Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

STÖÐUG SÝNATAKA ÚR NEYSLUVATNINU NÆSTU DAGA

16.1.2018

Í ljósi þeirrar mengunar sem greinst hefur í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum vilja forsvarsmenn Seltjarnarnesbæjar upplýsa íbúa sína ennfrekar um framvindu málsins og aðgerðir af hálfu bæjarins.

Föstudaginn 12. janúar var heilbrigðisfulltrúi Kjósarsvæðis fenginn til að taka sérstakt sýni úr inntaki neysluvatnsins á Seltjarnarnesi. Það var gert í framhaldi af tilkynningu frá Veitum um að þeir hefðu fundið hjá sér mengað sýni sem á þeim tíma var álitið að gæti mögulega verið gallað. Í sýninu sem hér var tekið mældist magn kuldakæragerla 110 sem er rétt yfir viðmiðunarmörkum en þau eru 100. Einnig var tekið sýni í inntakinu í Þjónustumiðstöðinni þar sem magn gerlanna var 85 eða vel innan marka. Ekki var um neina aðra gerla að ræða í vatninu. Þessi niðurstaða þótti því ekki gefa tilefni til aðgerða.

Í ljósi atburðarásar gærdagsins var heilbrigðisfulltrúinn kvaddur aftur til okkar á Seltjarnarnesið í dag, þriðjudaginn 16. janúar til að taka ný sýni bæði í inntaki bæjarins og inni í bænum. Þær niðurstöður munu liggja fyrir á morgun og fimmtudag. Veitustjórn Seltjarnarnesbæjar fundaði sömuleiðis nú síðdegis og ákvað á þeim fundi að láta taka sýni daglega til að fylgjast með gæðum vatnsins í bænum eða alveg þar til að ljóst er að allar mælingar verða komnar í eðlilegt jafnvægi. Bæjarbúar verða upplýstir um stöðu mála eftir því sem þurfa þykir eða ef sérstakra aðgerða er þörf.

Ítrekum ennfremur tilkynningu Landlæknisembættisins í dag þess efnis að neysluvatnið á höfuðborgarsvæðinu öllu er öruggt og að ekki er þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum eins og staðan er nú.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: