Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fyrsta skólfustungan að stækkun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness

25.3.2018

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur tóku förstudaginn 23. mars fyrstu skóflustunguna að stærri og endurbættri íþróttamiðstöð á Seltjarnarnesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar er varðar nýja fimleikaaðstöðu í húsinu.

Það var fjölmennur og spenntur hópur sem fylgdist með skóflustungunni í blíðskaparveðri á Nesinu en framkvæmdir eru nú að fara á fulla ferð eftir langt ferli og draumur fjölda fólks í báðum bæjarfélögum um endurbætt fimleikahús og íþróttamiðstöð því að verða að veruleika. Um 60 börn tóku þátt í athöfninni enda mun fullkomnara og stærra hús hafa veruleg áhrif á íþróttaiðkun þeirra og aðstöðu til framtíðar.

Í árslok 2016 skrifuðu þau Ásgerður og Dagur undir samstarfssamning um að standa sameiginlega að rekstri fimleikadeildar Gróttu og leigusamning til 20 ára með ákvæði um framlengingu á 5 ára fresti. Reykjavíkurborg mun greiða leigu á fimleikaaðstöðu fyrir iðkendur sem búsettir eru í Reykjavík. Við sama tækifæri skrifuðu Íþróttafélagið Grótta, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg undir yfirlýsingu þess efnis að efla samstarf og skipulagningu íþróttastarfs fyrir börn, unglinga og afreksfólk í bæjarfélögunum.

Framkvæmdin á íþróttamannvirkinu er umfangsmikil en meðal helstu breytinga er stórbætt aðstaða fimleikadeildarinnar sem mun fá um 1300 fermetra undir starfsemi sína, stóri íþróttasalur hússins verður færður til vesturs, búningsaðstaða verður bætt til muna og 170 fermetra styrktarsalur verður útbúinn fyrir félagsmenn. Gerð verður breyting á aðkomu í íþróttamiðstöðina, anddyrið stækkað sem og afgreiðslan, sjoppurýmið og aðstaða starfsmanna.

Það er Munck á Íslandi ehf. sem annast framkvæmdirnar en áætluð verklok eru 1. maí 2019.

Skólfustunga að stækkun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur ásamt þeim Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóri eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, Elínu Smáradóttur formanni Gróttu, Magnúsi Erni Guðmundssyni formanni ÍTS, og Maríu Magnúsdóttur formanni fimleikadeildar Gróttu munduðu öll skreyttar skóflur umkringd flottum hópi Gróttukrakka við þessa táknrænu athöfn.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: