Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

BÆJARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS 31. ágúst - 2. september

31.8.2018

Bæjarhátíð 2018

Föstudagur 31. ágúst:

SKREYTUM BÆINN - GULUR, RAUÐUR, GRÆNN & BLÁR!
Íbúar eru hvattir til að skreyta hús sín, götur og umhverfi hátt og lágt í sínum hverfislit með sköpunargleðina að leiðarljósi. 

Sendið endilega mynd af skemmtilega skreyttu húsi/hverfi á FB síðu viðburðarins, hvort sem er ykkar eigin eða því sem ykkur þykir flottast. https://www.facebook.com/events/2192613341022008/

19.15 - 21.15 GRÓTTA - AFTURELDING Á VIVALDI
Seltjarnarnesbær býður öllum bæjarbúum frítt á baráttuleik toppliðanna tveggja á Íslandsmóti karla, fjölmennum og styðjum okkar stráka!

Laugardagur 1. september:

13.00 - 17.00 NESIÐ KVATT - MYNDLISTARSÝNING Í NESSTOFU
Listaverkin kallast á við einstakt umhverfi þessa sögufræga húss sem reist var á árunum 1760-1767 og er eitt elsta steinhús landsins. Valgarður Gunnarsson einn af 6 listamönnum þessarar sam- og kveðjusýningar tekur á móti gestum í Nesstofu þar sem að sjón er sögu ríkari. Síðasta sýningarhelgi!

14.30 - 16.30 FJÖLSKYLDUDAGUR Í GRÓTTU 
Gróttuviti verður opnaður og gestum í eyjunni boðið upp á ýmiss tónlistaratriði, listasýningu, vöfflukaffi, vitaklifur, flugdrekasmiðju, rannsóknarstofu sjávarlífvera, útijóga og ratleik, hugvekju auk þess sem Björgunarsveitin Ársæll verður til staðar. Nánari upplýsingar í sérstakri auglýsingu um Fjölskyldudaginn í Gróttu og á FB viðburði hans:  https://www.facebook.com/events/305373406684236/

16.00 SELKÓRINN BÝÐUR Á OPNA ÆFINGU Í KIRKJUNNI
Söngelskir íbúar eru hvattir til að mæta og prófa að syngja með en nú er opið fyrir nýja kórfélaga að bætast í hópinn. Söngskrá á léttu nótunum og lög sem allir þekkja.

18.30 BÆJARGRILL Á VALLARBRAUTARRÓLÓ
Í umsjón röggsamra íbúa þar sem fjölskyldum úr öllum hverfum bæjarins býðst að skemmta sér saman og eru þátttakendur hvattir til að mæta skreyttir í sínum hverfislit. 

Seltjarnarnesbær býður upp á tjaldastemningu og söngvarann geðþekka Jón Sigurðsson "500kallinn" úr Idolinu sem söng sig í hug og hjörtu landsmanna á sínum tíma og hefur engu gleymt. 

Nefndin verður með hamborgara frá Tuddanum, öl, gos, ís, snakk o.fl. Nánari upplýsingar um skráningu og þátttökugjald á FB viðburði nefndarinnar https://www.facebook.com/events/261240151164856/ 

Sunnudagurinn 2. september:

11.00 GRÆN MESSA Í SELJTARNARNESKIRKJU
Sr. Bjarni Bjarnason stendur fyrir grænni sunnudagsmessu

11.00 - 13.00 FJÖR Í FJÖLSKYLDUGOLFI Í NESKLÚBBNUM
Tveir eða fleiri fjölskyldumeðlimir (börn & fullorðnir) mynda lið t.d. afar, ömmur, pabbar, mömmur, börn og barnabörn og leysa 5 stuttar og skemmtilegar golfþrautir. Sigurvegarar fá skemmtileg verðlaun.

13.00 - 17.00 NESIÐ KVATT - MYNDLISTARSÝNING Í NESSTOFU
Listaverkin kallast á við einstakt umhverfi þessa sögufræga húss sem reist var á árunum 1760-1767 og er eitt elsta steinhús landsins. Valgarður Gunnarsson einn af 6 listamönnum þessarar sam- og kveðjusýningar tekur á móti gestum í Nesstofu þar sem að sjón er sögu ríkari. Síðasta sýningarhelgi!

14.00 - 16.00 GRÓTTA - VÖLSUNGUR Á VIVALDI
Seltjarnarnesbær býður öllum bæjarbúum frítt á leikinn þar sem Grótta getur styrkt stöðu sína í toppslagnum á Íslandsmóti kvenna. Fjölmennum og styðjum stelpurnar okkar!

Litakort
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: