Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samstarf um stækkun fim­leikaaðstöðu hjá Gróttu 

15.12.2016

Seltjarn­ar­nes­bær og Reykjavíkurborg ætla að standa sam­an að stækk­un íþróttaaðstöðu Gróttu á Seltjarn­ar­nesi til að bæta aðstöðu til fim­leikaiðkun­ar. Hug­mynd­in er að gera viðbygg­ingu við nú­ver­andi íþróttaaðstöðu, en gert er ráð fyr­ir að aðstaðan verði tilbúin eftir tvö ár. Reykjavíkurborg mun greiða leigu á aðstöðu fyrir iðkendur sem búsettir eru í Reykjavík. Gildistími samningsins er 20 ár frá því að aðstaðan verður tekin í notkun. Að samningstíma liðnum framlengist samningurinn um fimm ár í senn.

Elín Smáradóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gylfi Dalmann ásamt fimleikastúlkum

Upp­haf viðræðna sveit­ar­fé­lag­anna nær til samþykkt­ar á fundi sam­bands sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2010, en þá stefndu sveit­ar­stjór­arn­ir á aukið sam­starf í íþrótta­mál­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Það voru bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir og borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson sem undirrituðu samkomulagið í fimleikasal Gróttu þriðjudaginn 13. desember. Við sama tækifæri undirrituðu Elín Smáradóttir formaður Gróttu og Gylfi Dalmann formaður KR samkomulag sem miðar að því að efla enn frekar samstarf og skipulagningu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga og afreksfólk innan sinna raða.

Við þetta tækifæri sagði Ásgerður Halldórsdóttir: „Við erum hér saman komin því ákvörðun hefur verið tekin um að stækka fimleikaaðstöðu Gróttu. Ferilinn er búin að vera langur og nær allt aftur til ársins 2009 þegar myndaður var starfshópur innan ÍTS til að skoða stækkun á fimleikasal með íþróttafélaginu. Hópinn skipuðu Lárus B Lárusson fyrrverandi bæjarfulltrúi,  Friðrikka Harðardóttir fulltrúi fimleikadeildar, Páll Gunnlaugsson arkitekt, Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi, Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson og  Haraldur Eyvinds Þrastarson. Nefndin benti á marga þætti sem þyrfti að skoða áður en lengra yrði haldið og með þær ábendingar ákvað bæjarstjórn að skipa formlega undirbúningsnefnd haustið 2012. Nefndina skipuðu eftirtaldir aðilar Lárus B Lárusson fv. bæjarfulltrúi, Felix Ragnarsson og Guðrún Kaldal fulltrúar ÍTS og Friðrika Haraðardóttir fulltrúi Íþróttafélagsins Gróttu. En með nefndinn störfuðu jafnframt Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi, Sigurþóra Bergsdóttir varabæjarfulltrúi, Unnur Halldórsdóttir fulltrúi aðalstjórnar, Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir formaður fimleikadeildar auk arkitekta og sérfræðinga. Hlutverk hópsins var að vinna að stefnumótun, fá heildarsýn og kostnaðargreina verkefnið og skila tillögum til bæjarstjórnar.

Sú tillaga var kynnt bæjarstjórn sumarið 2013 og hafði þá nefndin leitað til margra aðila, þjálfara og annara félaga til að afla gagna, en skýrslan hefur verið notuð sem grunnur í þessu samkomulagi.

Þegar þessi greining lá fyrir var bæjarstjóra falið að leita samstarfs við Reykjavíkurborg og komu þá Eva Einarsdóttir þáverandi formaður ÍTR og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri ÍTS að verkefninu ásamt mér og fjármálastjóra bæjarins. Því miður náðist ekki að klára málið fyrir  kosningarnar 2014 en viðræðum var haldið áfram eftir kosningar í samstarfi við borgarstjóra, Björn Blöndal formann borgarráðs, Þórgný Thoroddsen núverandi formann ÍTR,  Ómar Einarsson framkvæmdastjóra ÍTR og Hrólf Jónsson framkvæmdastjóra eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavík.

Mig langar aðeins að rifja upp að á fjölmennum fundi embættismanna sveitarfélaga og bæjar- og borgarfulltrúa á höfuðborgarsvæðinu 2010 sem haldinn var í Kópavogi tók borgarstjóri Dagur B. Eggertsson til máls og ræddi almennt um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í hinum ýmsu málaflokkum. Þar lagði hann til að skipaðir yrðu samráðshópar þar sem málaflokkar sveitarfélaganna yrðu ræddir með samstarf í huga.

Í þeim anda hefur verið unnið síðustu misseri og þetta samkomulag, sem við skrifum undir nú í dag mun efla samstarf þessara tveggja öfluga sveitarfélaga.

Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessu frábæra verkefni, við erum nú að fara í framkvæmdir sem beðið hefur lengi verið eftir og mun styrkja enn frekar öflugt starf fimleikadeildar Gróttu, sem hefur til margra ára verið flaggskip félagsins.

Gróttu og iðkendur félagsins innilega til hamingju með daginn.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: