Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes í 2. og 3. sæti í vali um Stofnun ársins borg og bær 2017

29.5.2017

Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness var í öðru sæti í vali sem Stofnun ársins borg og bær 2017 meðal minni stofnana, sem eru með allt að 49 starfsmenn og Íþrótta- og tómstundasvið Seltjarnarness hreppti það þriðja í sama flokki. Þetta var kynnt í móttöku sem haldin var miðvikudaginn 10. maí, en þetta er í sjötta sinn sem valið fer fram. Stærsti hópur félagsmanna Starfsmannafélags Rveykjavíkurborgar starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarnesbæ, ríki og fleirum.

Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn.

Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna  á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins í rúm 20 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 11 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.

Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?

Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.

Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 35 stofnanir komust á lista í ár og er ástæðan fyrst og fremst sameining stofnana, t.a.m. voru þær frístundamiðstöðvar sem lentu í 1. og 2. sæti í fyrra sameinaðar í eina. ÍTR er skráð sem einn vinnustaður en í fyrra hafnaði Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur í 1. sæti í flokki minni stofnana.

Sigrún Hallda Gísadóttir, Stefán Bjarnason, Ingibjörg Ölvisdóttir og Garðar Hilmarsson

Á myndinni eru starfsmenn bæjarskrifstofu Seltjarnarness þau Sigrún Halla Gísladóttir, Stefán Bjarnason og Ingibjörg Ölvisdóttir ásamt Garðari Hilmarssyni, formanni Starfsmannafélags Reykjavíkur.

Sjá nánar hér: https://www.strv.is/kannanir/stofnun-arsins-borg-og-baer-2017

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: