Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Tilkynning vegna barnaverndarmála á Seltjarnarnesi

27.11.2019

Í ljósi fréttaumfjöllunar undanfarna daga er varðar barnaverndarmál á Seltjarnarnesi vill Seltjarnarnesbær koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri harmar mjög sögu Margrétar Lillýjar Einarsdóttur og þakkar henni fyrir að stíga fram. Sem bæjarstjóri biður Ásgerður, Margréti Lillý fyrirgefningar fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá Seltjarnarnesbæ, það er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu og beðið er eftir niðurstöðu úttektar þeirra. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar tók ennfremur þá ákvörðun þegar að málið kom upp að fá Rannsóknarstofnun Háskóla Íslands til að framkvæma óháða úttekt á barnaverndarmálum Seltjarnarnesbæjar og á starfi barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar síðastliðin fimmtán ár. Sú vinna er í gangi.

Í ljósi trúnaðarskyldu í viðkæmum málum sem barnaverndarmál eru má hvorki Seltjarnarnesbær sem stofnun né einstakir starfs- og nefndarmenn bæjarins tjá sig um einstök mál. Hugurinn er hjá þolendum og alveg ljóst að mál verða skoðuð ofan í kjölin svo hægt verði að gera betur þar sem þörf krefur.  

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: