Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íþróttamaður Seltjarnarness Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna

24.6.2004

Elísabet í heilmaraþoni á Mývatni 2004Íslandsmeistaramót í maraþoni var haldið á Mývatni helgina 18.-19. júní sl. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2003 varð Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna á tímanum 3:20:59 og bætti tíma sinn frá því í fyrra um tæpar 7 mínútur. Hlaut hún gullverðlaun kvenna og að sjálfsögðu einnig gullverðlaun í sínum aldursflokki. Elísabet varð einnig Íslandsmeistari í fyrra. Auk Elísabetar hlupu þrír aðrir félagar í Trimmklúbbi Seltjarnarness heilt maraþon og náðu allir frábærum árangri. Haraldur Þór Guðmundsson fékk brons í sínum aldursflokki, Þóra Björk Hjartardóttir fékk brons fyrir heilmaraþon kvenna og silfurverðlaun í sínum aldursflokki og Ólafur Darri Andrason varð í 8. sæti í sínum aldursflokki. Í hálfu maraþoni hlaut Berghildur Ásdís Stefánsdóttir gull í kvennaflokki og gullverðlaun í sínum aldursflokki og Guðrún Geirsdóttir hlaut silfurverðlaun í kvennaflokki og gull í sínum aldursflokki.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: