Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarhátíð Seltjarnarness 25.-27. ágúst 2017

21.8.2017

Dagskrá Bæjarhátíðar Seltjarnarness hefur litið dagsins ljós og nú er lag fyrir bæjarbúa að setja sig í stellingar og hefja undirbúning að fullum krafti fyrir hverfagrillin. 

Fjöldi viðburða eru á döfinni og má þar nefna meðal annars Brekkusönginn í Plútóbrekku sem Jón Jónsson söngvari stýrir, Frikki Dór mætir einnig á svæðið og Jói G. verður kynnir kvöldsins. Bæjarins beztu pyslur verða á svæðinu og bjóða upp á pylsur og Veislan býður upp á kjötsúpu.

Boðið verður upp á sundlaugapartý, hjólreiðaferð, skemmtiskokk, leiksýninguna ,,Ég og minn bipolar bróðir” sem hefur hlotið mikið lof og margt fleira. Dagskrá verður á Vivaldivellinum á vegum Gróttu og hin glæsilegu hverfagrill bæjarhátíðarinnar verða haldin á laugardagskvöldinu.

Nánari upplýsingar um einstaka viðburði koma inn þegar nær dregur.

Bæjarhátíð 2017

Dagsskrá

Föstudagurinn 25. ágúst

17.00 - 19.00 Sundlaug Seltjarnarness – Sundlaugarpartý
Skemmtidagskrá í lauginni fyrir alla fjölskylduna. Meðal þeirra sem fram koma og skemmta
gestum eru hljómsveitirnar Stjúpmæður og Tapír. Óvæntar uppákomur á vegum World Class
á sundlaugarbökkunum og Arna – ís og kaffibar býður upp á ís í tilefni dagsins.
Frítt er í laugina og World Class allan daginn í tilefni hátíðarinnar.

20.00 - 21.30 Brekkusöngur í Plútóbrekku – Jón Jónsson & Frikki Dór
Kynnir kvöldsins verður Jói G. Bæjarins beztu býður brekkusöngsgestum upp á bæjarins
beztu pylsur og með þeim. Veislan býður upp á ljúffenga kjötsúpu og boðið verður upp
á heitt súkkulaði í Seltjarnarneskirkju meðan á brekkusöngnum stendur.

Laugardagurinn 26. ágúst

10.00 Hjólreiðatúr með Bjarna Torfa um Seltjarnarnesið
Bjarni Torfi er fullur af fróðleik um Seltjarnarnesið og mun hann miðla honum áfram í stór-
skemmtilegum hjólreiðatúr. Lagt verður af stað frá Sundlaug Seltjarnarness að framanverðu.

11.30 Skemmtiskokk með Trimmklúbbi Seltjarnarness
TKS býður bæði upp á skemmtiskokk fyrir nýja hlaupara og einnig ferðir fyrir lengra komna.
Lagt verður af stað frá Sundlaug Seltjarnarnes að framanverðu og endar í gleðinni á Vivaldivellinum.

12.30 – 14.30 Gróttudagurinn á Vivaldivellinum

12:30 – 13:30 Byrjað á Sprelli uppi á Vivaldivelli – keppt verður í handbolta, fótbolta, pokahlaupi og fleiru skemmtilegum þrautum.

13:30 – 14:30 Ratleikur hjá öllum deildum Gróttu – Við endum leikinn við Vivaldi völlinn.

15:00 Heimaleikur á Vivaldi vellinum – Frítt inn
Mfl.kk Gróttu spilar á móti Þór. Öllum bæjarbúum verður boðið frítt inn á leikinn í boði Seltjarnarnesbæjar.
Úrslit úr ratleik verða kynnt í hálfleik. Nánar á grottasport.is

18.00 Götugrill bæjarins hefjast í hverfunum og boðið verður upp á ýmsar skemmtanir í boði íbúanna 

Sunnudagurinn 27. ágúst

11.00 Appelsínugul messa í Seltjarnarneskirkju
Sr. Bjarni Bjarnason stendur fyrir appelsínugulri sunnudagsmessu. Veittar verða
viðurkenningar fyrir frumlegustu húsaskreytinguna og flottustu götuskreytinguna.

12.00 – 14.00 Golfmót yngri kynslóðarinnar
Nesklúbburinn stendur fyrir púttmóti og golfþrautum fyrir yngri kynslóðina
í tilefni af bæjarhátíð Seltjarnarnesbæjar.

17.00 Leikritið ,,Ég og minn bipolar bróðir” – Frítt inn
Verkið verður sýnt í Félagsheimili Seltjarnarness. Leikritið er nýtt verk eftir Tómas Gauta Jóhannsson sem leikur jafnframt annað aðalhlutverkið ásamt Gissuri Ara Kristinssyni. Níels Thibaud Girerd er leikstjóri verksins.

Styrktaraðilar Bæjarhátíðar: Arna, Brim, Bæjarins beztu pylsur, Nesskip, Veirslan og World Class

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: