Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

HVAÐ Á HJÚKRUNARHEIMILIÐ AÐ HEITA?

14.12.2018

HVAÐ Á HJÚKRUNARHEIMILIÐ AÐ HEITA?

Hugmyndasamkeppni um nafn á nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi

Hvað á hjúkrunarheimlið að heita

Á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 29. nóvember sl. var samþykkt tillaga bæjarstjóra um að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið sem nú er að verða tilbúið. Bæjarráð skipaði þriggja manna dómnefnd sem mun fara yfir innsendar hugmyndir og leggja rökstudda tillögu að nafni fyrir fund bæjarráðs. Nefndina skipa þau Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi og María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs.

Senda má tillögur að nafni á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða bréfleiðis til þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Að auki verður safnað saman þeim hugmyndum sem íbúar setja inn á FB þráð um þessa nafnasamkeppni vegna hjúkrunarheimilisins og þær hugmyndir fara einnig í hugmyndapottinn. Frestur til að skila inn tillögum að nafni er til 6. janúar 2019. Seltjarnarnesbær áskilur sér þann rétt að hafna öllum tillögum.

Samkeppnin er öllum opin og íbúar eindregið hvattir til að taka þátt. Veitt verður viðurkenning fyrir þá tillögu sem valin verður.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: