Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fanney og Nökkvi kjörin á Seltjarnarnesi

18.1.2017

Íþróttamaður ársins 2017 - Fanney Hauksdóttir og Nökkvi Gunnarsson
Fanney Hauksdóttir og Nökkvi Gunnarsson

Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vegja athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að öflugu íþrótta- og tómstundalífi á Seltjarnarnesi.

Einnig voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks, Íslandsmeistara auk þess sem veitt voru voru sérstök verðlaun fyrir félagsmálafrömuði á Seltjarnarnesi. 

Íþróttamenn ársins 2016 eru þau Fanney Hauksdóttir og Nökkvi Gunnarsson.

Íþróttamaður ársins 2017 - Tilnefndir: Nökkvi Gunnarsson, Elína Jóna Þorsteinsdóttir, Júlíus Þórir Stefánsson, Íris Björk Símonardóttir og Fanney Hauksdóttir

Aðrir sem fengu tilnefningu til kjörsins voru Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Júlíus Þórir Stefánsson og Íris Björk Símonardóttir 

Fanney Hauksdóttir – Íþróttakona Seltjarnarness

Fanney er 24 ára og byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir 5 árum eftir að hafa stundað fimleika í áraraðir. Árangur hennar á árinu 2016 var stórglæsilegur.

Hún byrjaði árið á því að bæta Íslands- og Norðurlandamet í -63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í bekkpressu með búnaði í Danmörku í apríl þar sem hún lyfti 152,5 kg. Í maí varð hún heimsmeistari í klassískri bekkpressu (án búnaðar) í -63 kg flokki í Suður Afríku þar sem hún bætti sitt eigið Íslandsmet og lyfti 105 kg.

Fanney varð Evrópumeistari í bekkpressu með búnaði í ágúst þar sem hún setti tvö Íslandsmet og lyfti 155 kg. Í október bætti hún svo aftur Íslandsmet sitt í bekkpressu á Íslandsmeistaramótinu í klassískum lyftingum á heimavelli á Nesinu þegar hún lyfti 108kg og varð Íslandsmeistari í 63 kg flokki.

Fanney hefur skipað sér á bekk með fremstu kraflyftingakonum heims þrátt fyrir ungan aldur. Hún er þriðja á heimslista í sínum flokki í bekkpressu og fimmta á heimslista í klassískri bekkpressu. Hún er mikil fyrirmynd ungra stúlkna hér á Seltjarnarnesi og reyndar um víða veröld. Hún æfir vel, lifir heilsusamlegu líferni og er hógværðin uppmáluð.

Nökkvi Gunnarsson – Íþróttamaður Seltjarnarness

Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum er og hefur til margra ára verið einn fremsti kylfingur landsins og keppt á sterkum golfmótum víða um heim. Bæði sem einstaklingur og einnig sem hluti af landsliði íslenskra golfkennara. Á síðasta ári varð hann í annað sinn Íslandsmeistari karla á Íslandsmóti 35 ára og eldri sem haldið var í Vestmannaeyjum. 

Þá hafnaði Nökkvi  í 2. sæti í Meistaramóti Nesklúbbsins og vann til fjölda annarra verðlauna í íþróttinni á árinu, þar á meðal sigraði hann tvö af fjórum opnum mótum sem haldin voru á Nesvellinum.  Nökkvi var einnig í liðssveit Nesklúbbsins sem hafnaði í 4. sæti í Íslandsmóti golfklúbba og haldið er á vegum Golfsambands Íslands. Nökkvi hefur síðan 2010 starfað sem golfkennari hjá Nesklúbbnum hér á Seltjarnarnesi.  Hann hefur þar í starfi sínu meðal annars haft yfirumsjón með allri þjálfun krakka og unglinga en það starf hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hann hefur með kunnáttu sinni og áhuga á íþróttinni, elju og jákvæðni átt mikinn þátt í því undanfarin ár í að breiða út jákvætt viðhorf gagnvart golfíþróttinni á Seltjarnarnesi sem og á landsvísu

Landsliðsfólk

Íþróttamaður ársins 2017 - Landsliiðsfólk

Íslandsmeisarar í kraftlyftingum

Íþróttamaður ársins 2017 - Íslandsmeistarar 5. fl. í handknattleik


Íslandsmeistarar 5. flokkur í handknattleik

Íþróttamaður ársins 2017 - Íslandsmeistarar mfl. fl. í handknattleik

Íslandsmeisarar meistaraflokkur kvenna í handknattleik

Íþróttamaður ársins 2017 - Íslandsmeistarar mfl. fl. í handknattleik

Efnilegir íþróttamenn

Íþróttamaður ársins 2017 - Efnilegir íþróttamenn

Félagsstörf

Íþróttamaður ársins 2017 - Félagsstörf

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: