Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jákvæðar niðurstöður úr PISA könnun

8.2.2017

Í Kastljósþætti gærkvöldsins komu fram sláandi niðurstöður úr PISA könnunni hvað varðar þátttöku grunnskólabarna á Seltjarnarnesi.

Árangur Grunnskóla Seltjarness í PiSA könnun

Í hjálögðum glærupakka er m.a. unnt að sjá samanburð á nemendum á Seltjarnarnesi við nemendur á  höfuðborgarsvæðinu.

Fyrsta glæran kemur frá Menntavísindastofnun en hinar glærurnar tók fræðslustjóri Seltjarnarness, Baldur Pálsson, saman út frá fyrirliggjandi gögnum.

Nokkrir athyglisverðir punktar:

  • Samkvæmt mælikvörðum PISA (sjá glærur) er Grunnskóli Seltjarnarness einu skólaári á undan öðrum skólum á landinu og ríflega það í þeim greinum sem kannaðar voru; lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Grunnskóli Seltjarnarness er einnig ári á undan samanburðarlöndum innan OECD, nema í náttúrufræði en skagar hátt upp í það og er langt fyrir ofan meðallag.
  • Seltjarnarnesbær er marktækt hærri en önnur sveitarfélög sem þátt tóku í  könnuninni.
  • Grunnskóli Seltjarnarness hefur þurft að mæta hagræðingarkröfu ár eftir ár frá 2006 en kannanir sýna að hann hefur á sama tíma styrkt sig í sessi
  • Grunnskóli Seltjarnarness er með flesta nemendur á hvern kennara á landinu.
  • Árið 2012, þegar mælingar sýndu lakari niðurstöður á Nesinu, var gerð aðgerðaráætlun sem miðaði að því að bæta árangur nemenda á Seltjarnarnesi sem skilaði þeim árangri sem við nú verðum vitni að.
  • Kannanir og rannsóknir hjá Rannsókn og greiningu og Skólapúlsinum sýna að góður árangur nemenda á Nesinu helst í hendur við góða líðan þeirra.
  • Góðan árangur nemenda segir fræðslustjóri að þakka megi fyrst og fremst frábæru starfsfólki skólans en einnig bæjaryfirvöldum  sem hafa stutt við kennara og starfslið skólans og lagt áherslu á öfluga stoðþjónustu í skólanum.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: