Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Reikningar vegna hitaveitunotkunar

2.10.2019

HitaveitumælirÍ sumar eins og áður fór fram álestur á hitaveitumælum í íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi. Hitaveitumælar eru staðsettir á hitaveitugrind í hverju húsi. Sameiginlegir mælar eru í fjölbýlishúsum. Því miður var brotalöm á því sl. tvö ár að tryggt væri að lesið væri af öllum mælum a.m.k einu sinni ári.  Af því leiddi að í kjölfarið fengu allmargir háa reikninga.

Í stað uppgjörsreikninga einu sinni á ári í kjölfar álesturs höfðu sumir hverjir fengið reikninga sem byggðu á áætlun um orkunotkun sem reynt er að láta endurspegla sem best raunverulega notkun. Í kjölfar álesturs í sumar var sendur út uppgjörsreikningur til viðskiptavina. Þar kom fram raunnotkun frá síðasta álestri og þar með kom í ljós hvort viðskiptavinur átti inneign eða væri í skuld. Oft liggur skýringin á aukinni notkun og þar af leiðandi hærri reikningi en áætlun sagði til t.d. snjóbræðsla verið tekið í notkun eða heitur pottur á heimilinu, en stundum kann að vera að um bilun sé að ræða. Dæmi um þetta eru bilaðir ofnkranar eða bilun í  stýribúnaði húsveitu sem veldur sírennsli vatns. Þá er mögulegt að áætlun eða álestur sé rangur.  Álestur á mæla er og verður sameiginlegt áherslumál íbúa og bæjarins til þess ekki síst að forðast sveiflur í gjöldum.

Fyrir hönd bæjarins er beðist velvirðingar á því að ekki hafi tekist að lesa af öllum mælum sl. ár.  Við höfum í kjölfarið endurskoðað verkferla og gert úrbætur á ferlum vegna álestrar og innheimtu hjá hitaveitunni. Framvegis verður reynt að tryggja að lesið verði a.m.k. einu sinni á ári á hvern mæli, en það byggist á  samstarfi viðskiptavina við innheimtudeildina. Vil taka fram að við höfum leitast við að auðvelda þeim sem fengu háa bakreikninga eftir því sem óskað var eftir.

Það er okkar hvatning til íbúa að  hver og einn lesi af sínum mæli a.m.k. tvisvar á ári og sendi stöðuna til innheimtudeildar í gegnum m.a. ,,Mínar síður“ (sjá heimasíðu bæjarins) eða með tölvupósti á hitaveita@seltjarnarnes.is.  Hvet ykkur einnig til að kynna ykkur efni inná mínum sínum þar sem hægt er að sækja um ýmsa þjónustu rafrænt.

 

fh. Innheimtudeildar, Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: