mkr. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir um 30% hækkun fasteignamats sem þykir líkleg hækkun Fasteignamats Ríkisins á eignum á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi ár.

Dæmi 1: 150 fermetra íbúð í fjölbýli

Holræsagjald  Seltjarnarnes Reykjavík Kópav. Garðab. Hafnarfj. Mosfellsb. Álftanes
 %  0  0,105 0,130 0,130 0,160 0,150  0,150
 Kr.  0  30.239 37.439 37.439 46.078 43.198  43.198


Dæmi 2: 250 fermetra íbúð í fjölbýli

Holræsagjald Seltjarnarnes Reykjavík Kópav. Garðab. Hafnarfj. Mosfellsb. Álftanes
 %  0  0,105 0,130 0,130 0,160 0,150  0,150
 Kr.  0  53.488 66.223 66.223 81.505 76.411  76.411
Senda grein

Fréttir og útgefið efni


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: