Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fanney silfurmethafi á EM

17.8.2017

Laugardaginn 12. ágúst hlaut íþróttakonan Fanney Hauksdóttir silfur á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu í 63 kg flokki kvenna. Í leiðinni setti hún nýtt Íslandsmet.

Í fyrstu tilraun lyfti Fanney 110 kg auðveldlega upp. Í annari tilraun gerði hún sér lítið fyrir og lyfti 112,5 kg og bætti í leiðinni eigið Íslandsmet. Fanney gerði svo tilraun til að ná gullinu af Zsanett Palagyi en hún hafði einnig lyft 112,5 kg á minni líkamsþyngd. Fanney reyndi því við 115 kg en það var of þungt og silfur á EM því staðreynd. 112,5 kg lyftu Fanneyjar má sjá í spilaranum hér: http://www.ruv.is/frett/fanney-hauksdottir-med-silfur-a-em

Fanney Hauksdóttir

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: