Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 11. apríl

10.4.2019

Barnamenningarhátíð 2019

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Á SELTJARNARNESI FIMMTUDAGINN 11. APRÍL KL. 15.30 - 17.00

15.30 SETNING

- Leikskólabörn og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setja Barnamenningarhátíðina eftir að hafa gengið fylktu liði í skrúðgöngu við trommuslátt lúðrasveitarmeðlima.

KYNNAR - Krummi Kaldal og Salka Sigmarsdóttir, nemendur í Valhúsaskóla

DAGSKRÁ Á EIÐISTORGI:

  • Himinn og haf - Söngskemmtun leikskólabarna sem einnig túlka með eigin listaverkum hringrás vatnsins
  • Úlfarnir í Mowgli - Dans 10-12 ára hóps dansskóla DWC á Nesinu
  • Dúkkuverkstæðið - Brot úr vorsýningu Ballettskóla Guðbjargar
  • Rauða Myllan - Brot úr árshátíðarleikriti Valhúsaskóla og Selsins
  • Lúðrasveit Tónlistarskólans spilar af einskærri snilld á milli atriða
JÓN JÓNSSON & DRAUMAR GETA RÆST

- Hinn eini sanni Jón Jónsson mætir og flytur lag Barnamenningarhátíðar 2019 sem hann samdi nýverið. Allir krakkar hvattir til að læra textann og syngja með.
https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DJS9w5xnmhVg%26fbclid%3DIwAR2legP4_CiOktg6dy4n-U_biKIIDIPzEbsDsYMeJwTHt5haZtCqQhrtlck&h=AT2MLhpI0BaWP-rymH41fNYIqThxcfeWuHT0M8A5Y6jXWV79X7biqXmOj3CcsAlxSvVQm-D1n2B2eHoRVbmjzcPBkzOxOruX9-AKWJB_n_w8g6s3UbIrwaN27fZh57WPNw
TEXTINN við Draumar geta ræst: https://docs.google.com/document/d/1m2N2gkAwdF1bTS5frxuIQoLonCPRy2HAfOXmEal07vk/edit?usp=drivesdk&fbclid=IwAR2pHHE-nQ-zCxFhg2rM3mVQinrsDxn_kQrEtQpVeuq11VOVVyJTSILT_LI

DAGSKRÁ Á BÓKASAFNINU:

  • Melkorka Gunborg 19 ára nemandi Tónlistarskólans leikur á flygilinn fyrir gesti eftir kl. 16.30
  • Myndlistar- og hönnunarsýningar nemenda úr Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla
  • Fræðandi fuglaþraut, spennandi bókaratleikur, páskahappdrætti og auðvitað góðir vinningar í boði.

ARNA ÍS býður öllum börnum eina ískúlu frá kl. 16.30 - 18.30

RAUÐA LJÓNIÐ býður fjölskyldutilboð frá kl. 17.00 - 20.00
Frítt fyrir börn af barnamatseðli ef foreldrar borða líka og borga sinn mat.

Endilega að fjölmenna því Barnamenningarhátíðin er fyrir alla fjölskylduna og markmið hennar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í Seltjarnarnesbæ. 

Hátíðin er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn!

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: