Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tómlegt um að litast í Bókasafninu

3.7.2017

Bókvitið í kassana látið

Eins og bæjarbúar hafa ekki farið varhluta af standa nú yfir framkvæmdir í Bókasafni Seltjarnarness og er lokað af þeim sökum til 8. ágúst.  Að ganga frá heilu bókasafni er ekki auðvelt verk, en með einstakri skipulagningu og útsjónarsemi hafa starfsmenn safnsins pakkað niður hverri einustu bók á þann hátt að auðvelt verður að pakka þeim upp úr kössunum og raða aftur í réttar hillur. Um 1400 kassar hafa verið notaðir til að pakka bókunum niður í. Þegar safnið verður opnað að nýju mega gestir eiga von á ýmsum breytingum, meðal annars verður gatinu á milli bókasafnsins og Hagkaupa lokað, en ennþá verður hægt að ganga inn í safnið frá versluninni. Nýtt gólfefni verður lagt, loft verða lagfærð og auk þess mun ný og endurnýjuð barnadeild líta dagsins ljós.

Dagný Þorfinnsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnhildur Loftsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir og Elsa Hartmannsdóttir

Á myndinni má starfsmenn bókasafnsins eftir langt og strangt verk. Frá hægri Dagný Þorfinnsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnhildur Loftsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir og Elsa Hartmannsdóttir. Á myndina vantar Ingibjörgu Vigfúsdóttur.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: