Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjölmenni á Jónsmessuhátíð

3.7.2017

Sjaldan hefur verið eins góð þátttaka í Jónsmessuhátíð Seltirninga og núna en ríflega 100 manns tóku þátt í hinni árlegu hátíð sem fram fór 21. júní á vegum menningarsviðs bæjarins. Ferðalag jarðar um sólina og samtal við jurtir var meginþemað að þessu sinni.

Gangan hófst við Hákarlahjallinn við Norðurströnd þar sem SIgurður Konráðsson bauð upp á hákarl og íslenskt brennivín.

Sævar Helgi Bragason leiddi gönguna og fræddi gesti um sólina, sólstöður og ferðalag jarðar um stjörnuna okkar.

Lilja Sigrún Jónsdóttir fór yfir helstu tegundir lækningajurta í Urtagaðinum í Nesi.

í Nesstofu bauð Sigríður Nanna Gunnarsdóttir sýningarstjóri upp á leiðsögn um myndlistarsýninguna List Officinalis og að lokum var boðið upp á þjóðlegar veitingar á þaki Lækningaminjasafn og fróðlegri sólarskoðun með Sævari í gegnum sérstaka sólarsjónauka. Húlladúllan og Kammerkór Seltjarnarness slógu svo botninn í þetta frábæra kvöld með söng og eldhúllagleði.

Jónsmessuganga 2017 17. júní 2017

Jónsmessuganga 2017 Jónsmessuganga 2017

Jónsmessuganga 2017 Jónsmessuganga 2017

Jónsmessuganga 2017 Jónsmessuganga 2017


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: