Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær kemur einna best út í samanburði á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna

9.5.2018

Rekst­ur­inn betri við lægri skatt­heimtu

Þegar tólf stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins eru bor­in sam­an út frá rekstr­ar­mæli­kvörðum kem­ur í ljós að þau sem koma best út taka hlut­falls­lega minnst til sín í formi skatt­heimtu.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri grein­ingu efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna.

Akra­nes, Seltjarn­ar­nes og Garðabær koma best út þegar fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lag­anna er bor­in sam­an. Seltjarn­ar­nes, Garðabær og Vest­manna­eyj­ar inn­heimta hlut­falls­lega lægstu skatt­ana af meðal­tekj­um íbúa sinna á sama tíma og Ak­ur­eyri, Fjarðabyggð og Reykja­vík taka hlut­falls­lega mest til sín.

Þá mæl­ist ánægja íbúa með leik- og grunn­skóla mest í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem koma best út úr rekstr­ar­sam­an­b­urðinum. 


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: