Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdir við Melabraut

11.8.2017

Undanfarnar vikur hafa framkvæmdir staðið yfir við Melabraut og sér nú fyrir endann á þeim. Því miður hefur orðið nokkur dráttur á verklokum meðal annars á eftir að ljúka lagningu raf- og ljósleiðaralagna. Frágangur á inntökum á kaldavatnsstofnum í hús er á lokastigi og verið er að fara yfir aðlögun götu og innkeyrslna og gangstíga við einstök hús. Á næstu dögum verður lögð áhersla á að setja kúpla á ljósastaura og virkja götulýsinguna. Melabraut er nú tilbúin undir malbikun og reiknað er með að gatan verði malbikuð í einu lagi eftir viku. Íbúum við götuna og öðrum bæjarbúum er þökkuð biðlundin á meðan verið er að ljúka verkinu.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: