Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Samningur við LN Saga ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis undirritaður

22.12.2016

Í gær, 21. desember, undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Teitur Ingi Valmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Framkvæmdir hefjast í byrjun næsta árs. Hjúkrunarheimilið mun rísa við Safnatröð á einum rómaðasta útsýnisstað á Nesinu.

Fjörtíu rými eru í hjúkrunarheimilinu og lögð verður áhersla á að umhverfi og aðaðbúnaður líkist hefðbundnum einkaheimilum í notalegu umhverfi. Um leið miðast hönnunin að því að mæta þörfum fólks sem hefur skerta getu til athafna. Byggingin er á einni hæð, án stiga og gott aðgengi er að henni. Bílastæði og aðstaða til útiveru eru einnig opin og afar aðgengileg. Hið nýja hjúkrunarheimili býður upp á aðstæður sem stuðla að vellíðan þeirra sem þar dvelja, jafnt heimilismanna sem starfsfólks og aðstandenda. Forsendur byggingarinnar grundvallast á stefnu og viðmiðum velferðarráðuneytisins í öldrunarmálum. Seltjarnarnesbær annast hönnun og byggingu heimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Björn Guðbrandsson arkitekt frá Arkís ehf. er arkitekt hússins.

Gunnar Lúðvíksson, Guðmundur Þórðarson, Teitur Ingi Valmundsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Pétur Vilberg Guðnason, Gísli Hermannsson og Kristinn H. Guðbjartsson.

Á myndinni eru fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ og LNS Saga ehf þau Gunnar Lúðvíksson, Guðmundur Þórðarson, Teitur Ingi Valmundsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Pétur Vilberg Guðnason, Gísli Hermannsson og Kristinn H. Guðbjartsson. 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: