Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Leikskólabörn um allan bæ

6.2.2020

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Börn í Leikskóla Seltjarnarness brugðu sér af bæ í tilefni dagsins og heimsóttu hinar ýmsu stofnanir á Seltjarnarnesi. Hópa leikskólabarna mátti meðal annars sjá í hjúkrunarheimilinu Seltjörn, Valhúsaskóla, í þjónustukjarna við Skólabraut og á bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar.

Leikskólabörn heimsækja bæjarskrifstofurSjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum. Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk notar daginn til að vekja athygli á fagmennsku og því frábæra starfi sem unnið er í leikskólum landsins á degi hverjum. Þetta er í 13. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti.

Myndatexti: Þessi flotti hópur úr Holti heimsótti bæjarskrifstofurnar

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: