Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

JÓNSMESSUGANGA OG GLEÐI sunnudaginn 24. júní kl. 20-22

21.6.2018

Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi sunnudaginn 24. júní kl. 20.00-22.00

Við höldum að vanda í hefðir á lengsta degi ársins og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að sameinast og taka þátt í Jónsmessugleðinni á Seltjarnarnesinu okkar fallega! Genginn verður þægilegur hringur um náttúruperluna okkar í suðurnesjunum og stoppað á nokkrum áhugaverðum stöðum þar sem hægt verður að njóta útsýnis í bland við fróðleik. Stefán Bjarnason mannauðsstjóri Seltjarnarnesbæjar verður með í för og ætlar að munda harmonikkuna sína hér og þar og alls staðar þar sem tækifæri gefst. Safnast verður saman við Hákarlaskúrinn milli kl. 19.30 og 20.00

Hákarlahjallinn við Norðurströnd

Gangan hefst hjá Sigga í Hákarlaskúrnum  sem mun bæði bjóða gestum að reka inn nefið og bjóða þeim sem vilja upp á hákarl og brennivín áður en lagt verður af stað kl. 20.00.

Bakkatjörn

Fyrsta stopp verður nýja fuglaskoðunarhúsið við Bakkatjörn þar sem Seltirningurinn Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur og dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands mun deila með göngugestum ýmsum fróðleik um fuglalífið okkar á Nesinu.

Urtagarðurinn

Næst verður haldið sem leið liggur að Urtagarðinum við Nesstofu sem verið er að stækka þessa dagana. Lilja Sigrún Jónsdóttir stjórnarformaður Urtagarðsins segir frá stækkuninni og öllum ólíku lækningajurtunum sem verið er að bæta í garðinn til viðbótar við þær sem fyrir eru en sumar eiga rætur sínar að rekja allt til upphafsára Nesstofu.

Hjúkrunarheimilið

Hjúkrunarheimilið er óðum að taka á sig mynd í næsta nágrenni og mun Ásgerður bæjarstjóri segja stuttlega frá framkvæmdunum og við hverju má búast þegar að starfsemin kemst í gang um næstu áramót.

Ráðagerði

Jónsmessugöngunni lýkur svo í Ráðagerði í vöfflukaffi. Öllum viðstöddum býðst að skoða þetta sögufræga hús að innan sem utan auk þess sem Þórður Jónsson einn afkomenda þeirra Þórðar útvegsbónda og Þórunnar eiginkonu hans sem byggðu Ráðagerði segja sögu þeirra og hússins. Vöfflur og fleira góðgæti verður í boði Hitaveitunnar fyrir göngugesti að njóta þar til dagskrá lýkur kl. 22.00.

Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í Jónsmessugleðinni!

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: