Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdir á Hæðarbraut

21.10.2019

Ágætu íbúar, 

ákveðið hefur verið að endurnýja stofnlagnir hitaveitu, þ.e. framrás og bakrás, í Hæðarbrautinni milli Miðbrautar og Melabrautar.

haedarbraut

Um töluverða framkvæmd er að ræða og munu íbúar verða fyrir einhverjum óþægindum á meðan að á framkvæmdatíma stendur. Verk er að hefjast og áætlaður verktími eru nokkrar vikur.

Þar sem nokkur mengun/rykmengun verður við svona framkvæmd vegna vélavinnu, sögunar og graftrar er íbúum bent á að loka gluggum snúi þeir í átt að verkstað sé þess nokkur kostur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda. 

Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við undirritaðan.


Virðingarfyllst,

f.h. Hitaveitu Seltjarnarness 

Gísli Hermannsson 

hitaveitustjóri

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: