Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær endurnýjar samning við Reiti

18.5.2017

Í byrjun maí undirritaði bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, nýjan samning við Reiti vegna leigu á húsnæði Bókasafns Seltjarnarness á Eiðistorgi og tekur hann við af núgildandi samningi sem gilti til apríl 2018. Nýi samningurinn gildir í fimmtán ár eða til ársins 2032 og  svipar að mörgu leyti til hins fyrra. Umsamið leiguverð helst óbreytt og fylgir  vísitölu neysluverðs. Í samningnum er kveðið á um að Reitir taki að sér endurbætur á húsnæðinu innandyra sem felur m.a. í sér endurnýjun gólfefna og lagfæringa á lofti.

Þýðingarmesta framkvæmdin felst þó í aðgreiningu á rýmum Bókasafnsins og Hagkaupa, en lokað verður á milli hæðanna með berandi lofti til að takmarka hljóðleka sem berst frá Hagkaupum upp í Bókasafnið. Framkvæmdin felur í sér að sett verður upp hurð á jarðhæðinni þar sem gengið verður upp í safnið.

Breytingarnar krefjast mikils rasks á starfsemi safnsins og því verður það lokað frá 26. júní til 8. ágúst.

Soffía Karlsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Rut Jónsdótti

Myndin var tekin við undirritun samningsins en þar eru Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Inga Rut Jónsdóttir viðskiptastjóri hjá Reitum.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: