Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Frumlegasta húsaskreytingin í ár í Bláa hverfinu

28.8.2017

Í Appelsínugulu messunni þar sem sr. Bjarni Bjarnason þjónaði, var kunngert hvaða hús hlaut titilinn frumlegasta húsaskreytingin á Bæjarhátíð Seltjarnarness 2017 og hvaða gata var valin með flottustu götuskreytinguna. Frumlegasta húsaskreytingin í ár er við Bollagarða 101 í Bláa hverfinu og flottasta gatan í ár var Miðbraut í Rauða hverfinu. 

Bollagarðar 101

Sjöfn Þórðardóttir verkefnastjóri Bæjarhátíðar Seltjarnarness afhenti Báru Jónsdóttur viðurkenningu fyrir frumlegustu húsaskreytinguna og verðlaun, gjafabréf út að borða fyrir alla fjölskylduna á Rauða Ljóninu. Andrea Þóra Ásgeirsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd íbúanna við Miðbraut en fólkið við Miðbrautina hefur ávallt staðið sig framúrskarandi vel við að skreyta götuna sína og verið öðrum góð fyrirmynd til eftirbreytni. 

Andrea Þóra Ásgeirsdóttir og Bára Jónsdóttir

Dómnefnd hafði úr vöndu að velja þar sem nokkur hús komu til greina í ár og íbúar bæjarins hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum að skreyta hús sín og götur. Dómnefndin hafði einstaklega gaman af því að keyra um bæinn og skoða dýrðina og vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem tóku þátt og gáfu sveitarfélaginu lit yfir bæjarhátíðina.

Miðbraut

Miðbraut


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: