Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Forvarnardagurinn 2017 haldinn í Valhúsaskóla

5.10.2017

Forvarnardagurinn 2017 var haldinn í Valhúsaskóla miðvikudaginn 4. okt.  Nemendur í 9. bekk skólans söfnuðust saman af því tilefni á bókasafni skólans og tóku virkan þátt í dagskránni. Dagurinn var helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands (á myndbandi) ávörpuðu nemendur. Margrét Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi ræddi við krakkana um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu og skemmtilegu lífi. Nemendur horfðu saman á myndband forvarnardagsins og unnu í hópum að verkefnum sem þeim voru ætluð í tilefni dagsins. 

9. bekkur í Valhúsaskóla 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: