Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Mikil þátttaka í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

12.3.2019

Innsendar tillögur um nýjan leikskólaBæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, auglýsti opna tveggja þrepa samkeppni um nýjan 16 deilda leikskóla á Seltjarnarnesi 1. desember 2018. Skilafrestur í fyrra þrepi keppninnar rann út þriðjudaginn 19. febrúar 2019. Tuttuguogsjö tilllögur bárust og valdi dómnefnd fjórar þeirra til áframhaldandi þátttöku. Skilafrestur í öðru þrepi keppninnar er 15. apríl nk.

Áætluð heildarstærð leikskólans er um 2.400 m² nettó, en keppnissvæðið í heild er tæplega 10.000 m² að stærð. Þar skal gert ráð fyrir leiksvæði, aðkomu og bílastæðum, en leikskólinn skal rúma 300 börn. Mikil áhersla er lögð á góða nýtingu rýmis og samspil úti- og innisvæða. Lögð er áhersla á góða aðstöðu fyrir börn og starfsfólk.  

Gert er ráð fyrir að val á vinningstillögu verði tilkynnt um miðjan maí og þá verður haldin sýning á öllum keppnistillögum auk þess sem útbjóðandi gefur út prentað dómnefndarálit um allar tillögur.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: