Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

FJÖLSKYLDUDAGUR Í GRÓTTU 1. september kl. 14.30-16.30

31.8.2018

GróttudagurVELKOMIN Á FJÖLSKYLDUDAG Í GRÓTTU
laugardaginn 1. september kl. 14.30-16.30 með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þessa helgi er ennfremur bæjarhátíð Seltjarnarness þar sem íbúar skreyta bæinn sinn, hafa gaman saman og taka þátt í skemmtilegum viðburðum um allt Nesið. Dagskráin í Gróttu er eftirfarandi:

GRÓTTUVITI OPINN
Einu sinni á ári býður Seltjarnarnesbær gestum í Gróttu að ganga upp í vitann og njóta hins óviðjafnanlega útsýnis þegar efst er komið. 

RJÚKANDI VÖFFLUKAFFI
Seldar verða dásamlegar vöfflur, kaffi og djús í Albertsbúð og í Fræðasetrinu á vegum Soroptimistasystra á Seltjarnarnesi til styrktar góðu málefni.

VITINN KLIFINN
Klifurmeistarar úr klifurhúsinu bregða á leik og byrja kl. 14.30 að klífa Gróttuvita. Mögulega mætir Spiderman á vitann!

HARMONIKKULEIKUR
Margrét Arnardóttir þenur nikkuna hér og þar undir berum himni

HUGVEKJA Í ALBERTSBÚÐ
Ljúf stund í Albertsbúð kl. 14.30 sem þeir Sr. Bjarni Þór og Friðrik Vignir organisti bjóða til, með harmonikkuleik, söng og stuttu spjalli um lífið og tilveruna, komu haustsins og sumarið sem nú kveður.

Gróttudagur 2018FLUGDREKASMIÐJA
Ásdís Kalman sér um flugdrekasmiðju með börnunum í Albertsbúð frá kl. 15.00 og svo er að láta þá fljúga!

TÓNLIST Í FRÆÐASETRI
Friðrik Karlsson bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018 og Unnur Birna Björnsdóttir söngkona og fiðluleikari, spila og syngja fyrir gesti í Fræðasetrinu

DÝRGRIPIR LÍFRÍKISINS RANNSAKAÐIR
Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoðar gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Tilvalið því að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum. 

ÚTIJÓGA OG RATLEIKUR
Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir stendur fyrir útijóga og ratleik um Gróttu þar sem börnin fá þátttökuverðlaun

BJÖRGUNARSVEITIN ÁRSÆLL
Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli munu sjá um að ferja þá sem þurfa yfir eiðið. 

TORF – Earth Homing: Reinventing Turf Houses
Ráðagerði / Vitavarðarhús / Fræðasetur / Albertsbúð 

TORFSýningin TORF hefur verið sett upp í Gróttu í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Með torfhýsi sem útgangspunkt í listrænni tilraunastarfsemi tengir TORF okkur við byggingarlist og bústaði okkar en 17 listamönnum, bæði íslenskum og erlendum var úthlutað mismunandi sýningarhugtökum. 

Sýningin byrjar í Ráðagerði þar sem nálgast má heildaryfirlit yfir sýninguna og hluti sýningarinnar hefur verið settur upp. Sum verkanna í Ráðagerði kallast á við verk staðsett í Gróttu.

Sýningarstjóri er Annabelle von Girsewald og verður hún á staðnum ásamt einhverjum af listamönnunum. 

FB og heimasíða sýningarinnar með nánari upplýsingum: https://www.earthhoming.com/ 
https://www.facebook.com/earthhoming/

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN AÐ NJÓTA Í OG VIÐ GRÓTTU
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: