Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Vetrarhátíð á Seltjarnarnesi

6.2.2019

Vetrarhátíð verður haldin hátíðleg á Seltjarnarnesi eins og á höfuðborgarsvæðinu öllu dagana 7. - 10. febrúar með fjölda viðburða.

Fimmtudaginn 7. febrúar munum við lýsa upp öll helstu kennileitin okkar í bænum með norðurljósagrænum lit. kl. 19.45 verður jafnframt setningarhátíð Vetrarhátíðar við Hallgrímskirkju þegar að kveikt verður á ljósalistaverkinu Passage. Ennfremur um ljósaganga vetrarhátíðar (6 ljósalistaverk í miðborginni) lýsa upp skammdegið. Nánar á: http://vetrarhatid.is/?fbclid=IwAR3j2XDJjg5xZt1ndAHwIEY9zhZOVEMhkgqym6FuaGEAgRMrn9g8re5WbqQ

Föstudaginn 8. febrúar verður Safnanótt þegar að öll helstu söfn höfuðborgarsvæðisins verða opin fram eftir kvöldi. Við verðum að sjálfsögðu með mikla og skemmtilega fjölskyldudagskrá frá kl. 17-21 á bókasafni Seltjarnarness og hvetum við íbúa til að taka þátt í stemningunni. Það verður svo sannarlega mikið um að vera og eitthvað fyrir alla eins og sjá má hér í dagskránni. Frítt er í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og einn þeirra stoppar einmitt beint fyrir utan Eiðistorgið.

Laugardaginn 9. febrúar frá kl. 18-21 verður hin eina sanna Sundlauganótt þegar tónlistin dunar allt kvöldið og hægt verður að leika sér í vatnaboltum og taka þátt í hressandi zumba í sundi ... bara fjör!

Sunnudaginn 10. febrúar fá svo fallegu ljósin og ljósashow-in áfram að loga og lýsa þannig upp skammdegið út um borg og bæ.

VERTU MEÐ Á VETRARHÁTÍÐ - ALLIR VELKOMNIR OG AÐGANGUR ÓKEYPIS Á ALLA VIÐBURÐI!

Vetrarhátíð


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: