Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fanney Hauksdóttir og Lovísa Thompson fyrstar til að hljóta styrk úr Afreksmannasjóði Seltjarnarness!

13.2.2018

Fanney HauksdóttirVið útnefningu íþróttamanns og konu Seltjarnarness nú í janúar var úthlutað í fyrsta sinn úr Afreksmannasjóði Seltjarnarness sem formlega var settur á laggirnar í fyrra en auglýst var eftir umsóknum í desember sl. Markmið bæjarins með sjóðnum er að styðja enn frekar við afreksíþróttamenn á Seltjarnarnesi með því að styrkja einstaklinga og hópa sem skara framúr í íþróttagrein sinni á lands- eða heimsvísu.

Fanney er kraftlyftingakona úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur, en hún er þrefaldur Evrópumeistari í bekkpressu. Samtals hefur Fanney veirð tíu sinnum á verðlaunapalli á EM og HM í bekkpressugrein, þar af einu sinni heimsmeistari.

Lovísa ThompsonLovísa Thompson er ein besta handknattleikskona landsins og leikur með meistaraflokki Gróttu og A landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur, en hún er fædd 1999. Hún er fyrirliði Gróttu í Olísdeildinni og var kjörin íþróttamaður Gróttu fyrir árið 2017.

Óskum þeim stöllum hjartanlega til hamingju með árangur sinn á sviði íþróttanna og megi styrkurinn bæði koma sér vel og vera hvatning til áframhaldandi afreka í framtíðinni.

Í íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefnu bæjarins, sem unnin var í samráði við bæjarbúa 2013 og samþykkt var í bæjarstjórn 2014 er fjallað um stofnun sérstaks afreksmannasjóðs. Reglur sjóðsins má finna hér sem og aðrar samþykktir íþrótta- og tómstundanefndar

http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir/nr/3229

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: