Aðalfundir deilda Íþróttafélagsins Gróttu fyrir árið 2017.
Aðalfundir Íþróttafélagsins Gróttu voru haldnir 18. apríl sl. og þar fóru formenn deilda yfir liðið starfsár. Mikil gróska er í öllum deildum félagsins og mikill hugur í stjórnarfólki. Bæjarstjóri mætti á fundina og greindi frá stækkun íþróttamiðstöðvar og byggingu fimleikahúss, sem byggt er í samvinnu við Reykjavíkurborg.
Bæjarstjóri þakkaði Elínu Smáradóttur formanni aðalstjórnar fyrir samstarfið undanfarin ár, en Elín gaf ekki kost á sér áfram. Nýr formaður aðalstjórnar var kjörinn Bragi Björnsson og bauð bæjarstjóri hann velkominn til starfa fyrir félagið og hlakkaði til góðs samstarfs við hann.
Á myndinni er Elín Smáradóttir fráfarandi formaður, Bragi Björnsson nýkjörinn formaður aðalstjórnar og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.