Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lýðheilsuganga FÍ á Seltjarnarnesi

22.9.2017

Seltjarnarnesbær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga í september getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.  Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan var 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. 

Nú er aðeins ein ganga eftir sem fer fram n.k. miðvikudag eða 27.september kl. 18:00.  Það á að hittast á bílaplaninu við Gróttuvitann (Snoppu).

Miðvikud. 27. sept. kl. 18:00 – Náttúra og minjar í Gróttu og nágrenni.

Upphafsstaður: Bílaplan v/Gróttu (Snoppa).  Fræðsla – Ásgerður Halldórsdóttir.  

Allar upplýsingar um göngustaði og gönguleiðir annars staðar á landinu má finna á vef verkefnisins www.fi.is/lydheilsa. Þar gefst almenningi einnig kostur á að skrá sig í lukkupott sem dregið verður úr í október og geta heppnir göngugarpar hreppt glæsilega vinninga.

Hér má sjá myndir frá göngunum síðustu miðvikudaga

Lýðheilsuganga 2017 - Gunnar Þór BjarnasonMiðvikudaginn 6. september fræddi Gunnar Þór Bjarnason, sagfræðingur göngufólk um stríðsminjar á Seltjarnarnesi og aðkomu Íslendinga að seinni heimstyrjöldinni. Hér er hópurinn fyrir framan ljóskastarahúsið í Suðurnesjum.

Lýðheilsuganga 2017

Lýðheilsuganga 2017 - Jón Ólafur Ísberg

Miðvikudaginn 13. september fræddi Jón Ólafur Ísberg, sagnfræðingur göngufólk um læknastíginn sem lá úr Reykjavík niður Framnesveg (vegurinn fram á Nes) og sjávarkambinn út á Nes, sóttvarnarhúsið, Landakot, verkamannabústaði og lýðheilsuhugsunin að staðsetningu húsa við Vesturgötu.
Lýðheilsuganga 2017 - Kristinn ÓlafssonMiðvikudaginn 20. september fræddi Kristinn Ólafsson, formaður Golfklúbb Ness göngufólk um tilurð Nesklúbbsins, umhverfisvottun vallarins og afar áhugaverðar hugmyndir um nátturulíf Suðurness og útvíkkun útivistarsvæðis við Seltjörn.

Allar göngurnar hafa verið einstaklega áhugaverðar, fræðandi, vakið upp spurningar og hugmyndir að ekki sé talið um sjálfa hreyfinguna í góðra manna hópi.

Viljum við hvetja alla til að láta ekki síðustu Lýðheilsugönguna fram hjá sér fara en hún verður n.k. miðvikudag kl. 18:00 frá Snoppu.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri mun fræða göngufólk um náttúruparadísina Gróttu og umhverfi Bakkatjarnar

Gönguleið 27. september 2017
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: